Vísbending


Vísbending - 16.03.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.03.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING hinni auknu samkeppni sem óhjá- kvæmilega kemur í kjölfar “sameigin- lega markaðarins“. Bankar hafa þurft að lúta mjög ströngum fyrirmælum og hafa þess vegna ekki getað aukið fjöl- breytni í þjónustu. T.d. hafa þeir þar til nýlega ekki mátt lána til lengri tíma en 18 mánaða og skammt er síðan seðla- bankinn beitti beinum útlánatak- mörkunum. Ennþá beitir hann stund- um beinni vaxtastjórnun ef svo ber undir. Þá eru í gildi ströng lög um opn- un útibúa með þeirri afleiðingu að útibú eru þar hlutfallslega helmingi færri en í Bandaríkjunum og Bretlandi. ítalskir bankar, sem eru um 1.100 talsins og yfirleitt fremur smáir, eru flestir í ríkiseign (80%). Framleiðni er þar lág og t.d. hefur meðalútibú helm- ingi fleira starfsfólk en önnur lönd. Þjónusta þykir þar léleg og greiðslumát- ar frumstæðir. Meðal Itali notar árlega aðeins 22-svar aðrar greiðsluaðferðir en reiðufé og aðeins 1% þeirra fer fram með greiðslukortum. Hlutabréfamarkaðurinn hefur vaxið ört á fáum árum, en er engu að síður mun minni en í öðrum stærri iðnríkjum. Aðeins um 200 fyrirtæki eru á lista og jafnvel þótt tvær og hálf milljón fjöl- skyldna eigi hlutabréf er meirihlutinn í eigu tiltölulega fárra þeirra. Ströng vinnulöggjöf og mikið atvinnuleysi________________________ Á Ítalíu er atvinnuleysi mest af sjö stærstu iðnríkjunum,eðaum 12%. Þeg- ar litið er nánar á atvinnuleysistölurnar kemur í ljós að um 19% kvenfólks er atvinnulaust og 40% þeirra sem eru yngri en 24 ára. Mikill munur er á atvinnuleysi eftir landshlutum, því í norðurhluta landsins eru aðeins 2% karla 30 ára og eldri atvinnulausir; í suðurhlutanum er hins vegar 65% kvenna undir 20 ára aldri atvinnulausar. Á hinn bóginn má búast við því að þess- ar tölur séu aðeins ýktar vegna þess hve umfang svarta markaðarins er mikið. Strangar reglur gilda um ráðningu og uppsögn starsfólks og eiga þær eflaust sinn þátt í miklu atvinnuleysi á meðal kvenna og ungs fólks. Fyrirtækjum er gert erfitt fyrir með að segja upp starfs- fólki og ákveðin fyrirmæli gilda um ráðningu. Atvinnulausum er raðað í forgangsröð, sem ræðst af því hversu lengi viðkomandi hefur verið án vinnu og einnig eftir því hversu marga hann hefur á framfæri. Þetta leiðir síðan til þess að ungt fólk og konur verða útund- an. Á hinn bóginn hafa samskipti á milli vinnuveitenda og launþega batnað verulega á undanförnum árum. ftalía var fræg fyrir tíð verkföll hér á árum áður, þegar 130 milljónir vinnustunda töpuðust að meðaltali á ári. Nú á sein- ustu árum hafa tapaðar vinnustundir verið 40 milljónir árlega. Talið er að þessi minnkun eigi rætur sínar að rekja til aukins ótta um atvinnuleysi og einnig til dræmari þátttöku í verkalýðsfélög- um. Þá hafa launasamningar færst í auknum mæli til fyrirtækjanna sjálfra og laun taka í ríkari mæli en áður mið af afkomu fyrirtækja. Hnignandi áhrif verkalýðsfélaga er vinnuveitendum þó síst að skapi. Starfs- menn í opinberri þjónustu halda því gjarnan fram að verkalýðsfélögin hafi brugðist og hafa