Vísbending


Vísbending - 05.12.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.12.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Gjaldeyrisstýring_________________________________ Að tryggja gegn gengistapi með ÉCU-viðskiptum Krónan og evrópska peningakerfið Evrópska gjaldeyriskerfið (European Monetary System, EMS) hefur haft þau áhrif m.a. að draga úr snöggum skammtímasveiflum myntanna í kerfinu en í staðinn hafa komið stærri gengisbreytingar með nokkru millibili þegar breyta hefur þurft viðmiðunar- gengi EMS-myntanna. í EMS eru allir gjaldmiðlar Efnahagsbandalagsland- anna að frátöldu sterlingspundi og gríska drachma, þ.e. þýskt mark, franskur franki, gyllini, líra, belgískur franki, Lúxemborgarfranki, dönsk króna og írskt pund. Sterlingspund og gríska drachma eru hins vegar reiknuð í Ecu (European Currency Unit), sam- eiginlegan gjaldmiðil Efnahags- bandalagslandanna, en Ecu gegnir lykilhlutverki í evrópska gjaldeyris- kerfinu þar sem frávik myntanna í EMS eru miðuð við Ecu. Nýafstaðin gengisfelling hér á landi leiðir enn hugann að því hversu varnarlaus þau fyrirtæki eru sem leggja stund á utanríkisverslun. Þau eru knúin til að nota krónur í viðskiptum innan- lands. Krónan er hvergi gjaldgeng í viðskiptalöndunum svo að öll erlend viðskipti verða að miðast við aðra gjald- miðla. Samt sem áður eru höft alls- ráðandi í gjaldeyrisviðskiptum hér á landi og nánast engir möguleikar til að verjast tapi vegna gengisfellingar. Sem dæmi má nefna að viðskiptabankar hafna jafnvel óskum innflutningsfyrir- tækja um að greiða vöruvíxla fyrir gjalddaga og hlýtur slíkt að vera einsdæmi. Framvirkur markaður og gjaldmiðilsskipti Eins og fyrr segir dregur EMS verulega úr skammtímasveiflum myntanna í kerfinu en annað veifið kemur til gengisbreytinga (síðast í mars 1983) er viðmiðunargengi EMS-myntanna er lagfært. En evrópska gjaldeyriskerfið býður upp á skemmtilega möguleika til dollara á þessu árabili en sú fjár- hæð er jöfn og viðskiptahalli á hverju ári. Athyglisvert er að á árinu 1981 var næstuni enginn afgangur upp í vaxtagreiðslur til útlanda þótt útflutningstekjur hafi aldrei orðið hærri en það ár. Að öðru leyti sker árið 1982 sig úr en eins og fyrr segir varð mikill samdráttur í framleiðslu það ár. Ef myndin og taflan eru skoðuð saman er áhyggjuefni hve litlar líkur virðast á að greiðslubyrði vegna gjaldeyrisstýringar og byggjast þeir annars vegar á því að Ecu er samsettur gjaldmiðill en hins vegar á því að Eurovextir og gengi EMS-myntanna breytast venjulega í gagnstæðar áttir. Þeir sem vilja verja sig gegn gengistapi geta því annaðhvort tryggt sig með við- skiptum á gjaldeyrismarkaði (fram- virkum markaði) eða peningamarkaði. Með framvirkum viðskiptum er unnt að „festa“ gengi gjaldmiðla en með við- skiptum á peningamarkaði er unnt að festa vexti, en á Euromarkaði breytast þeir eins og fyrr segir oftast í öfuga átt við gengi. A framvirkum markaði í Evrópu- löndunum er hægt að festa gengi allra myntanna a.m.k. sex mánuði fram í tímann. Lengri „tryggingu“ getur verið erfitt að fá er veikari eða smærri mynt- irnar eiga í hlut, þ.e. líra, írskt pund og gríska drachma. Ef menn þurfa að tryggja viðskipti í veiku myntunum lengra fram í tímann er oft hægt að fá banka í viðkomandi landi til að annast myntskipti. Bankinn finnur þá t.d. inn- flytjanda á Ítalíu sem þarf að greiða