Vísbending


Vísbending - 05.12.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 05.12.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Sparnaður og opinberar skuldir Áhrif skatta, tekna, vaxta og væntinga á sparnað Fjármagnsjöfnuður í geirum Afgangur eða halli í% af VLF 1978: Rlkiog sveitarfélög Heimilin Fyrirtækin Jöfnuður við útlönd Bandaríkin 0,2 1,2 -2,0 0,7 ítalla -9,7 15,1 -3,0 -2,4 Japan -5,5 9,7 -2,4 -1,7 1981: Bandaríkin -0,9 3,3 -2,3 -0,1 ítalia -11,7 12,2 -2,8 2,3 Japan -4,0 10,3 -5,9 -0,5 1984*: Bandarikin -3,7 1,4 -1,0 3,3 Italia -12,5 12,2 0,6 -0,3 Japan -2,5 12,8 -7,7 -2,6 * Áætlun Heimild: OECD Opinberar skuldir víða miklar Þrálátur halli á fjárlögum hins opin- bera myndaðist víða um lönd á síðasta áratug og hafa opinberar skuldir í sjö stærstu löndum OECD sem hlutfalí af þjóðarframleiðslu farið vaxandi næstum ár frá ári síðustu 10 ár. Þannig voru opinberar skuldir um 37% af þjóðarframleiðslu á árunum 1973 og 1974 en hafa verið yfir helmingi þjóðarframleiðslu á árunum 1983 og 1984. Vaxandi skuldsetning hins opinbera og ljármögnun hallans á ári hverju hefur beint sjónum manna að innlend- um sparnaði í hverju landi. Sögulega séð er frjáls sparnaður afar mismun- andi frá landi til lands en það gefur auga Ieið að þær þjóðir sem búið hafa við hátt sparnaðarhlutfall eiga mun hægara með að fjármagna halla á opinberum rekstri en hinar sem spara minna. Myndin sýnir opinberar skuldir í Bandaríkjunum, Ítalíu og Japan sem hlutfall af þjóðarframleiðslu í hverju landi. Sparnaðarhneigð í þessum lönd- um er mjög mismunandi. Þótt fráleitt sé að líta á halla á opinberum rekstri sem gefinn hlut sem ekki sé unnt að breyta verður engu að síður að horfast í augu við að víða hefur reynst erfitt að minnka mikinn fjárlagahalla á skömmum tíma. Nægir hvort sem er að vísa í „götin“ í fjárlögum hér á landi sem erfitt reynist að teygja saman eða í vandann í ríkisbúskap Bandaríkjamanna, en þar er búist við að hallinn haldist um 4-5% af þjóðarframleiðslu næstu fjögur til fimm árin. Þegar haft er í huga hve fjárlagahallinn er tregbreytilegur sést að sparnaðarhneigð þjóðar getur raunar ráðið úrslitum um fjármagns- jöfnuð við útlönd og erlendar skuldir (sjá töflu). Hins vegar er langt frá því að menn skilji til fulls hvað ræður spamaðar- hneigð. Löngum hefur verið talið að tekjur hafi mest áhrif á sparnað hverrar fjölskyldu og vextir að frátöldum tekjum. En nánari rannsóknir á sparnaði eftir tölum, síðustu ára sýna að fyrri kenningar um sparnað duga hvergi. Hér verður greint frá reynslu Bandaríkjamanna í sparnaðarmálum en í næsta tölublaði verður greint frá sparnaði á íslandi. Hvernig er hægt að hafa áhrif á sparnað? f Bandaríkjunum voru menn lengi þeirrar skoðunar að orsakir kreppunnar miklu á fjórða áratug þessarar aldar hafi mátt rekja til of mikils sparnaðar og of lítillar neyslu, en þetta viðhorf er að finna í keynesískri hagfræði. Með vaxandi verðbólgu og þverrandi fram- leiðslu á síðasta áratug tóku menn að endurskoða fyrri kenningar í hagfræði. Má með sanni segja að viðhorf til sparnaðar hafi gerbreyst. Spamaður er undirstaða fjárfestingar í þjóðarbúinu og um leið skilyrði framleiðni og hag- vaxtar. Velgengni Japana í efnahags- málum og sú staðreynd að spamaður í Japan er hlutfallslega næstum þrisvar meiri en í Bandaríkjunum hefur haft sín áhrif til að móta breytt viðhorf manna til sparnaðar. Á síðustu fimm árum hafa Bandaríkjamenn gert mikið átak til' að auka sparnað. Meðal þess sem Bandaríkjamenn hafa gert til þess að örva sparnað má nefna ýmsa nýja sparireikninga, aukna möguleika til að spara til eftirlauna- aldurs, lægri skatta, bæði á vaxta- tekjum og almennum tekjum, og frjálsa vexti á almenna innlánsreikninga. Auk þess hefur aðhaldssöm stefna í peningamálum haft þau áhrif að lækka verðbólgu og hækka vexti, að því að talið er. Þannig voru nafnvextir á algengum sparireikningum aðeins um 5% tyrir notega nmni arurn. Verðboiga var þá 10-15%, svó að raunvextir voru neikvæðir, en að auki voru vaxta- tekjurnar skattlagðar. Nú bera svipaðir reikningar um 10% vexti, verðbólgan er aðeins 3-4% og vaxtatekjurnar eru skattfrjálsar. Þrátt fyrir allt þetta hefur sparnað- arhneigð nánast ekkert breyst í Bandaríkjunum á þessum fimm árum. Meðalhlutfall sparnaðar af tekjum eftir skatt er á þessu ári um 6%, nokkurn veginn það sama og á árinu 1979. Ákveðin sparnaðarform hafa að vísu aukið hlutdeild sína, en aðallega á kostnað annarra. Lántökur hafa hins vegar aukist en stjórnvöld hafa ekki að sama skapi leitast við að stuðla að minni Iántökum og reynt hefur verið að örva sparnað. Hugsanlegar skýringar Menn yelta því fýrir sér hverjar skýr- ingar kurini að vera á því að spamaður eykst ekki eða aðeins lítillega þrátt fyrir að hagur sparenda sé nú mun betri en áður. í fyrsta lagi má benda á að allar tölur um sparnað eru afar erfiðar við- fangs. í bandarískum spamaðartölum

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.