Vísbending


Vísbending - 02.03.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 02.03.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 lendar lántökur og tekjur fyrir- tækja um 290 milljónir, lækka er- lendar lántökuheimildir fjárfesting- arlánasjóða um 300 milljónir og beina þeim tilmælum til fiskveiða- sjóðs að hann fresti lánveitingum, og til sveitarfélaga að þau dragi úr framkvæmdum. í þessu felast aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og er ætlað að hamla gegn við- skiptahalla og erlendri skuldasöfn- un. Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar og tilmæli eru á hinn bóginn til þess fallnar að draga úr aðhaldi. Raunvextir á spariskírteinum ríkis- sjóðs eiga að lækka og forvextir ríkisvíxla eiga að lækka um 1%, auk þess sem Seðiabankinn mun lækka eigin vexti í viðskiptum við innlánsstofnanir um 2%. Fella á niður launaskatt í sjávarútvegi og samkeppnisgreinum iðnaðar frá 1. júlí, endurgreiða á uppsafnaðan söluskatt sem nemur 587 milljónum og skuldbreytingar eiga að létta greiðslustöðu sjávarútvegsfyrir- tækja um 370 milljónir á árinu. Það er vandséð hvernig þessar aðgerðir í heild sinni eiga að verða til þess að hamla gegn þenslu og verðbólgu í kjölfar samninga upp á 14-15% launahækkanir, á sama tíma og þjóðartekjur standa vænt- anlega í stað. Þó er verðbólgan sögð vera höfuðorsök þess efnahagsvanda sem við er að etja. Verðbólga á íslandi og í öðrum löndum í grein eftir dr. Þorvald Gylfason hér á eftir kemur fram að ísland hafnar í 10. sæti á lista yfir lönd þar sem verðbólga var mest árin 1980- 85. Þorvaldur sýnir einnig fram á að þessi lönd eigi það flest sameigin- legt að vera stórskuldug og bui við neikvæðan hagvöxt. Hann dregur þá ályktun að verðbólga og skulda- söfnun hafi tilhneigingu til að magna hvor aðra og að líkur bendi til að há verðbólga dragi úr hag- vexti. í hverju felst þá sérstaða íslands? Varla er það náttúrulögmál að hér skuli ávallt vera mörgum sinnum hærri verðbólga en í viðskiptalönd- um okkar. Ekki dugir heldur að bera fyrir sig að við metum fullt atvinnustig svo mikils, að við séum reiðubúin að greiða fyrir það með verðbólgu, þar sem mörg dæmi eru um lítið sem ekkert atvinnuleysi ásamt lítilli sem engri verðbólgu. Svarið er út af fyrir sig einfalt. Hér er aðhaldsleysi meira en gengur og gerist. Stjórnvöld láta gjarnan und- an kröfum um betri kjör, án þess að vera borgunarmenn fyrir því. Þau gera þetta beint gagnvart fyrirtækj- um sem fara fram á lægri vexti og lægra gengi og óbeint þar með gagnvart kaupkröfum. I síðasta tölublaði Vísbendingar var grein um efnahagsmál í Noregi, sem er forvitnileg í þessu sam- bandi. Norðmenn voru orðnir veru- lega háðir olíuútflutningi þegar olíuverð féll skyndilega 1986. Við- skiptajöfnuður sem hafði verið verulega hagstæður allt frá 1980 varð allt í einu óhagstæður um 7% af þjóðarframleiðslu og er 5% um þessar mundir. Verðbólgan sem hafði verið á niðurleið frá 1981 og var komin niður í 6% 1985 jókst nú aftur og er komin í um 8%. Þetta þykir Norðmönnum fullmikið, enda 5-6% hærri verðbólga þar en í helstu viðskiptalöndum þeirra, og leggja nú allt kapp á að ná verð- bólgunni niður. Þetta gera þeir annars vegar með því að halda fast við stefnuna um stöðugt gengi og hins vegar með því að standast þrýsting um að lækka vexti. Vextir eru þar óvenjulega háir um þessar mundir og talsvert kvartað yfir þeim, en það mun vera staðfastur ásetningur stjórnvalda að stuðla ekki að lækkun vaxta eins og nú árar. Verðbólguhorfur Ríkisstjórnin hefur látið reikna út verðbólguhorfur næstu 12 mánuða og á von á að verðbólgan verði um 15% frá upphafi til loka ársins. Er þá tekið mið af gerðum kjarasamn- ingum við Verkamannasambandið og ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Það er útaf fyrir sig umhugsunarefni, að stjórnvöld skuli gera sig ánægð með verð- bólgu, sem er um fimm sinnum hærri en gengur og gerist í við- skiptalöndunum. Greinilegt er að sú bjartsýni sem áður ríkti um að stöðugra verðlag væri í vændum, hefur nú vikið fyrir verðbólguvæntingum, sem almennt eru tæplega undir 20% um þessar mundir. Afskipti ríkisvalds af kjarasamningum, sem hefur falið í sér fyrirgreiðslur af ýmsu tagi, hef- ur áður slegið á verðbólgu og vakið vonir um bjartari tíma. Sú aðferð er þó stöðugt ólíklegri til að hafa áhrif, jafnvel til skamms tíma litið, á meðan ekki er vegið að rótum verðbólgunnar. Dr. Þorvaldur Gylfason Reynsla íslands og annarra verðbólgulanda Verðbólga er ekki séríslenzkt fyrirbrigði. Margar aðrar þjóðir eiga við mikla verðbólgu að etja. Reynsla þessara þjóða er forvitni- leg fyrir okkur íslendinga, því að hún getur varpað ljósi á ýmsar hlið- ar verðbólguvandans hér á landi. (sland í tíunda sæti Alþjóðlegur samanburður sýnir, að ísland hafnar í 10. sæti á lista yfir þau lönd, þar sem verðbólga var mest árin 1980-85 (sjá töflu). Bólivía átti heimsmetið; þar var verðbólgan 611% á ári að meðaltali þetta tímabil. Verðbólgan hér var hins vegar 48% á ári að meðaltali. Meðalverðbólga í verðbólgu- löndunum tíu var 165% á ári þessi ár, en 13% á ári í öllum löndum heims á sama tímabili.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.