Vísbending


Vísbending - 16.03.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.03.1988, Blaðsíða 1
 Vffll N M N \r\ MURITUM I VIÐSKIPTIOG 1 1 EFNAHAGSMÁL 11.6 16.MARS1988 ÍTALÍA: UPPSVEIFLAÁ UNDANFÖRN- DMARBM.EH BLIKURERUA LOFTI Árið1986skaustftalía ifyrsta skipti upp fyrir Bretland í þjóðarframleiðslu á mann og ernúfjórða stærsta kapitalíska hagkerfið í heiminum. Þá hefur verð- bólga farið stöðugt lœkkandi frá 1980, þegar hún var rúmlega 20%, og er nú um 5%. Á neikvœðu hliðinni er mjög mikill ríkissfóðshalli, vaxandi halli á utanríkisviðskiptum og hátt atvinnu- leysi. Ljósivarpað á svarta markaðinn______________________ Á s.l. 10 árum hefur landsframleiðsla aukist um nálægt 25% á ítalíu á meðan hún jókst um 18% í Bretlandi, og um 17% í Frakklandi og V. Pýskalandi. Að hluta til skýrist þetta af nýjum upplýs- ingum frá opinberum aðilum um umfang svarta markaðarins, sem lengi hefur verið vitað að er mjög umsvifa- mikill á ítalíu. Þessar upplýsingar leiddu m.a. í ljós, að launþegar voru 5% fleiri en áður var áætlað og aðilar með eigin atvinnurekstur voru 20% fleiri. Samanlagt bættust með þessum hætti 18% við áður reiknaða landsfram- leiðslu. Margar kannanir hafa verið gerðar á umfangi svarta markaðarins á undan- förnum árum og gefa þær til kynna umfang á bilinu 10 til 50% af þjóðar- framleiðslu. Ein slík könnun leiddi í ljós, að 54% af opinberum starfsmönn- um hafði aukastarf, þriðjungur seldi vörur á vinnustað og 27% stundaði önn- ur viðskipti á opinberum vinnutíma. Erfið ríkisfjármál Höfuðvandamál ítalskra stjórnvalda er áreiðanlega mikill halli á ríkisbú- skapnum. Hallinnernú 11.5% af lands- framleiðslu og skuldir hins opinbera námu 93% af landsframleiðslu í fyrra. Að öðru óbreyttu er búist við að skuldin tvöfaldist um næstu aldamót. Bara vaxta- greiðslur samsvöruðu í fyrra 8% af landsframleiðslu og voru 20% allra ríkisútgjalda. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvernig standi á því, að samfara svo mikilum ríkissjóðshalla sé verðbólga svo lág og hagvóxtur svo mikill sem raun ber vitni. Fjórar ástæður hafa ver- ið tilgreindar. í fyrsta lagi er mestur hluti skuldanna fjármagnaður með inn- lendu lánsfé, ólíkt því sem tíðkast t.d. í Danmörku og Bandaríkjunum. í öðru lagi er sparnaður mjög mikill á Italíu. Hann samsvarar nú um 23% af ráð- stöfunartekjum, sem er jafnvel meira en sparnaður Japana. Til samanburðar má geta þess að Bandaríkjamenn spara aðeins sem svarar til 4% af tekjum sínum. Ennfremur má geta þess að skuldir ítalskra heimila eru aðeins um 10% af ráðstöfunartekjum samanborið við90%íBandaríkjunumogBretlandi. Þriðja skýringin á því hvers vegna svo hár ríkissjóðshalli hefur reynst mögu- legur er sú, að seðlabankinn er tiltölu- lega sjálfstæður og nýtur trausts og virð- ingar. Seðlabankastjórar eru æviráðnir og hafa t.d. aðeins 5 slíkir verið við völd frá stríðslokum. (Til samanburðar má geta að á sama tíma hafa 47 ríkisstjórnir setið við stjórnvölinn). Frá 1981 hefur seðlabankinn verið laus undan þeirri kvöð að kaupa ríkisskuldabréf, sem ekki seldust á markaði. Afleiðingin varð eðlilega mikil vaxtahækkun og eru raunvextir nú um 8%, en þar með hefur tekist að halda verðbólgu í skefjum. í fjórða lagi hafa svo verið í gildi til- tölulega strangar reglur á fjármagns- markaði og á fjármagnsflutningum, sem hafa takmarkað samkeppni um fjármagn. Þetta hefur auðveldað sölu ríkisskuldabréfa og eru þau nú 25% af sparnaði heimila samanborið við 4% árið 1975. Lætur nærri að helmingur nýs sparnaðar á undanförnum árum hafi farið til kaupa á ríkisskuldabréfum. Þegar áform um sameiginlegan mark- að Evrópubandalagsins rætast, væntan- lega 1992, er ljóst að fjármögnun hall- ans verður mun erfiðari. Þá munu ítalir neyðast til að losa um höft sem nú hvíla á fjármagnsmarkaðinum og þar með verður erfiðara um vik að selja ríkis- skuldabréf. Líklega er þetta þó það sem til þarf, því enn sem komið er fara Italir sér ákaflega hægt í að minnka ríkis- sjóðshallann. Takmark fjármálaráð- ftalía í samanburði við nokkur önnur lönd Halliá Skuld ríkissjóði ríkissjóðs Sparnaður %afLFRL XafLFRL %afLFRL Italfa -10.3 93 23 Bretland -2.1 48 9 Frakkland -2.8 20 14 V. Þýskal. -1.7 23 13 Bandaríkin -2.4 31 4 Japan -1.2 27 18 Kanada -4.4 40 10 Holland -6.3 58 3 Belgía -7.3 113 13 herrans er að rétta ríkissjóð við á 3-4 árum, þ.e. að vaxtagjöldum undan- skildum. Með því móti vonast hann til að vextir lækki og þannig verði auðveld- ara að ráða við afganginn. Talsverðir möguleikar eiga að vera á því að draga úr ríkisútgjöldum með hagræðingu í rekstri. ítalir munu eyða hlutfallslega meiru í heilbrigðisþjón- ustu en önnur iðnríki gera að meðaltali, en þó er þjónustan áberandi verri. Sömu sögu er að segja af t.d. póstþjón- ustunni. Við þessu hafa margir Italir brugðist með því að kaupa sjúkratrygg- ingu af einkaaðilum og með því að not- færa sér póstþjónustu einkaaðila. Fjármagnsmarkaður illa búinn undir 1992 Ýmsar hömlur á fjármagnsmarkaði gera ítali illa í stakk búna til að mæta Efni: • ítalía • Þróun kaupmáttar • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.