Vísbending


Vísbending - 02.03.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 02.03.1988, Blaðsíða 3
V1SE3END1NG 3 ísland á ekki margt annað sam- eiginlegt með þessum löndum. Öll nema ísrael eru þau fátæk á okkar mælikvarða, sum bláfátæk (Ghana og Síerra Leóne í Afríku, Bólivía og Perú í Suður- Ameríku). Önnur eru í milliflokki með þjóðartekjur nálægt meðaltali heimsins alls (Argentína og Mexíkó). Næstrík- astir á verðbólgulistanum eru ísra- elsmenn og eru þó ekki hálfdrætt- ingar á við íslendinga. Aðrir mæli- kvarðar á lífskjör, svo sem langlífi, lestrarkunnátta og orkunotkun, segja svipaða sögu. Pað vekur athygli, að engin þjóð- anna á listanum hefur búið lengi við stöðugt stjórnarfar og engin þeirra á sér langa lýðræðishefð, að íslend- ingum og ísraelsmönnum einum undanskildum. Allar hinar þjóðirn- ar hafa þvert á móti búið við fáræðisstjórn eða jafnvel einræði annað veifið síðustu áratugi. Flest- ar þeirra hafa mátt þola miklar sviptingar í stjórnmálum. Neikvæður hagvöxtur Það er líka eftirtektarvert, að þjóðartekjur á mann drógust sam- an í öllum löndunum tíu nema ísra- el þetta tímabil, 1980-85. Þjóðar- tekjur á mann á íslandi minnkuðu til dæmis um næstum 1% á ári að meðaltali þessi ár. Meðalsamdrátt- ur þjóðartekna á mann í löndunum tíu var 2,2% ári, en þjóðartekjur á mann jukust hins vegar um 0,3% á ári í heiminum öllum að meðaltali á sama tímabiii. Þetta er mikill munur. Nú er þessi samanburður að vísu ekki óræk sönnun þess, að verð- bólga hljóti að hafa dregið úr hag- vexti í þessum löndum. Hagvöxtur ræðst af mörgum þáttum, ekki að- eins framleiðsluskilyrðum, heldur líka veðurfari, stjórnmálaástandi og mörgu fleira. Mikil verðbólga getur til dæmis hamlað á móti hag- vexti með því að draga úr sparnaði og fjárfestingarafköstum og með því að auka óvissu og slæva þannig framkvæmdavilja fyrirtækjanna. Þannig er hægt að túlka hagvaxtar- tölurnar í töflunni á þann veg, að þær renni stoðum undir þá skoðun, að verðbólga dragi úr hagvexti. Úr þessu verður þó ekki skorið nema með vandlegri tölfræðirannsókn, svo að óyggjandi sé. Það bíður. Skuldasúpa Það er ekki síður eftirtektarvert, að allar verðbólguþjóðirnar eru stórskuldugar við umheiminn. í töflunni er að finna þrjú skuldug- ustu lönd heims (Argentínu, Brasi- líu og Mexíkó); meira en fjórðung allra erlendra skulda þróunarlanda má rekja til þessara þriggja landa. Hlutfall erlendra skulda Brasilíu og Mexíkó af landsframleiðslu þeirra er að vísu ekki langt frá meðaltali heimsins alls, en þá er þess að gæta, að útflutningur þessara landa er mjög lágt hlutfall af þjóðarfram- leiðslu þeirra. í þessu felst, að hlutfall erlendra skulda af útflutn- ingstekjum Brasilíu og Mexíkó er langt yfir heimsmeðaltali. Skulda- hlutfall íslands var langt yfir meðal- tali þriðjaheimsríkjanna í árslok 1985 og er það enn, en fer lækk- andi. Er það tilviljun ein, hversu skuldug verðbólgulöndin eru? Varla. Verð- bóiga eykur viðskiptahalla og er- lendar skuldir að öðru jöfnu. Skuldasöfnun erlendis eykur inn- streymi fjár til lands og kyndir þannig undir peningaþenslu og verðbólgu. Þess vegna hafa verð- bólga og skuldasöfnun tilhneigingu til að magna hvor aðra. Niðurstaða Tvær höfuðályktanir virðist því mega draga af reynslu verðbólgu- landanna tíu, sem lýst er í töflunni: * Það virðist líklegt, að verð- bólga hafi dregið verulega úr hag- vexti í þessum löndum undangeng- in ár, enda dróst þjóðarframleiðsla á mann saman 1980-85 alls staðar nema í ísrael, þótt hún yxi í heim- inum í heild. Þó er hugsanlegt, að þessi munur eigi sér aðrar skýring- ar. * Verðbólga virðist hafa þyngt erlenda skuldabyrði eins og vænta mátti, bæði með því að ýta undir skuldasöfnun og með því að draga úr hagvexti, enda eru mörg verð- bólgulöndin meðal hinna skuldug- ustu í heimi. Af þessu hvoru tveggja má ráða, hvernig varanleg verðbólga ógnar lífskjörum almennings, þegar frá líður, og er þá ekkert um það sagt, hvernig verðbólga raskar tekju- og eignaskiptingu með ranglátum afleiðingum. Reynsla tíu verðbólgulanda 1980-85 Verðbólga Lífskjör Hagvöxtur Skuldir (% á ári) ($ á mann) (% á ári) (% af VLF) 1. Bólivía 611 700 -5.2 87 2. Argentína 323 2000 -3,7 55 3. Israel 195 4300 0,3 76 4. Brasilía 149 1300 -2,1 41 5. Perú 102 700 -3,1 93 6. Mexíkó 61 2000 -0,9 44 7. Ghana 56 400 -6,1 31 8. Nígaragúa 54 1000 -0,7 141 9. Síerra Leóne 52 250 - 47 10. Island 48 9100 -0,8 51 Meðaltal 165 2200 -2,2 67 Til samanburðar: Heimsmeðaltal 13 2400 0,3 43 Heimild: The Economist, The Worid in Figures, 1987. Verðbólga er meðai- hækkun neyziuverðiags á ári 1980-85. Lifskjör eru metin í þjóðartekjum á mann í Bandaríkjadollurum 1985. Hagvöxtur er meðalbreyting vergrar lands- framleiðslu á mann á ári 1980-85. Skuldir eru hlutfall erlendra langt- ímaskulda opinberra aðila af vergri landsframleiðslu i árslok 1985. Heims- meðaltal skuldahlutfallsins á við þróunarlönd eingöngu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.