Vísbending - 28.11.1984, Qupperneq 2
VÍSBENDING
2
Hágengi dollarans_________________________________________________________
Viðskipti vegna alþjóðlegra skulda þung á metunum á gjaldeyrismarkaði
Hafa mikil áhrif á
gengi dollarans
Alþjóðlegar skuldir allra ríkja
nema nú um 3.000 milljörðum
dollara. Kannanir benda til þess að
allt að 4%, þ.e. allt að 120 mill-
jörðum dollara, sé endurkræft á
hverjum einasta degi. í samanburði
við þessar fjárhæðir eru þær 500
milljónir dollara sem þarf að fjár-
magna á dag vegna fjárlagahalla
Bandaríkjamanna harla lítilfjör-
legar. Dagleg viðskipti á alþjóð-
legum gjaldeyrismarkaði eru að
verulegu leyti millibankaviðskipti
og ekki er hægt að líta hjá því að þau
eru að miklu leyti vegna erlendra
skulda hinna ýmsu ríkja. Þetta vill
oft gleymast þegar verið er að skýra
hátt gengi dollarans og háa vexti í
Bandaríkjunum. Þessar hreyfingar
á gjaldeyrismarkaði eru svo um-
fangsmiklar að nauðsynlegt er að
hafa þær í huga til að fá rétta mynd
af framboði og eftirspurn á alþjóð-
legum gjaldeyrismarkaði.
Kenningin um kaupmáttarjöfnuð
Flestir telja gengi dollarans vera of
hátt skráð ef marka má greinar og
skrif í blöðum og tímaritum. „Of
hátt“ í þessum skilningi þýðir að
það sé ódýrara að kaupa vörur utan
Bandaríkjanna í þeim gjaldmiðlum
sem þar gilda heldur en að kaupa
sömu vörur fyrir dollara í Banda-
ríkjunum. Sé þetta rétt er eðlilegt að
dollarar séu seldir til að kaupa aðra
gjaldmiðla og við það ætti gengi
dollarans að lækka uns það telst
ekki lengur of hátt. Ennfremur má
benda á að aðeins það að dollara-
gengið er talið of hátt ætti í raun að
hafa í för með sér offramboð á
dollurum og gengislækkun. Kenn-
ingin um kaupmáttarjöfnuð milli
helstu gjaldmiðla skilgreinir það
gengi milli gjaldmiðla sem líklegt er
að ráðist á markaðinum. Jafnframt
er fólgin í kenningunni eina skyn-
samlega viðmiðunin sem menn
geta byggt væntingar sínar um
gengi helstu gjaldmiðla á.
Algengasta skýringin á því að
gengi dollarans sé of hátt er sú að
vextir í Bandaríkjunum séu háir
vegna óeðlilega mikils halla á fjár-
lögum Bandaríkjamanna. Jafnframt
er fjárstreymi til Bandaríkjanna
vegna hárra vaxta ætlað að skýra
hvers vegna kenningin um kaup-
máttarjafnvægi hefur engan veginn
staðist þegar dollarinn á í hlut.
Raunar hljómar það hálfólíklega að
fjármagn streymi til Bandaríkjanna
vegna hárra vaxta ef gengi dollar-
ans er þegar of hátt. Frjálst fjár-
magn á alþjóðlegum fjármagns-
markaði streymir þangað sem
vextirnir eru hæstir og þetta fjár-
streymi leiðir til vaxtajöfnuðar og
kaupmáttarjöfnuðar í gegnum
gengisbreytingar en ekki til aukins
mismunar í vöxtum og gengi gjald-
miðla. Ef gengi dollarans er of hátt
þá eru vextir í Bandaríkjunum að
teknu tilliti til áhættu alls ekki þeir
hæstu í heimi. Engu að síður dregur
ekki úr eftirspurn eftir dollurum.
Kenningar Ivors Pierce
Ivor Pierce, prófessor í hagfræði
við háskólann í Southampton á
Englandi, hefur bent á að straumar
á alþjóðiegum gjaldeyrismarkaði
séu í aðra átt en Iögmál markaðar-
ins benda til. Telur Pierce að fjár-
streymi vegna alþjóðlegra skulda
sé eina fyrirbærið sem sé nógu
stórt í sniðum til að bjóða lögmálum
markaðarins byrginn. Á árunum
1970 til 1983/84 þrítugfölduðust
viðskipti á gjaldeyrismarkaði.
Milliríkjaviðskipti uxu hins vegar
aðeins 5,5 sinnum á sama tíma.
Raunar hefur verið áætlað að að-
eins 3% af öllum viðskiptum á
gjaldeyrismarkaði séu vegna vöru-
og þjónustuviðskipta. Um það bil
95% gjaldeyrisviðskipta eru milli
banka og aðeins um tíundi hluti er
vegna þarfa aðila utan bankanna.
Talið er að heildarvelta á gjald-
eyrismarkaði á dag sé um það bil
200 milljarðar dollara sem raunar er
ekki langt frá öllu dollurum í heimi
sem lausir eru til ráðstöfunar á
hverjum tíma. Spurningin er hvers
vegna bankar ráðast daglega í
viðskipti sem nema 200 milljörðum
dollara án þess að þau virðist á
nokkurn þátt tengd utanríkis-
viðskiptum með vörur og þjónustu.
Jafnvel þótt nokkur hluti viðskipt-
anna sé vegna þess að aðilar á
gjaldeyrismarkaði séu að tryggja
sig gegn gengistapi er ekki unnt að
skýra öll viðskiptin með „trygging-
ar“viðskiptum þar sem þau
verða ekki til af sjálfu sér; þau eru til
þess að tryggja önnur viðskipti.
Ivor Pierce bendir þess vegna á að
það hljóti að vera önnur góð og gild
flokkum og því gætu verðhækkanir
orðið með öðrum hætti nú en áður
við svipaðar aðstæður.
Vextir, gengi, kaupmáttur
Skjótar hækkanir vöruverðs sem
búast má við á næstunni hljóta að
valda vissum vandkvæðum þeim
sem ákveða þurfa vexti á óverð-
tryggðum reikningum næstu mán-
uði. Svo gæti farið að ávöxtun á sex
mánaða verðtryggðum reikningum
með 6,5% vexti yrði um 50% á
næstunni.
1 spánum sem birtast á bls. 4 er
gert ráð fyrir að gengi krónunnar
haldist stöðugt á fyrri hluta næsta
árs en sígi lítillega á síðari hluta
ársins (um 7-8%). Með því móti yrði
verð á erlendum gjaldeyri um 19%
hærra að meðaltali á árinu 1985 en í
ár og er það svipuð hækkun erlends
gjaldeyris og á milli áranna 1983 og
1984. Ekki er gert ráð fyrir um-
talsverðum breytingum á gengi
milli erlendra gjaldmiðla. Komi til
lækkunar á gengi dollarans gagn-
vart öðrum myntum á næsta ári
gæti lækkun á gengi krónunnar
gagnvart öðrum myntum orðið
meiri en hér er ætlað.
Samkvæmt þeim reikningum sem
hér hefur verið lýst kynni kaup-
máttur launataxta að verða ívið
lægri á næsta ári en í ár. Stefna
stjórnvalda er að leitast við að
halda svipuðum kaupmætti á
næsta ári og á árinu 1984 og virðist
ekki þurfa stóran skammt af
„mildandi aðgerðum“ til að standa
við það. Hér er þó aðeins verið að
fjalla um kaupmátt launataxta en
eins og kunnugt er gefur hann orðið
óljósa mynd af raunverulegum
kaupmætti atvinnutekna í landinu.