Vísbending


Vísbending - 05.12.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.12.1984, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 48.2 5. DESEMBER 1984 Erlendar skuldir_________________________________ Lítil von til aö greiöslubyröi léttist á næstu árum Erlendar skuldirog útflutningstekjur í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1985 er gert ráð fyrir að halli í viðskiptum við útlönd verði um 4,4% af þjóð- arframleiðslu. Enn mun því bætast við erlendar skuldir á næsta ári og greiðslubyrði þyngjast vegna hærri vaxtagreiðslna og lítillar aukningar í útflutningstekjum. Myndin sýnir hlutfallið á milli erlendra skulda og útflutningstekna á árunum frá 1977 til 1983 ásamt áætlun 1984 og hugmynd um næsta ár. Athyglis- vert er að hækkun verður á þessu hlutfalli á árinu 1981, en á því ári voru þó útflutningstekjur í erlendri mynt hærri en nokkru sinni, fyrr eða síðar. Mesta hækkunin verður þó á hlutfallinu á árinu 1982. Milli áranna 1981 og 1982 lækkuðu útflutnings- tekjur í dollurum talið um nálægt 15% en erlendar skuldir hækkuðu á sama mælikvarða einnig um 15% (aukning að raunvirði er talin hafa verið 12,4%). Erlendar skuldir í hlutfalli við útflutningstekjur hækk- uðu því úr tæplega 85% árið 1981 í 115% árið 1982. Á árinu 1983 stóð hlutfallið nokkurn veginn í stað þar sem útflutningstekjur hækkuðu svipað og erlendar skuldir en í ár gæti orðið aukning á þessu hlutfalli í 125%. Eins og fyrr segir gæti haili í viðskiptum við útlönd 1985 orðið um 5% af þjóðarframleiðslu. Á mynd- inni eru sýndir tveir möguieikar. Hærri niðurstaðan (135%) gæti svarað til þess að lítil sem engin aukning yrði á útflutningstekjum í dollurum talið á milli áranna 1984 og 1985 en álíka hækkun á er- lendum skuldum og í ár. Lægri niðurstaðan sýnir óbreytt hlutfall frá árinu í ár, 125%. Til þess að halda hlutfallinu óbreyttu með þeim vaxtagreiðslum sem búist er við á árinu 1985 þyrftu útflutningstekjur í dollurum talið að aukast um 7,5%. Virðist harla vonlítið að sá árangur náist við núverandi aðstæður. Samanburður við önnur lönd Þótt veruleg aukning hafi orðið á hlutfallinu á milli erlendra skulda og útflutningstekna hér á landi er það þó miklu iægra en hjá skuldugu ríkjunum. Hjá tólf skuldugustu ríkjunum er hlutfallið 171% í ár og hefur haldist óbreytt frá fyrra ári. Á árunum 1980, 1981 og 1982 var hlutfallið um 115%, 130% og 165%. Búist er við að nokkur lækkun verði á hlutfallinu á næstu árum vegna aukningar í útflutningstekjum þessara ríkja. Til samanburðar má geta þess að á þessu ári er gert ráð fyrir því að hlutfall erlendra skulda og útflutningstekna í Kóreu og Indónesíu verði um 80% og 53%. Má telja að fyrrnefnda hlutfallið sé líkt og hér á landi á árunum 1977 til 1981. Vaxtagreiðslurog viðskiptahalli Eftir að eriendar skuldir tóku að aukast stórlega frá árinu 1981 hefur æ stærri hluti nýrra lána verið tekinn til að fjármagna vaxta- greiðslur til útlanda. Tafian sýnir vaxtagjöld reiknuð í milljónum Bandaríkjadollara á árunum 1977 til 1984. Miðdálkurinn í töflunni sýnir þann afgang sem eftir er í við- skiptum við útlönd eftir að inn- flutningur vöru og þjónustu að frátöldum vaxtagjöldum hefur verið greiddur. Þriðji dálkurinn sýnir reiknaða lántökuþörf í milljónum Efni: Erlendar skuldir og greiðslubyrði 1 Gjaldeyrisstýring með Ecu-viðskiptum 2 Opinberar skuldir og sparnaður 3 Töflur: Eurovextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi tslensku krónunnar 4 Vaxtagreiðslur og viðskiptaham vaxtagj., „afgangur upp f lántökuþörf, m. $ vexti", m. $ m. $ 1977 48 0 48 1978 64 93 -29 1979 83 63 20 1980 98 32 66 1981 133 -9 142 1982 145 -103 248 1983 142 92 50 1984* 140 27 113 1985* 145 27 113 * Lausleg áœtlun

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.