Vísbending


Vísbending - 17.02.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 17.02.1988, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 7.6 17. FEBRÚAR1988 Spánn: Aðildin að EB farin að segja til sín Nú eru rétt tvö ár síðan Spánn gerðist aðili að Evrópubandalag- inu og þótt aðlögunartími standi enn yfir má þegar merkja mikilvægar breytingar í efnahags- lífinu. Hagvóxtur hefur aukist og verðbólga minnkað, og atvinnu- lífið stendur á þröskuldi endur- skipulagningar. Á hinn bóginn fer vöruskiptajöfnuður nú versnandi og atvinnuleysi er enn mjög mikið. Helstu hagstærðir Á s.l. ári var hagvöxtur á Spáni 4.3% og var það meiri vóxtur en í nokkru öðru landi innan EB. Er búist við eilítið minni hagvexti á þessu ári, eða rúmlega 3%, sem þó yrði líklega heldur meiri en í hinum EB löndunum að meðaltali. Verðbólga hefur minnkað veru- lega á fáum árum og reyndist vera 5.3% á 6.1. ári. Reiknað er með áframhaldandi hjöðnun verðbólgu á þessu ári og því næsta. Innganga Spánar í janúar árið 1986 hafði í för með sér miklar tollalækkanir og má telja að þær hafi orðið til þess að auka veru- lega vöruinnflutning. Vöruskipta- hallinn næstum því tvöfaldaðist á síðasta ári og kom þar bæði til aukin eftirspurn neytenda og fyrir- tækja, sem eru að tileinka sér nú- tímalegri framleiðsluaðferðir. Á móti þessu vógu auknar tekjur af þjónustuútffutningi, einkum vegna mikils ferðamannastraums. Við- skiptajöfnuður varð því hagstæður um 0.7% af landsframleiðslu, en á þessu ári er búist við að hann verði óhagstæður um 0.5%. Atvinnuleysi er það sem helst % Landsframleiðsla -aukninq frá fvrra ári- __. 'Áætíun "Spá 4-3- ^^)ECD Spánn/ .................. ......... 1- ""•... 19 12 83 8 4 8 5 86 8 7* 88" 8 9" ^\S Verc -aukning Dánn uoiga rá fyrra ár - \ 4- OECD \ 19! !3 8 4 85 86 87* 88" £ 9" þjakar Spánverja um þessar mund- ir, en það er liðlega 20% og næst- um helmingi hærra en meðaltalið innan Evrópubandalagsins. Tals- vert mikil aukning atvinnutæki- færa vekur vonir um bjartari tíma en enn um sinn er ekki búist við minnkun atvinnuleysis, þar sem vænta má vaxandi atvinnuþátttöku t.d. kvenna. Endurskipulagning atvinnulífs- ins Fyrir inngöngu í EB gætti tals- verðrar svartsýni um að spönskum fyrirtækjum tækist að standast samkeppni við hin aðildarríkin, en þó voru þeir til sem töldu Spán- verja standa vel að vígi vegna til- tölulega lágs launakostnaðar. Nú að tveimur árum liðnum virðist ljóst að iðnfyrirtæki hafa tekið sig verulega á. Um þetta vitna tölur um meiri framleiðslu og fjárfest- ingu, aukinn fjölda starfa og hærri ágóða en áður. Eftir áralanga stöðnun jókst framleiðsla um 3% árið 1986 og líklega rúmlega það 1987; fjárfesting jókst um 14% —. Efni: Spánn: Aðildin að EB farin að segjatilsín 1-2 Starfsemi fjárhæla 1: um markmið fjárhæla og hið svissneska bankakerfi 2-4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.