nú tekið sig saman í litlum hópum. Þetta hefur m.a. gerst á sviði samgangna og leitt til verkfalla sem hafa lamað samgöngur á Ítalíu. Telja vinnuveitendur sér nú best borgið með því að styrkja verkalýðsfélög svo hægt sé að gera bindandi samninga á breiðum grundvelli. EBveitir aðhald Almennt er talið, að aðildin að Efna- hagsbandalaginu árið 1958 og þátttaka í Evrópumyntkerfinu árið 1979 hafi verið Ítalíu einkar hagstæð. Hvort tveggja varð til þess að veita ítölskum iðnfyrir- tækjum nauðsynlegt aðhald. Nú er búist við að sameiginlegi markaðurinn, sem á að verða að veruleika árið 1992, muni veita enn frekara aðhald og hvetja til meiri framleiðni, auk þess sem þá verði ekki undan því vikist að minnka ríkis- sjóðshallann. Á hinn bóginn eru þeir sem þekkja vel til ítalskra stjórnmála ekki ýkja bjartýnir á að aðlögunin gangi fljótt og vel fyrir sig. Stjórnmálaástand hefur verið afar ótryggt allt frá stríðslokum og er enn, og því gæti reynst erfitt að ná samkomulagi um nauðsynlegar grund- vallarbreytingar á hagkerfinu. ÞR01IN KAUP- MÁTTAR; HFGOR VÖXIDR SÍÐ- USTU25ÁR SimðurJófimssoii_________________ Samkvcemt könnun Kjararannsóknar- nefndar jókst kaupmáttur greidds tíma- kaups Alþýðusambandsfólks um tœp 35% frá 1. ársfjórðungi 1984 til 3. árs- fjórðungs 1987. En er slíkt kaupmáttar- stökk dæmigert fyrir síðustu áratugi? Eru líkur á að kaupmáttur haldi áfram að aukast? Kaupmáttur greidds mánaöarkaups____________________ Á 1. mynd sést kaupmáttur greidds mánaðarkaups (þ.e. dagvinnukaups með bónus) á höfuðborgarsvæðinu síð- ustu 25 ár samkvæmt athugun Kjara- rannsóknarnefndar. Kaupmátturinn er sýndur í þúsundum króna á verðlagi í febrúar 1988. Það sem vekur e.t.v. mesta athygli er hve kaupmáttur hefur í raun vaxið lítið. Frá 1963 til 1987 jókst kaupmáttur dagvinnukaups iðnaðar- manna um 58% og verkamanna um 42%. Frá 1966 til 1987 jókst kaupmátt- ur greidds dagvinnukaups verkakvenna um 34%. Kaupmáttur iðnaðarmanna hefur vaxið um 1,9% á ári, kaupmáttur verkakarla um 1,5% og verkakvenna 1,4%. Þegar litið er til þess að ferlarnir hefjast í Iægð og enda í uppsveiflu verð- ur ársvöxturinn minni. Þannig er senni- lega nær lagi að segja að kaupmáttur þessara stétta hafi vaxið um rétt liðlega 1% á ári undanfarinn aldarfjórðung. En þróunin er ekki samfelld. Kaupið virðist hafa hækkað meira fram til 1974 en síðan. (Þetta á einkum við um heild- arkaup, sbr. hér á eftir). Þessi skil má einnig sjá í flestum viðskiptalöndum íslendinga, en 1973-1974 hófst olíu- kreppan á Vesturlöndum. Þá má sjá 4 stórar sveiflur í kaup- mætti á mynd 1. Kaupmátturinn er vax- andi fram til 1967, en fellur svo og nær lágmarki 1969. Næsta sveifla stendur 1969-1976 og hin þriðja 1976 til 1984. Fjórða sveiflan hófst svo árið 1984 og er enn óvíst hvort kaupmáttur hefur náð hámarki. Á myndinni sést að sveifl- urnar virðast vera álíka langar (6-8 ár). Einnig sést að toppur hverrar sveiflu er oftast heldur hærri en toppur næstu sveiflu á undan. Hér er tímabilið 1976- 1984 undantekning, en það virðist fyrst hafa verið á nýliðnu ári, sem kaupmátt- 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.