Vísbending


Vísbending - 06.01.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.01.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 1.6 6.JANUAR1988 Iðnríkin: Útlit fyrir heldur hægari hagvöxt á árinu, en svipaöa veröbólgu Áhrif veröhrunsins 19. október Um miðjan desember s.l. höfðu verðvísitölur hlutabréfa fallið veru- lega um allan heim frá því að þær voru hæstar, í lok september. Fallið nam 13% í Japan, 27% í Bandaríkj- unum, 30-35% á stærstu mörkuðum í Evrópu og 45-50% á sumum mörkuð- um í Austurlöndum fjær. Tengslin á milli hlutabréfaverðs og hagvaxtar eru engan veginn ljós, en þó má búast við einhverjum samdrætti í bæði neyslu og fjárfestingu og þar með hagvexti ef einstaklingar og fyrirtæki verða varkárari, auka sparnað, skera niður útgjöld og fresta fjárfestingum. Ef að líkum lætur ættu þessi áhrif að verða magnaðri í Bandaríkjunum en annars staðar vegna þess hve hluta- bréfaeign er þar almenn. Á hinn bóginn er einnig á það að líta, að verðvísitölur hlutabréfa eru víða svipaðar um þessar mundir og þær voru fyrir ári síðan og af þeim sökum er ef til vill ekki ástæða til að óttast víðtækar afleiðingar af verð- hruninu. Par að auki hafa stjórnvöld víða brugðist fljótt við þeirri sam- dráttarhættu sem felst í verðhruninu og hagað stjórn peningamála með viðeigandi hætti, þ.e. stuðlað óbeint að lækkun vaxta. Engu að síður er nú almennt búist við heldur hægari hag- vexti á árinu 1988 en átti sér stað 1987. Hagvöxtur í OECD ríkjunum er hagvöxtur tal- inn verða 2.5% að meðaltali á þessu ári, en áætlað er að hann hafi orðiö 2.9% árið 1987. í Bandaríkjunum er talið að lækkað gengi dollarans örvi útflutningsframleiðslu og þar með hagvöxt, þótt ekki muni það vega upp samdrátt vegna minni heildareftir- spurnar í kjölfar verðhrunsins. Hag- vöxtur er því áætlaður heldur minni á þessu ári en á því síðasta, eða 2.4% á móti 2.8%. í Japan hefur hagvöxtur verið með ólíkindum mikill á seinni helmingi seinasta árs þegar fall doll- arans er haft í huga. Japanskir útflytj- Hagvöxtur Áætluð þjóðarframleiðsla % breyting frá fyrra ári 1987 1988 Bandaríkin Japan Þýskaland Frakkland Italía Bretland Kanada Spánn Ástralía Kórea Taiwan OECD 2,8 4,0 1,5 2,0 2,8 4,0 3,7 3,8 4,2 12,5 10,5 2,9 2,4 3,6 1,6 1,8 2,2 2,3 2,6 3,0 2,5 10,0 7,5 2,5 Heimild: World Financial Markets Morgan Guarantee Trust Company endur munu hafa stillt sig nú þegar inn á gengi sem svarar til 120 yen í dollar, en um þessarmundirergengið 125 yen í dollar. Því er búist við að minna dragi úr hagvexti á þessu ári en mátt hefði ætla og að hann verði 3.6% samanbor- iö við 4.0% á því síðasta. í Evrópu er ríkjandi meiri svartsýni en í Japan að mati Morgan Guarantee Trust. Búist er við að hagvöxtur minnki úr 2.3% að meðaltali 1987 í 1.9% á þessu ári, en fyrir verðhrunið var almennt búist við 2.2% hagvexti á árinu 1988. í þessu sambandi er bent á að þrýstingur á Þjóðverja til að örva eftirspurn heima fyrir hafi ekki borið fullnægjandi árangur, en gæti orðið til þess að ýta á eftir meiri samræmingu í hagstjórn Evrópulandanna eða á uppstokkun innan Evrópumyntkerfisins. Veröbólga Víðast hvar er búist við svipaðri verðbólgu á árinu 1988 og hún reyndist vera á árinu sem leið. Framan af síð- asta ári voru uppi áhyggjur bæði í Jap- an og Evrópu af hækkandi verðbólgu, en lækkun dollaraverðs og lítilsháttar lækkun olíuverðs upp á síðkastið hef- ur dregið úr þeim áhyggjum. í Banda- Veröbólga Áætluð í desember 1987 fyrir bæði árin 1987 1988 Bandaríkin Japan Þýskaland Evrópa OECD 4,4 1,0 1,0 2,9 3,2 4,8 1,1 1,0 2,7 3,3 Heimiid: Worid Financial Markets Morgan Guarantee Trust Company ríkjunum hafa menn áhyggjur af áhrif- um gengissigs dollars á verðlagið og hækkun launakostnaðar nú þegar atvinnuleysi er með minna móti. Á hinn bóginn hefur hóflegri launaþróun á seinasta ári en búist var við ásamt vaxandi framleiðni dregið úr áhyggj- um manna varðandi verðbólgu á þessu ári. Eftir sem áður er búist við að verð- bólgan í Bandaríkjunum verði talsvert fyrir ofan það sem gengur og gerist í OECD löndunum og eilítið hærri en hún var á síðasta ári, eða 4.8%. Efni: Hægari hagvöxtur, svipuð verðbólga en 1 Spá um þróun helstu gjaldmiðla 2 Leitirt að föstum punkti 2-3 Aðhald í peninga-málum 4 397067

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.