Vísbending


Vísbending - 25.02.1987, Qupperneq 3

Vísbending - 25.02.1987, Qupperneq 3
VÍSBENDING 3 sama tíma hefur vald stóru olíufyrir- tækjanna yfir smærri fyrirtækjum sem þau áttu viðskipti við á framvirkum mörkuðum minnkað. Þau fyrirtæki sem stóru olíufyrirtækin eiga nú við- skipti við eins og t.d. Morgan Stanley eru stærri og eru í mun betri aðstöðu til þess að gera ákveðnar kröfur á hendur olíufyrirtækjanna vegna þess hvað samningar milli aðila markaðar- ins hafa stækkað í sniðum frá því sem áður var. Þessi svo kölluðu Wall Street fyrirtæki eru olíufyrirtækjun- um þess vegna mun erfiðari viðfangs auk þess sem það hefur reynst ómögu- legt fyrir þau að spá í fyrirætlanir Wall Streetfyrirtækjanna. Það síðasta sem hér verður nefnt sem nýjung á þessum alþjóðaolíumarkaði er það að fyrirtæki eins og Morgan Stanley eru hætt að versla eingöngu með olíu- samninga en vilja nú einnig fá afhenta þá olíu sem þau hafa keypt með olíu- samningunum. Þetta er alger nýlunda og ekki það sem maður á að venjast hjá verðbréfafyrirtækjum almennt. Hafa áhrif OPEC dvínað undanfarið? Þeir sérfræðingar eru til í olíuvið- skiptum sem halda því fram að vald OPEC ríkja hafi dvínað allverulega frá því sem áður var þegar samtök- unum tókst einhliða að ákvarða olíu- verð eins og kreppa síðasta áratugar- ins sýndi svo glöggt. Hér má t.d. benda á sérfræðinga vikuritsins Argus Petroleum sem er sérrit um alþjóða- olíuviðskipti. Óneitanlega bendir ol- íuverðsþróunin á síðasta ári til þess að eitthvað slíkt hafi gerst þótt vafa- lítið megi segja að fleiri þættir hafi ráðið hér um. Þessir aðilar benda á eftirfarandi staðreyndir í þessu sam- bandi. í fyrsta lagi þá hafi þrátt fyrir meira en helmings lækkun húshitun- arolíu frá janúar til júlí 1986 eftir- spurn ekki aukist í beinu hlutfalli við þá lækkun. Vegna þessa þá hafi t.d. verið til um 2 miljónir tonna af óselj- anlegri húshitunarolíu þegar verðið var hvað lægst. í öðru lagi þá benda þessir sérfræðingar á að bresku raf- magnsveiturnar ákváðu á síðasta ári að brenna áfram kolum þrátt fyrir miklar lækkanir á olíu til húshitunar. Þetta kom gleggst í ljós þegar raf- magnsveiturnar gerðu samkomulag við British Coal í maí á síðasta ári um áframhaldandi kaup á kolum. Enda þótt taka megi undir þessi sjón- armið að hluta til þá eru þessi mál miklu flóknari en svo að hægt sé að halda því fram að áhrif OPEC hafi dvínað mikið. Um það bersamkomu- lag þeirra frá því í desember síðast- liðinn öll merki. En frá og með 1. febrúar síðastliðnum kom til fast verð á allri hráolíu sem seld er af OPEC ríkjum. Þetta verð var ákveðið á um- ræddum fundi og er nú 18 Banda- ríkjadollarar. Það sem ætla má að helst ráði um að þetta verð haldist mestan hluta þessa árs er sú staðreynd að flestar vestrænar þjóðir virðast álíta að 18 dollarar sé mun betra þ.e. æskilegra verð en t.a.m. 15 dollarar. Framhald á bls. 4 seðlabankar eru að grípa inn á gjald- eyrismarkaðina með því markmiði að annað hvort að varna frekara falli eða frekari hækkun viðkomandi myntar gagnvart öðrum myntum. í öðru lagi þá hafa Frakkar kynnt þá tillögu sína að einhvers konar viðmiðun verði notuð í gengisskráningu evrópsku myntanna innan evrópska