Vísbending

Issue

Vísbending - 26.02.1986, Page 2

Vísbending - 26.02.1986, Page 2
VISBliNDlNG 2 Olíuverö 1980-1986 Dollarar átunnu Pund á tunnu DM á tunnu Beinn hagnaður OECD-ríkja af 30% lægra olíuverði er u.þ.b. 0,5% aukn- ing á framleiðslu en hún nemur nú alls 8.000 milljörðum dollara. Óbeinu áhrifin eru þó að líkindum margfalt meiri. Þegar olíuverð margfaldaðist fyrst 1973-74 og síðan 1979 var tekjutil- flutningurinn sjálfur frá Vesturlönd- um til olíuframleiðenda ekki þyngstur á metunum. Það voru miklu fremur óbeinu áhrifin af hærra orkuverði sem fram komu þegar sló í bakseglin í þjóðarbúskapnum á Vesturlöndum sem reyndust þung í skauti. Við hvora hækkun á olíuverði, 1973 og 1979, fluttust um 2% af heimsframleiðsl- unni frá olíuinnflytjendum til olíu- framleiðenda. í fyrstu reyndu OPEC ríkin að leggja fyrir hátt hlutfall af umframtekjum sínum og olíuneyt- endur reyndu eftir mætti að draga úr útgjöldum, ekki síst eftir síðari olíu- verðshækkunina á árinu 1979. Pess vegna hafði hækkun olíuverðs í för með sér mikinn samdrátt í milliríkja- verslun og framleiðslu í flestum lönd- um. Vaxandi verðbólga varð enn til þess að stjórnvöld margra ríkja reyndu að hafa hemil á útgjöldum. Hærra orkuverð leiddi einnig af sér að ýmis framleiðslutæki urðu tæknilega úrelt fyrir aldur fram þar sem þau urðu of dýr í rekstri á nýja orku- verðinum. Sumt af þessu snýst vafalaust við þegar olíuverð hefur tekið að lækka. í könnunarreikningum OECD vegna áhrifa af lægra olíuverði er niðurstað- an sú að 30% Iækkun geti leitt til allt frá 1,4% aukningar á framleiðslu til 0,5% minnkunar allt eftir því hvernig stjórnvöld olíuframleiðenda- og olíu- neytendaþjóða bregðast við. Besta niðurstaðan fæst þegar gert er ráð fyrir að auðugu olíuframleiðsluríkin, t.d. Saudi Arabía og Kúwait, lækki ekki útgjöld sín þrátt fyrir tækjutapið heldur gangi á eignirnar. Jafnframt er þá gert ráð fyrir því að útgjöld hins opinbera í ríkjum OECD haldist óbreytt að nafnvirði. Þessar forsend- ur leiða til þess að mikil aukning verður á ríkisútgjöldum að raunvirði þar sem gert er ráð fyrir að verðlag í OECD löndum hafi lækkað um 3,6% þremur árum eftir 30% lækkun olíu- verðs. Þessi hækkun ríkisútgjalda veldur því einnig að halli hins opin- bera eykst að raunvirði og sú þensla sem af honum stafar vegur mun þyngra en tekjutilfærslan frá olíu- framleiðendum í upphafi. Lakasta niðurstaðan fæst þegar gert er ráð fyrir að opinberum út- gjöldum sé haldið óbreyttum að raun- virði, þ.e. að þau verði lækkuð að nafnvirði með lækkandi verðlagi. Stefnan í peningamálum yrði þá einn- ig aðhaldssöm þar sem lækkun vaxta fylgdi á eftir lækkun verðlags með nokkurri töf. Jafnframt er í svartsýn- asta dæminu gert ráð fyrir að OPEC ríkin dragi úr útgjöldum sínum, að vísu hægt og hægt, vegna tekju- missisins. í þessu dæmi kemur fram mikil lækkun verðlags og nemur hún um 4,4% eftir þrjú ár. Frá öðru ári tekur missir útflutningstekna til OPEC ríkja að vega þyngra en fram- leiðsluaukningin á Vesturlöndum og niðurstaðan verður því um 0,5% sam- dráttur í framleiðslu OECD landa eftir þrjú ár eins og greinir að framan. Af þessu má draga þá ályktun að heildaráhrifin af lækkun olíuverðs eru ekki síður háð viðbrögðum stjórn- valda í ríkjum olíuframleiðenda og neytenda en olíumarkaðinum sjálf- um. Stjórnmálalegir óvissuþættir Ofangreindir könnunarreikningar voru gerðir á vegum OECD árið 1983 og frá þeim tíma hefur hagur OPEC ríkjanna farið mjög versnandi. Þriðja ástæðan fyrir því að menn treysta varlega á vaxandi velmegun á Vestur- löndum vegna lægra olíuverðs er óvissan um viðbrögð stjórnvalda bæði í ríkjum olíuframleiðenda og -neyt- enda. Þó er ljóst að mun líklegra er að olíuframleiðendur bregðist við minni tekjum með því að minnka útgjöld nú en það var fyrir þremur árum. Aætlað er að uppsafnaður olíuauður Saudi Araba hafi minnkað um helming síðan á árinu 1982 og viðskiptahalli þeirra nemur nú 0,3% af þjóðarfram- leiðslu allra OECD ríkja. Ef Saudi Arabar brygðust hart við og skæru niður útgjöld til að verja auðæfi sín yrði það eitt líklega nægilegt til að gera framleiðsluaukningu olíuinn- flytjenda að engu. Auk þess má ekki gleyma því að lægra olíuverð kemur til með að auka eftirspurn. OPEC ríkin framleiða nú um 45% af olíu í heiminum en vegna þess að framleiðendur utan OPEC starfa með fullum afköstum kæmi aukningin öll í hlut OPEC. OECD hefur áætlað að varanleg 30% verð- lækkun á olíu gæti aukið eftirspurn um 15-25% og þess vegna leitt til a.m.k. 33% framleiðsiuaukningar 26. febrúar 1986

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.