Vísbending


Vísbending - 07.11.1984, Qupperneq 3

Vísbending - 07.11.1984, Qupperneq 3
VÍSBENDING 3 YFIRLIT Viömiöunargengi EMS-myntanna Gjaldeyriskerfi Efnahagsbanda- lagsiandanna, EMS, hefur verið í jafnvægi síðustu misseri, en stöðug- leikann má að verulegu leyti rekja til hækkunar á gengi dollarans. Síðasta breyting á viðmiðunargengi EMS- myntanna var gerð í mars 1983. Verulegur ntunur er þó á þróun et'nahagsmála í ríkjum Efnahags- bandalagsins og líklegt er að til endurskoðunar á viðmiðunargengi EMS-myntanna komi á fyrri hluta næsta árs. Þá er búist við 4-6% hækkun á gengi þýska marksins gagnvart öðrum myntum í kerfinu nema gyllini, sem einnig gæti hækkað um 2-4% gagnvart hinum myntun- um. Gróska og festa í þjóðarbúskap Vestur-Pjóðverja hefur ekki til þessa haft þau áhrif að raska jafnvægi EMS-myntanna vegna þess hve gengi marksins hefur verið veikt gagnvart Bandaríkjadollara. Hert aðhald í fjármálum Frakka, ítala, Belgaogíra hefur einnig stuðlað að betra jafn- vægi í EMS-kerfinu og stórlega dregið úr þeim mismun sem verið hefur á verðhækkunum ntilli þessara þjóða og jöfnuði gagnvart útlönd- um. Efnahagsbandalagið hefur þannig náð verulegum árangri í að samhæfa einahagsstefnu í aðildarríkjunum og stuðlað með því að stöðugleika gjaldeyrismálum. Þótt Bretar eigi aðild að Efnahagsbandalaginu er sterlingspundið ekki meðal mynt- anna í evrópska gjaldeyriskerfinu, EMS. í Bretlandi eru deildar rnein- ingar um það hvort tengja beri gengi pundsins við EMS-kerfið. Gengi pundsins yrði þá þvingað til að taka minni breytingum en til þessa. A árunum 1980/81 kostaði eitt ster- lingspund um tíma 2,40 dollara, en verð á einu pundi í dollurum er nú, sem kunnugter, komiðí l,20dollara. Þrátt fyrir þetta (sjá krossgengis- töflu) hefur gengi pundsins verið allstöðugt gagnvart mörgum Evt- ópumyntum. Verð á olíu hefur þó allmikil áhrif á gengi pundsins og telja margir Bretar að of mikil þvingun yrði á gengi pundsins, sem síðustu árin hefur algerlega ráðist á frjálsum markaði, að tengja það myntkerfi Efnahagsbandalagsland- anna. Holland Fyrir utan þýska markið er hol- lenskagyllinið án efa sterkasti gjald- miðillinn í EMS-kerfinu og er það að þakka harðri aðhaldsstefnu holl- enskra stjórnvalda. Hagvöxtur í Hollandi var um 1% árið 1983, verður líklega um 2% í ár og gæti orðið 2,5% á árinu 1985. Þessi framleiðsluaukning er þó of lítil til að liafa áhrif á atvinnuleysi í Hollandi sem er mikið áhyggjuefni. Verðbólga í Hollandi er litlu meiri en í Þýskalandi (um 2-3%) og verulegur afgangur er í viðskiptum við útlönd, um 5 milljarðar dollara í ár og 4 milljarðar dollara á næsta ári. Komi til lækkunar á gengi dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum á næstunni er líklegt að til hækkunar komi á gengi gyllinisins. Gengi gyllinisins gæti þá hækkað nokkuð gagnvart dollara og flestum EMS- myntum, en lækkað gagnvart þýsku marki, svissneskum franka og yeni. Frakkland Hörð aðhaldsstefna franskra stjórnvalda í efnahagsmálum eftir kúvendinguna í fyrra hefur valdið ntikilli lækkun verðbólgu og nokk- urri lækkun vaxta. Verðbólgan var komin niður fyrir 8% um mitt þetta ár og LIBOR vextir (sex mánaða) á frönskum franka voru innan við 12% í síðasta mánuði en voru yfir 15% í fyrrasumar. Vaxtalækkunin hefur þó ekki haft umtalsverð áhrif til lækk- unar á gengi franska frankans. Reiknað er með um 1 % hagvexti í Frakklandi í ár en ef til vill um 2,5% á næsta ári. Þrátt fyrir að tekist hafi að lækka verðbólgu í Frakklandi á síð- asta ári er engu að síður gert ráð fyrir að hún verði meiri þar en í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Halli í viðskipt- um við útlönd varð fjórir milljarðar dollara árið 1983 og gert er ráð fyrir eins og hálfs til tveggja milljarða doll- ara halla á ári næstu fimm árin. Af þessum ástæðum er líklegt að gengi frankans lækki gagnvart þýsku marki og gyllini næstu árin. Einnig má búast við að gengi frankans lækki gagnvart dollara þegar lengra er litið, þótt einhver hækkun gæti orðið ef gengi dollarans veikist á næstunni. írland Irskum stjórnvöldum hefur tekist að draga verulega úr hallanum á opinberum rekstri og minnkað hallann í viðskiptum við útlönd um helming. Þannig hefur verðbólga verið minnkuðniðurfyrir 10%. Spáð er tæplega 9%verðbólgu á írlandi í ár og urn 8% árið 1985. Með þessumóti hefur tekist að halda gengi írska pundsins í jafnvægi innan EMS- kerfisins. Ef til breytingar kemur á viðmiðunargengi myntanna í EMS er þó búist við að gengi þýska marksins verði hækkað um 6% gagnvart írsku pundi. Samkeppnisstaða íra hefur nokkuð veikst í sumar vegna þess að gengi sterlingspundsins hefur lækkað talsvert miðað við írska pundið sem tengt er EMS-myntunum. Belgía í Belgíu voru gerðar ráðstafanir í efnahagsmálum snemma á þessu ári til þess að minnka hallann á opin- berum rekstri og minnka verðbólgu, en gengi belgíska frankans var afar veikt gagnvart EMS-myntunum. Tekist hefur að draga verulega úr fjárlagahalla og minnka verðbólgu, og reiknað er með að jöfnuður náist í viðskiptum við útlönd á næsta ári. Hagvöxtur er þó lítill og atvinnuleysi afar mikið. Þrátt fyrir aðhaldsað- gerðirnar er gert ráð fyrir að gengi belgíska frankans verði áfram veikt, og komi til breytingar á viðmiðun- argengi EMS-myntanna er búist við um 6% hækkun á gengi þýska marksins gagnvart belgískum franka.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.