Vísbending


Vísbending - 13.11.1985, Page 3

Vísbending - 13.11.1985, Page 3
VISBENDING 3 Útgjaldaskattur eöa ,,eyðsluskattur“ í stað íslenska tekjuskattsins? Munurinn á útgjaldaskatti og tekjuskatti Tekjuöflun ríkisins er meðal við- kvæmustu viðfangsefna stjórnvalda í öllum löndum. Meðal þeirra endur- bóta sem nokkuð var fjallað um á síð- asta áratug, t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Svíþjóð, er svonefndur útgjaldaskattur eða eyðsluskattur („expenditure tax“). Heitið er raun- ar misvísandi vegna þess að hér er ekki um að ræða nýtt form á söluskatti eða virðisaukaskatti. Útgjaldaskatt- urinn er tekjuskattur sem leggst á all- ar tekjur einstaklinga án nokkurra undantekninga - nema þann hluta sem rennur til sparnaðar. Breyting frá tekjuskatti í útgjaldaskatt hefði því engin áhrif sérstaklega á álagn- ingu söluskatts (eða virðisaukaskatts, verði hann tekinn upp) eða aðflutn- ingsgjalda. Útgjaldaskattur er frá- brugðinn núverandi tekjuskatti okkar að því leyti að skattstofninn er ekki aðeins atvinnutekjur heldur allar tekjur, hverju nafni sem þær nefnast, en á hinn bóginn er sá hluti teknanna sem sparaður er að fullu frádráttar- bær. Skattstofninn hjá einstaklingi er því allt greiðslustreymi til hans-laun, vextir, greiddur arður, greiðslur vegna sölu á eignum og tekin lán - en að frádregnum þeim hluta er ekki rennur til.neyslu eða gjafa til annarra. Þannig eru vaxtagreiðslur og greiðsl- ur af höfuðstóli lána að fullu frádrátt- arbærar, svo og kaup á hlutabréfum og skuldabréfum, innlegg á banka- reikninga o.s.frv. Þess má geta að útgjaldaskattur í stað tekjuskatts hefur ekki áhrif á hugsanleg markmið stjórnvalda til að beita sköttum til tekjujöfnunar. Út- gjaldaskattur getur verið stighækk- andi, þ.e. með skattþrepum, ekki síð- ur en tekjuskattur. Á hinn bóginn verða skattar að vera einfaldir og auð- skildir til að skattheimtan verði hag- kvæm og skattskilin góð. Af þeim ástæðum og fleirum sem raktar eru annars staðar í þessu blaði er æskileg- ast að útgjaldaskattur eða tekjuskatt- ur sé ekki stighækkandi þannig að sama skatthlutfall greiðist af öllum tekjum. Skattfrádráttur vegna sparnaðar í íslenskum skattalögum í núgildandi lögum um tekjuskatt má finna a.m.k. fjögur dæmi um skatt- lagningu og frádrátt sem eru að ein- hverju leyti hliðstæð útgjaldaskatti. Lífeyrisgreiðslur eru að fullu frádrátt- arbærar en lífeyristekjur eru skatt- lagðar - þ.e. sparnaður er frádráttar- bær en tekjustreymi inn, hvernig sem það er til komið, er skattlagt. I öðru lagi má nefna lög frá því fyrr á þessu ári um húsnæðissparnaðarreikninga. Þessi sparnaður gefur rétt til skattaf- sláttar og nemur frádrátturinn fjórð- ungi af árlegu innleggi með sérstökum skilyrðum (Vísbending 10. júlí 1985). Væri útgjaldaskattur lagður á yrði all- ur slíkur sparnaður frádráttarbær en allt fé skattlagt sem tekið væri út af reikningnum síðar og ráðstafað til annars en viðurkennds sparnaðar. Viðurkenndur sparnaður yrði t.d. bundnir bankareikningar, lífeyris- sjóðir, skuldabréf og hlutabréf, en ekki ávísana- og hlaupareikningar og almennar sparisjóðsbækur. Þriðji vís- irinn í íslenskum skattalögum að frá- drætti vegna sparnaðar eru kaup á hlutabréfum í nokkrum hlutafélögum sem uppfylla ákveðin skilyrði. I ár uppfylla þrettán íslensk hlutafélög skilyrði ríkisskattsstjóra, aðallega