Vísbending


Vísbending - 17.02.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 17.02.1988, Blaðsíða 2
VISBENDING 1986 og um svipað í fyrra. Almenn bjartsýni ríkir nú hjá iðnfyrirtækj- um um að einn heimamarkaður Evrópubandalagsins árið 1992 eigi eftir að koma þeim til góða. Á tilteknum sviðum hefur þó komið í ljós að verulegra endur- bóta er þörf, t.d. í kola- og olíu- framleiðslu og á sviði fjarskipta, en allar þessar greinar eru meira og minna undir umsjón ríkisins. Aðildin að EB hefur krafist endur- skipulagningar á þessari starfsemi og þótt ekki sé haft eins hátt um einkavæðingu hjá sósíalistastjórn- inni á Spáni eins og víða annars staðar, má engu að síður sjá merki hennar, t.d. með sölu bílafyrir- tækisins Seat. Það fyrirtæki seldi ríkið Volkswagen árið 1986 og hefur bein erlend fjárfesting auk- ist töluvert síðan þá, eða næstum tvöfaldast. Aukin samkeppni erlendis frá hefur einnig ýtt undir samruna fyr- irtækja og hafa stjórnvöld hvatt mjög til þess. Frægt er nýlegt dæmi úr bankageiranum þar sem Viðskiptajöfnuður Milljarðar dollara 1983 84 einn stærsti banki Spánar gerði til- raun til að yfirtaka annan af stærstu bönkunum með hvatningu frá stjórnvöldum, en með and- stöðu frá ýmsum úr fjármálaheim- inum. Sú tilraun fór raunar út um þúfur, en ljóst er að skilningur fer vaxandi á því að eigi spönsk fyrir- tæki að standast aukna samkeppni verða rekstrareiningarnar að stækka. Umræddur banki hefur nú nýverið yfirtekið annan stóran banka og stjórnvöld hafa tjáð hinum bönkunum að þeir verði að sameinast eða eiga ella á hættu að erlendir bankar yfirtaki þá. Spánskir bankar höfðu vanist því að ríkið kæmi þeim til aðstoðar ef illa færi og á milli þeirra ríkti þegjandi samkomulag um skipt- ingu markaðarins. Fyrir um ári síðan voru vextir gefnir frjálsir á innlánum til skamms tíma og það ásamt tilkomu erlendra banka hefur nú gjörbreytt þessari starfs- aðstöðu. Heimildir: ,,Financial Times" o$ ,,the Economisl". Dr. Mikael M. Karlsson Starfsemi fjárhæla I: um markmið fjárhæla og hið svissneska bankakerfi Fjárhæli eru mörg og margvísleg (sjá „Fjárhæli á íslandi?" í Vís- bendingu 23. desember 1987); en í stórum dráttum þjóna þau þrenns konar tilgangi: öryggi, leynd og undanskoti frá skatti. Þessi mark- mið skarast í reynd, en samt er skynsamlegt að greina á milli þeirra. Flest fjárhæli einbeita sér að einu þessara markmiða og leggja þá minni áherslu á hin, og slíkur áherslumunur hefur auð- vitað lykiláhrif á starfsemi þeirra. Undanskot frá skatti sem mark- mið í sumum löndum eru fjárhæli einkum rekin sem skattaskjól. Þau lönd skattleggja fjárfestingar og tekjur af þeim í mesta hófi eða alls ekki. Þetta laðar fjármagn að frá löndum þar sem slík skattheimta er þyngri. Hófleg skattheimt á fjárfesting- ar og arð af þeim samrýmist ágæt- lega kröfum um öryggi og leynd. Bankaleynd er reyndar oftar en ekki nauðsynleg forsenda undan- skots frá skatti, vegna þess að mörg ríki skattleggja, eða reyna að skattleggja fjárfestingar og arð þegna sinna, sama hvar þessir fjár- munir kunna að vera niður komn- ir. Þá er til lítils fyrir mann að koma fé sínu í útlent skattaskjól nema upplýsingum um féð sé haldið leyndum frá skattayfirvöld- um í heimalandi hans. Pó er það svo, að þau fjárhælislönd sem leggja vægasta skatta á fjármuni, eru oft veikust á sviði öryggis og bankaleyndar. Skattar eru þar vægir til þess að laða að erlent fé þrátt fyrir þessa annmarka. Sviss og Lúxemburg eru meðal fjár- hælislanda sem leggja á frekar háa skatta, en á Bahama- og Cayman- eyjum eru engir skattar lagðir á fjármuni í bönkum og arð af þeim. Bankaleynd og enn frekar öryggi sem standa undir nafni krefjast átaks og stöðugrar árvekni. Einföldu skattaskjóli er hins vegar unnt að koma í kring með einu pennastriki. Öryggi sem markmið Margir nota fjárhæli vegna þess að fé þeirra er ekki óhult í heima- landi þeÍFra. Það getur verið vegna innanlandsóróleika eða stríðs- hættu. Ástæðan getur líka verið óstöðugt efnahagslíf, til dæmis fallvaltur gjaldmiðill, verðbólga eða óreiða í stjórnun banka og fjárfestingarfélaga.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.