Vísbending - 25.02.1987, Side 2
VÍSBENDING
2
Hrávörumarkaður
Olíuviöskipti á alþjóðamarkaði
Intemational Petroleum Exchange
í London
Paö eru ekki einungis aðrir hrá-
vörumarkaðir í Bandaríkjunum sem
hafa orðið fyrir barðinu á mikilli
aukningu hjá NYME. IPE markaður-
í London sem þjónar m.a. Brent olíu-
svæðinu og stundum er kenndur við
það svæði er líka einn þeirra sem
hefur átt lítilli velgengni að fagna
undanfarið. Orsök þessa má vafalítið
rekja til þess að IPE hefur ekki tekist,
þrátt fyrir nokkrar tilraunir, að koma
af stað viðskiptum með hráolíusamn-
inga líkt og gert er á NYME. Eftir
mjög slæmt ár 1985 og erfiða byrjun
1986 hefur þó markaðnum tekist að
rétta við úr þeirri slæmu stöðu sem
hann var í. Hér má nefna tvennt til
sem helstu forsendur þess að mark-
aðurinn hef'ir náð sér á strik á ný.
í fyrsta lagv verða olíuframleið-
endur í Norðuujó að hafa slíkan
markað heima fyrir til þess að tryggja
eigin framleiðslu. Petta sýndi sig í
febrúar síðastliðinn þegar olíuverð
féll hvað örast. Þá viidu framieið-
endur frekar þola gjaldþrot en að búa
við þá óvissu fyrir fyrirtækin sem
fylgdi síbreytilegu olíuverði. Fyrir
stórfyrirtæki sem vinna olíu úr
Norðursjó þá er að mati flestra sér-
fræðinga nauðsynlegt að hafa Brent
markaðinn. Petta er m.a. vegna þess
að sú tegund samninga sem einna
helst þykir koma til greina að nota um
allan heim til tryggingar gegn verð-
breytingum er að mati sömu sérfræð-
inga ekki nógu góð. Hér er átt við svo
kallaðan West Texas Intermediate
(WTI) samning en það er einmitt
NYME sem býður upp á hann.
í öðru lagi þá má segja að mjög
mikilvæg breyting hafi átt sér stað
hvað varðar samsetningu þeirra sem
stunda viðskipti á Brent markaðinum.
Fyrir um tveimur árum voru uppi
raddir um að mun strangari lög þyrfti
að setja um þennan markað vegna
tíðra gjaldþrota ýmissa smærri fyrir-
tækja sem olíufyrirtækin gerðu samn-
inga við. í stað þess að bíða eftir að
slíkt gerðist má segja að stærstu olíu-
fyrirtækin sem vinna olíu úr Norður-
sjó hafi haft frumkvæðið að þeim
breytingum sem hér er verið að tala
um. Breytingin varsú að í stað þess að
gera viðskipti við marga smáa aðila þá
var horfið frá því og einungis eru nú
stunduð viðskipti milli stærri aðila á
markaðnum. Þannig má t.d. nefna að
einn stærsti aðilinn í dag er fyrirtækið
Morgan Stanley sem er þekkt fyrir
margs konar aðra starfsemi á alþjóða-
fjármagnsörkuðum en olíuviðskipti.
Þessi breyting má segja að hafi skipt
sköpum fyrir olíufyrirtækin vegna
þess hve miklu minni Iíkur eru á að
fyrirtækin sem þau skipta við verði
gjaldþrota, eins og áður sagði, en slíkt
var orðið nokkuð algengt þegar olíu-
verð fór að falla eins og það hefur
verið að gera undanfarið rúmt ár.
Auk þessa þá geta þessi fyrirtæki gert
mun stærri samninga við olíufyrirtæk-
in vegna þess hve fjársterk þau eru. A
Framhald af bls. 1_______________
ingu myntanna. í heild má segja að
helsta orsök þess að dollarinn hefur
haldið áfram að falla þrátt fyrir ýmsar
aðgerðir eins og t.d. þetta Baker-
Miyazawa samkomulagið má rekja til
þess að viðskipti Bandaríkjanna við
útlönd hafa lítið sem ekkert batnað
undanfarið auk þess sem bæði Japan
og Þýskaland hafa stöðugt neitað að
örva vöxt eigin hagkerfa eins og
Bandaríkin hafa sífellt farið fram á
við þau.
Tillögur um lausn þessa vanda
Sú þróun sem myndirnar sýna nær í
reynd langt til baka eða allt til þess
tíma þegar G-5 fundurinn átti sér stað
á seinni helming árs 1985 og sam-
þykkt var að stuðla að því að gengi
Bandaríkjadollar gagnvart helstu
myntum lækkaði. Nú er svo komið að
líklegt þykir að ftlndað verði á allra
næstu dögum eða vikum af sömu aðil-
um og þá funduðu og nú er vanda-
málið hvernig hægt sé að stöðva
áframhaldandi lækkun dollarans
gagnvart sömu myntum. Ýmsar til-
Iögur hafa verið settar fram hvað
þetta varðar eins og t.d. tillögur
Frakka sem útlistaðar eru hér á eftir í
grófum dráttum. Áður en slíkt verður
þó gert þá er rétt að benda á að
Bandaríkjamenn hafa nú í alllangan
tíma lagt á það áherslu að það sem
verði að koma til í löndum eins og
Japan og Vestur-Þýskaland sem hafa
hagstæðastan viðskiptajöfnuð, en
dollari hefur einmitt lækkað einna
mest gagnvart myntum þessara landa,
er að vextir verði lækkaðir með það
fyrir augum að örva innlenda eftir-
spurn í löndunum sem að mati Banda-
ríkjamanna hefur verið of Iítil til
þessa.
Að tilstuðlan franska fjármálaráð-
herrans E. Balladur hafa Frakkar nú
áform um að leggja fram nýjar tillögur
varðandi gengis- og gjaldeyrismál
sem þeir telja að geti leitt til meiri
stöðugleika á gjaldeyrismörkuðum en
verið hefur. Þær tillögur sem hér um
ræðir miðast við að taka upp mun
samtengdari stjórnun peningamála
almennt innan Efnahagsbandalags
Evrópu, eins og reyndar kveðið er á
um í upphaflega sáttmála bandalags-
ins, og þá sérstaklega innan landa
aðila evrópska gjaldeyriskerfisins. í
fyrsta lagi er um að ræða að taka upp
miklu samstilltari stjórnun peninga-
mál í formi nánara samstarfs seðla-
banka viðkomandi landa og þá sér-
staklega með tilliti til þess þegar
Gengisskráning nokkurra mynta gagnvart dollar
---------Seölabankinn......Wall Street Joumal
25. febrúar 1987