gjaldeyris- kerfisins og að sett verði einhver efri og neðri mörk sem gengi þeirra mynta fái að valsa milli gagnvart bæði Bandaríkjadollara og japanska yen- inu. Hingað tii hafa Bandaríkjamenn verið algerlega andvígir öllum slíkum tillögum sem miða að því festa gengi gjaldmiðla. Nú hins vegar hefur fjár- málaráðherra Bandaríkjanna J. Baker látið hafa eftir sér að ef stjórnir Vestur-Þýskalands og Japans fáist til þess að örva vöxt efnahagskerfa þeirra þá muni Bandaríkin fallast á einhvers konar viðmiðunarbil sem gengisskráning dollara, marks og yens skuli miðast við. Hugmyndin er þá sú að ef gengisskráning myntanna fer að nálgast efri eða neðri mörkin þá muni seðlabankar viðkomandi landa hlut- ast til með það á alþjóðagjaldeyris- markaði í þeim tilgangi einum að leið- rétta gengisskráninguna. En það þarf fleiri til en bara Bandaríkin og Frakkland til þess að samkomulag náist. Þannig hafa stjórnvöld í Vestur- Þýskalandi ekki talið ráðlegt að örva of mikið inn- lendan hagvöxt umfram það sem nú þegar hefur verið gert. Seinni hluta janúar síðastliðin voru t.a.m. for- vextir lækkaðir þar í landi auk svo kallaðra Lombard vaxta um 0,5%. Varkárni þýskra stjórnvalda endur- speglar vel niðurstöður síðasta árs en þá jókst peningamagn í umferð um- fram það mark sem seðlabankinn setti fyrir árið. Sú hætta sem slík þennsla getur skapað, í formi verðbólgu, veldur ráðamönnum þar í landi lang mestum áhyggjum og er aðal ástæðan þess að ekki hefur verið tekið betur undir kröfu Bandaríkjamanna. Annars er það athyglisvert að nú eftir nærri tvö mjög róstursöm ár á alþjóðagjaldeyrismörkuðum virðist Ioksins sem tillögur Frakka um stjórn- un gengis- og gjaldeyrismála almennt séu nú farnar að fá meiri og betri undirtektir en áður. Tillögur Frakka hafa eimitt lengi verið þær að þörf sé á mun ákveðnari stjórnun á alþjóða- gjaldeyrismörkuðum. Sá fundur sem nú er framundan hjá fjármálaráð- herrum helstu iðnríkja mun án efa verða afdrifaríkur því óbreytt ástand er það sem allar þjóðirnar sem hlut eiga að máli telja að verði að breytast. Það sem slíkur fundur getur ekki leyst en má þó ljóst vera að verður að breytast er það að hallinn á fjárlögum Bandaríkjanna getur ekki haldist áfram eins og verið hefur. Þar er tví- mælalaust breytinga þörf. í annan stað þá er það einnig umhugsunarefni hvers vegna óhagstæður viðskipta- jöfnuður Bandaríkjanna skuli ekki hafa lagast en hallinn á honum ætti samkvæmt flestum hagfræðikenning- um að hafa minnkað með lækkandi gengi dollarans. Það sem svo hins vegar er einnig ljóst og rætt hefur verið um hér í Vísbendingu áður er það að hallinn á viðskiptum Banda- ríkjanna er að stórum hluta til ekki bara við hinar svokölluðu vestrænu þjóðir heldur einnig svokallaðar „newly industrializing countries“ sem margar hverjar hafa kosið að festa gengisskráningu eigin mynta við Bandaríkjdollara með þeim afleið- ingum að sumar þeirra eru allt of lágt skráðar á alþjóðagjaldeyrismörkuð- um. Þessi hluti vandans verður ekki leystur með fundi svokallaðra fimm eða sjö helstu iðnríkja heims heldur þarf til að koma nánari samvinna þeirra ríkja sem hér eiga hlut að máli. 25. febrúar 1987

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.