t.d. 500 þús. dollara eftir 12 mánuði og einhvern annan aðila sem þarf að kaupa lírur fyrir sömu dollarafjárhæð eftir sama tíma. Síðan er gengið til samninga um skipti á þessum gjaldmiðlum á ákveðnu gengi eftir 12 mánuði — án þess að bankinn eigi frekari hlut að við- skiptunum. Þess má geta að ekkert virðist því til fyrirstöðu að þeir sem versla þurfa með íslenskar krónur hefji slíka skiptasamninga. Gengistrygging með Ecu-viðskiptum En fjármálastjórar fyrirtækja í Evrópu- viðskiptum deyja ekki ráðalausir þótt fyrir komi að hvorki framvirk viðskipti né samningur um gjaldmiðilsskipti séu möguleg enda vilja flestir forðast í lengstu lög að fá gengistap í bækur sínar. Ef fyrirtæki á t.d. von á greiðslu í lírum eftir 12 mánuði fæst trygging með Þorskaflinn 1977-1984 Þús. tonn 1977 ................ 340 1978 ................ 330 1979 ................ 368 1980 ................ 435 1981 ................ 469 1982 ................ 387 1983 ................ 298 1984* ................. 250 1985* ................. 250 * Lausleg áætlun. erlendra skulda geti lækkað að marki á næstu árum. Búast má við því að koma upp skuld í lírum til 12 mánaða. Til slíkrar skuldar er hægt að stofna með því að taka lán í Ecu — þar sem markaðurinn er stór og viðskipti auðveld — en í einu Ecu eru 140 lírur. Restina af Ecu-inu er síðan hægt að leggja inn á reikning í banka á Euro- markaði. Eftir að drachma bættist við í Ecu (17. september 1984) er hægt að tryggja viðskipti í drachma á sama hátt, en áður var oft erfitt eða ómögulegt að tryggja viðskipti í gríska drachma. Þá má geta þess að fyrirtæki með samhæfða gjaldeyrisstýringu í er- lendum viðskiptum sínum geta oftast fundið leiðir til að nota hinar myntimar í Ecu á betri hátt en að leggja þær í banka. Hlutatrygging með annarri mynt eða Ecu Ef þær leiðir sem hér hafa verið nefndar til gjaldeyrisstýringar reynast óhagkvæmar eða ómögulegar vegna gjaldeyrishafta er stundum hægt að tryggja erlend viðskipti gegn gengis- tapi með því að koma upp skuld á móti eign eða eign á móti skuld í þriðju mynt. Fyrirtæki utan ftalíu og Frakklands gaéti þurft að tryggja greiðslu í lírum eftir 12 mánuði. Lítið er um framvirk viðskipti í lírum svo langt fram í tímann. Hins vegar mætti líta svo á að breytingar á gengi franska frankans og lírunnar ’kynnu að verða svipaðar á viðkomandi tímabili, en auðvelt er að gera fram- virkan samning í frönkum til 12 mánaða. Þannig fæst trygging a.m.k. að hluta til. Loks má geta þess að einnig er hægt að tryggja með Ecu-viðskiptum. Eigi t.d. fyrirtæki í Þýskalandi von á greiðslu í lírum frá Ítalíu og vilji tryggja sig gegn gengislækkun lírunnar gæti það tekið lán í Ecu. Ef gengi lírunnar fellur þá lækkar einnig gengi Ecu, þótt sú lækkun hljóti að verða minni. Þannig vegur gengishagnaðurinn á Ecu-skuld- inni að hluta á móti gengistapinu vegna greiðslunnar sem von var á í lírum. að vextir af erlendum skuldum verði um 140-150 milljónir dollara á ári en „afgangur upp í vexti“ aðeins fjórðungur eða fimmtungur af þeirri fjárhæð. Miklu minni þorskafli en á fyrri árum er vafalaust sú skýring á skuldabyrði okkar sem vegur þyngst. Á næstu árum gæti því orðið að velja á milli þess að er- lendar skuldir aukist um nálægt 100 milljónir dollara á ári og þess að draga verulega úr innflutnings- eftirspurn.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.