um fjölda hluthafa, lágmark hlutafjár og það að engar hömlur séu lagðar á við- skipti með hlutabréf. Frádráttur vegna hlutabréfakaupa í ár getur mest numið um kr. 65 þús. fyrir hjón. Að lokum má nefna að vaxtagjöld skattkerfið til þess að menn taka að spara og fjárfesta öðruvísi en þeir hefðu gert án opinberrar íhlutunar. Um áhrif skattlagningar á fjárfestingu og sparnað verður fjallað nánar í Vís- bendingu í næstu viku. Tilraunir til að auka sparnað í Svíþjóð Eins og fyrr segir hefur útgjalda- skattur hlotið talsverða umfjöllun í nokkrum löndum þótt enn sem komið er hafi ekkert ríki tekið hann upp í stað hefðbundins tekjuskatts. Bretar, Bandaríkjamenn, írar og Svíar og hugsanlega fleiri hafa látið fara fram víðtækar athuganir á kostum og göll- um útgjaldaskatts í stað hefðbundins tekjuskatts. Þótt útgjaldaskattur hafi ekki verið tekinn upp hafa mörg ríki reynt að auka sparnað meðjtví að veita frádrátt frá tekjuskatti umfram það sem hér er. Nýjasta dæmið er auk- inn skattafsláttur í Svíþjóð vegna kaupa á hlutabréfum eða skuldabréf- um eftir sérstökum reglum. Til þessa hafa Svíar getað dregið frá skatti sín- um allt að 800 s.kr. (um kr. 4250) á mánuði vegna kaupa á verðbréfum ákveðinna sjóða. Á fyrsta ársfjórð- ungi næsta árs hækkar fjárhæðin sem heimilt er að draga frá skatti vegna verðbréfakaupa um 5000 s.kr. húsbyggjenda og íbúðakaupenda eru frádráttarbær eftir ákveðnum reglum. Fjármagnskostnaður vegna kaupa á fasteign er vissulega tengdur sparnaði þótt skattfrádráttar af þessu tagi sé óheppilegur að ýmsu leyti. Meðþessu móti er eitt form sparnaðar sett ofar öðru skattalega séð og þannig verður Sparnaður einstaklinga hefur farið minnkandi síðustu árin í Svíþjóð. Hlutfall peningalegs sparnaðar af ráðstöfunartekjum var um 3 til 5% á síðasta áratug. Á árinu 1982 var þetta sparnaðarhlutfall komið niður í 0,5% en í fyrra var peningalegur spamaður einstaklinga að meðaltali enginn. Skattar á tekjur einstaklinga hjá öðrum þjóðum Tekjuskattur til ríkisins ásamt launa- skatti verður rétt um 10% af heildartekjum rlkissjóðs á naesta ári samkvæmt frum- varpi til fjárlaga. Þetta hlutfall er óvenju- lega lágt í samanburði við hlutföll tekju- skatta hjá öðrum þióðum (ath. tölur frá öðrum löndum en íslandi eru frá árinu 1983). Sem dæmi má nefna að í Þýska- landi er um 43% tekna ríkissjóðs aflað með tekjuskatti og um 19% með launa- skatti. í Bretlandi er um 32% teknanna aflað með tekjuskatti ,og um 13% með launaskatti. I Bandaríkjunum er saman- lagður tekju- og launaskattur um 65% af heildartekjum ríkissjóðs. I Japan ersam- anlagt hlutfall tekju- og launaskatts af tekjum ríkisins tæpur helmingur, um 54% i Frakklandi, 59% í Hollandi, um 70% i Svíþjóð, og um 38% á Italíu. Þótt að sjálfsögðu séu engar reglur til um það hver séu ,,réttu“ hlutföllin á milli skatt- stofna virðist hætta á að tekjuöflun ís- lenska rikisins þurfi mikillar endurskoð- unar við í efnahagslegu tilliti. Þess má geta að beinir skattar alls verða um 10,8% af heildartekjum á næsta ári sam- kvæmt frumvarþi til fjárlaga. Þetta hlutfall var tæþlega 18% áriö 1970 og um 16,5% árið 1980 en hefur síðan farið stiglækk- andi. í fyrra nam hlutfall beinna skatta 14,6% af heildartekjum og lækkar því verulega frá 1984 til 1986 samkvæmt frumvarþi til fjárlaga.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.