Vísbending


Vísbending - 19.12.1984, Qupperneq 1

Vísbending - 19.12.1984, Qupperneq 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 50.2 19. DESEMBER 1984 Gengisstjórn________________________________________________ Er hugsanlegt að auka frelsi í gjaldeyrisverslun á íslandi? Gengi íslensku krónunnar Aukið frelsi í gjaldeyrisviðskiptum hér á landi hefur verið til umræðu síðustu misseri og nýlega hafa bæði Jón Ingvarsson, stjórnarfor- maður Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna, og Landsamband ' ís- lenskra útvegsmanna bent á að frjálsari gjaldeyrisviðskipti gætu verið þáttur í því að leysa vanda sjávarútvegsins (sjá Vísbendingu 12. desember sl.) Pá hefur dr. Vil- hjálmur Egilsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambands íslánds, lýst þeirri skoðun opinberlega að gengi krónunnar sé of hátt skráð (m.v. um kr. 40 pr. dollara) og til leiðréttingar gæti þurft a.m.k. 10% gengislækkun. Rökstyður Vilhjálm- ur mál sitt bæði með því að gert er ráð fyrir 5-6% halla á viðskiptum við útlönd á árinu 1985 (hallinn í ár er áætlaður 5,5-6%) og með slakri stöðu í sjávarútvegi og sumum öðrum útflutningsgreinum. Hefur enginn orðið til þess að mótmæla þessari skoðun Vilhjálms opinber- lega. Ákvörðun um frjáls eða frjálsari gjaldeyrisviðskipti mætti greina í tvo þætti. Bæði þarf að ákveða hvaða höft yrðu numin brott af gjaldeyrismarkaði eða hvaða heim- ildir yrðu veittar til kaupa og sölu á gjaldeyri, en jafnframt þarf að velja leið til að skrá gengi krónunnar í samræmi við nýja viðskiptahætti. Afar ólíklegt er að gengi krónunnar geti ráðist í frjálsum gjaldeyris- viðskiptum. Þetta stafar af því að íslenska krónan er sérstakur gjald- miðill 240 þúsund manna þjóðar. Til Vísbending kemur næst út fimmtu- daginn 3. janúar nk. Útgefendur blaðsins óska lesendum gleðilegra þla og farsæls nýárs. að halda uppi stöðugum gjald- eyrismarkaði þarf margfalt meiri viðskipti en utanríkisviðskipti okkar gefa tilefni til. Eins og fram kemur hér á eftir ræðst gengi átta gjaldmiðla á frjálsum gjaldeyris- markaði nú. Fyrírkomulag gengisstjórnar Jón Sigurðsson, hagrannsókna- stjóri, hefur ritað ítarlega grein um gengisstjórn í Fjármálatíðindi og er þessi grein án nokkurs efa besta nýleg heimild um gengis- og gjaldeyrismál hér á landi („Áhrif gengisákvörðunar á þjóðarbúskap- inn“, Fjármálatíðindi, janúar-apríl 1984; greinin er að mestu sam- hljóða erindi, sem höfundur flutti á ráðstefnu Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga um al- þjóðafjármál, gengis- og gjald- eyrismál 4. nóvember 1983). í grein Jóns er að finna skiptingu á gengisfyrirkomulagi aðildarríkja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í sex flokka: 1) Gengi bundið einum ákveðn- um gjaldmiðli. 2) Gengi bundið meðalgengi nokkurra mynta eða sam- settri mynt. 3) Gengi bundið innan vissra marka í sérstöku gengis- kerfi nokkurra gjaldmiðla. 4) Gengi ákveðið í samræmi við breytingar ákveðinna vísi- talna. 5) Sjálfstætt fljótandi gengi. 6) Gengi ákveðið með öðrum hætti t.d. ,,stýrt“ fljótandi gengi. Samkvæmt International Financial Statistics, sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn gefur út mánaðarlega, voru í september sl. 34 myntir tengdar dollara, 13 myntir tengdar frönskum franka, ein tengd sterl- ingspundi, 11 tengdar SDR og alls 28 tengdar öðrum myntkörfum. Myntirnar í EMS eru átta, gengi sex gjaldmiðla ákvarðast í samræmi við ákveðnar vísitölur viðkomandi landa og eins og fyrr segir ræðst gengi átta gjaldmiðla á frjálsum gjaldeyrismarkaði. Þessar myntir eru Bandaríkjadollari, Ástralíu- dollari, Kanadadollari, yen, ster- lingspund og gjaldmiðlar Líbanons, Suður-Afríku og Uruguay. Gengi 38 gjaldmiðla ræðst með einhverjum öðrum hætti (t.d. fljótandi „stýrt"), en alls nær flokkun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins til 147 gjaldmiðla. Jón Sigurðsson kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni að fyrsti og fimmti kosturinn í ofangreindri flokkun á gengisfyrirkomulagi komi naumast til greina við núverandi aðstæður (greinin er u.þ.b. ársgöm- ul). Telur Jón að í markaðsverð- myndum á erlendum gjaldeyri hér á landi fælist annað hvort að horfið væri algerlega frá krónunni sem sjálfstæðri mynt eða einhvers konar stýring — opinber eða önnur — kæmi fljótlega til skjalanna. Jafnframt rökstyður Jón að erfitt sé að sjá hvers vegna íslendingar ættu að binda krónuna við einhverja eina mynt. Fjórði kosturinn, vísitölu- Efni: Gengisstjórn á Islandi 1 Utanríkisverslun 1983 -skipting i landa- og vöruflokka 3 Frjálsari gjaldeyrisviðskipti í Noregi 4 Töflur: Euro-vextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Fylgirit: Atriðaskrá júlí til desember 1984

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.