Vísbending - 13.11.1985, Page 1
VfSBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL
45.3 13. NÓVEMBER 1985
Ríkisfjármál
Löngu tímabært að ráðast í miklar umbætur á tekjuöflunarkerfi ríkisins
Nauðsynlegt að færa skattheimt-
una í nútímalegra form
í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið
1986 er gert ráð fyrir að tekjur ríkis-
ins á næsta ári verði um 33.540 millj-
ónir króna eða um 28,6% af þjóðar-
tekjum þess árs. Af heildartekjum
ríkissjóðs er gert ráð fyrir að tekju-
skattur einstaklinga nettó nemi 1.975
milljónum króna eða um 5,9% og
söluskattur alls nemi 13.765 millj-
ónum króna eða 41%. Af öðrum
tekjustofnum má nefna aðflutnings-
gjöld og önnur gjöld af innflutningi
(að vörugjaldi meðtöldu), 22,5%,
rekstrarhagnað ÁTVR, 5,5%, og
launaskatt, 4,2%. Pá eru ótalin
20,9% tekna ríkissjóðs og eru vaxta-
Hlutfallsleg skipting ríkistekna eftir
tekjustofnum skv. fjárlagafrumvarpi fyrir
1986
% Álagðir skattar í hlutfalli við tekjur %
• einstaklinga á greiðsluári H4
2 2
oj-----T---T----T---T----T---r———T----io
1978 79 80 81 82 83 84’ 85'*86‘”
________________*Brádabirda “Áætlun ***spá
tekjur, 6,6%, og eignaskattar, 2,5%,
stærst ótalinna liða.
Af ofansögðu má draga að minnsta
kosti tvær ályktanir. Tekjur einstak-
linga eru orðnar mjög lítill skattstofn
hérlendis miðað við aðrar þjóðir.
Hins vegar er meira en tveggja þriðju
hluta teknanna aflað með fáeinum
stórum, óbeinum sköttum, söluskatti,
aðflutningsgjöldum og vörugjaldi.
Nokkrir stjórnmálaflokkar og -sam-
tök ásamt einstaklingum hafa barist
fyrir afnámi tekjuskatts, a.m.k. „af
almennum launatekjum" um langa
hríð. Nú er svo komið að innan við
6% heildartekna ríkisins fást með
álagningu tekjuskatts samkvæmt
frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1986
og aðeins um 10% heildartekna sé
launaskatti bætti við. Þetta hlutfall er
vel innan við það sem gengur og gerist
með flestum öðrum þjóðum.
Menn eru að jafnaði ófúsir til að
greiða miklar fjárhæðir í opinber
gjöld. Pess vegna verður að gæta þess
að nýta skattstofna skynsamlega, ella
verður skattheimtan óeðlilega erfið
og skattsvik og skattalegt misrétti
meira en nauðsynlegt er. Ofnýting
eða vannýting skattstofna eykureinn-
ig hættuna á því að menn taki að
breyta gerðum sínum vegna sköttun-
ar. Dæmi af handahófi eru óeðlilega
mikil neysla niðurgreiddra vöruteg-
unda á kostnað samkeppnisvara,
minni áhugi á aukinni ábyrgð og
vinnu vegna hárra jaðarskatta, eða
óeðlileg hneigð til slæmra skila vegna
þess að söluskattur er orðinn fimm-
tungur af útsöluverði vöru og þjón-
ustu. Allar líkur benda til þess að
skynsamlegt sé að afla hærra hlutfalls
opinberra tekna með tekjuskatti til
að glata ekki skilvirkni skattheimtu-
kerfisins.
Skattur á tekjur einstaklinga
Samstaðan um lækkun tekjuskatts
hefur orðið til þess að tekjur einstak-
linga fara nú minnkandi sem tekju-
stofn en hana má rekja til tveggja
þátta. Tekjuskattur er stighækkandi
svo að álagning tekjuskatts og útsvars
hefur oft farið yfir helming af jaðar-
tekjum. Verðbólgan hefur orðið til
þess að skattþrep hefur þurft að end-
urskoða árlega í samræmi við hækkun
vísitalna. og því oftast valdið óvissu
varðandi skattbyrðina. Vegnamjög
hárra skatta hafa skattskil ekki orðið
sem skyldi þar sem aðstaða manna til
framtals tekna til skatts er afar mis-
munandi. Besta lausnin, í senn hlut-
laus, réttlát og einföld, (sjá um skil-
yrði skattlagningar á bls. 2) er að
skattleggja allar tekjur einstaklinga
jafnt, hvort sem þær eru lágar eða
háar, rétt eins og álagningu útsvars
hefur verið háttað um árabil.
Síðara skýringin á því hve góð sam-
staða hefur náðst um lækkun tekju-
skatts er sú að innheimta hans ári eftir
að teknanna er aflað getur valdið
miklu misrétti og erfiðum fjárhag
fólks. Óþarft er að nefna sérstök
dæmi en margar stéttir búa við miklar
sveiflur í tekjum frá ári til árs og því
getur hlutfall tekjuskatts af tekjum á
greiðsluári sveiflast verulega. Úr
þessu má mæta með því að taka upp
samtímagreiðslu tekjuskatts eins og
raunar hefur Iengi verið til umræðu.
Pótt slíkt kerfi sé á engan hátt galla-
laust hefur það þó ótvíræða kosti.
Framhald á bls. 2
Efni:
Tekjuöflun rikisins:
Miklar umbætur nauðsynlegar 1
Skilyröi við skattlagningu 2
Tekjuskattur i öörum löndum 3
Útgjaldaskattur i stað
tekjuskatts 3
Jafn tekjuskattur *4
Töflur:
Eurovextir 4
Gengi helstu gjaldmiðla 4
Gengi íslensku krónunnar 4