Vísbending


Vísbending - 20.04.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.04.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING aftur til þess að vegna aðseturs bank- ans í Helsingfors hafi tekist að byggja upp samstarf við minni fyrirtæki í Finnlandi í stærri stíl en í öðrum löndum. Ef litið er á lánveitingar eftir iðn- greinum sést glöggt að orkugeirinn er þar umfangsmestur. Bankinn var settur á laggirnar 1976 eftir olíuskellinn 1974 og lánveitingum til orkumála er ætluð nokkur sérstaða í stofnskránni. Krafan um að verkefnið gagni að minnsta kosta tveimur Norðurlöndum í senn er ekki eins ströng á þessu sviði. Til dæm- is hefur verkefni verið talið lánshæft ef fjárfesting í öflun orku eða miðlun hennar nýtist í samtengdu orkuneti Norðurlandanna (annarra en íslands). Einnig var á þessum árum mikil eftir- spurn eftir lánum í þessu skyni og hún er enn fyrir hendi í sambandi við nýt- ingu olíu og gass. Fyrsta lán bankans var til Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Síðan hefur m.a. verið lánað til Landsvirkjunar, fiskeldisfyrirtækja hér á landi, Iðnþróunarsjóðs o.fl. Umþóttun í atvinnulífi___________________ Á síðustu árum eða frá því í byrjun 1982 hafa fjárfestingar í iðnaði aukist á Norðurlöndum og veruleg umþóttun orðið í atvinnulífinu. Til að byrja með gerðust þessar breytingar innan hvers lands um sig en nú er æ algengara að samhæfing starfseminnar eigi sér stað yfir landamærin. Talið er að um 40% af útlánum bankans innan Norðurland- anna árið 1986 hafi runnið til alls kyns tilfærslu og hagræðingar í framleiðslu og þessi þróun heldur áfram. Fyrir 10 árum hefði það verið hápólitískt mál ef Finnar væru að kaupa upp sænsk fyrir- tæki eða Svíar fyrirtæki í Noregi, en þetta þykir nú yfirleitt ekki tiltökumál. Þótt það komi ekki fram á línuritun- um eru lánveitingar bankans oft hluti af heildarlánsþörf fyrirtækja vegna til- tekinna fjárfestinga, enda er það aðal- reglan að bankinn lánar ekki nema helming andvirðis þeirra hið mesta. En andstætt því sem sumir óttuðust hefur bankinn ekki síður tekið höndum sam- an við viðskiptabanka um fjárútvegun en að keppa við þá. Svæðisbundin lán Síðan 1980 hefur bankinn haft sér- stakan lánaramma í tilraunaskyni til fjárfestinga sem eru mikilvægar frá byggðasjónarmiði. Hér er um að ræða nyrsta hluta Skandinavíu, Færeyjar, Grænland og ísland. Á síðastliðnu ári samþykkti ráðherranefnd Norður- landaráðs að gera þessa tilhögun var- anlega. Lánaramminn er 100 milljónir SDR og yfirleitt er lánunum miðlað gegnum stofnanir sem helga sig byggðamálum í viðkomandi löndum. Alþjóðleg lán_________________________ Norræni fjárfestingarbankinn veitir einnig lán til samnorrænna fjárfestinga eða verkefna utan Norðurlanda og til annarra þjóða í því skyni að kaupa norrænar vörur eða þjónustu. Sam- kvæmt ákvörðun ráðherranefndar Norðurlandaráðs getur bankinn lánað allt að 700 millj. SDR í þessum flokki, en um síðastliðin áramót höfðu verið gefin fyrirheit um lán að fjárhæð 443 millj. SDR. Stundum er [Detta fram- kvæmt þannig að gert er samkomulag við ákveðin ríki um lánaramma, sem síðan er nýttur smám saman til verk- Mynd 4 Alþjóðleg lán Útlánarammi, lánsloforð (brúttó), umsamin Millj sdr °9 útborguð lán 700 600 500 400 300 200 100 1983 84 Útlána- rammi Láns- loforð Umsamin lán Útborg- uð lán 87 efna sem bankinn viðurkennir. Þetta á við um Indland, Malasíu, Tyrkland og Ungverjaland. íslenskir aðiljar hafa til dæmis sýnt jarðhitaverkefnum í Tyrk- landi áhuga og mundu þau falla undir samkomulagið, ef úr þeim verður. Einnig er lánað til Austantjaldslanda, svo sem til lestarferju miili Austur- Þýskalands og Svíþjóðar og til Rússa vegna kaupa frá Danmörku á þjón- ustuskipum við veiðiflota þeirra. Hér yrði of langt að telja upp einstök lán, en sem sjá má á meðfylgjandi mynd eru útborguð alþjóðleg lán enn ekki nema um tíundi hluti norrænna fjárfestingarlána. Það liggur í hlutarins eðli að alþjóð- legu lánin eru miklu þyngri í vöfum en hin norrænu. Talsverð vinna er við að meta gjaldhæfi viðkomandi landa, vinna markað og fylgjast með lánveit- ingum. Það er því mikilvægt að góð samvinna hefur tekist með útflutnings- lánasjóðum á Norðurlöndum. Einnig hefur bankinn samvinnu við alþjóðlega banka um lánveitingar, sem eykur hag- ræði og minnkar áhættu. Þá hefur verið starfandi síðan 1982 í reynsluskyni sérstakur útflutningslána- sjóður (Nordiska exportkreditfonden) með eigin fjárhag og stjórn sem einnig hefur aðsetur í Helsingfors og hefur samvinnu við bankann. Gert er ráð fyr- ir að þessi sjóður verði festur í sessi innan tíðar. Norrænn þróunarsjóður nýsamþykktur______________________ Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa nýlega samþykkt að settur verði á lagg- irnar sérstakur sjóður til lána í þróun- arlöndum. Verður hann með eigin stjórn og sérstakan fjárhag en starfar í tengslum við Norræna fjárfestingar- bankann. Eftir er að ganga frá ýmsum atriðum í því sambandi, svo sem varð- andi ráðningu á starfsfólki, hvaða þjónustu bankinn veitir sjóðnum í húsnæði, mannahaldi o.s.frv. Framtíðin________________________________ En hvert stefnir bankinn í framtíð- inni? í viðtækasta skilningi fer það eftir þróun efnhagslífs í heiminum og þar með á Norðurlöndum á næstu árum. Eins og komið hefur fram hafa fyrir- tæki á Norðurlöndum að undanförnu verið að skapa sér samnorrænan grund- völl í framleiðslu og sölu. Þessi útvíkk- un yfir landamærin heldur eflaust áfram. Einnig má búast við miklum fjárfestingum við að koma gasinu úr Norðursjónum á markað, þótt enn sé í athugun með hvaða hætti það verður hagkvæmast. Sömuleiðis eru stórtæk áform á prjónunum í samgöngumálum. En það hefur ekki farið fram hjá nein- um að Norðurlöndin (önnur en Danmörk) renna hýru auga til Efna- hagsbandalags Evrópu um þessar mundir. Það er því engum vafa undir- orpið að fyrirtæki á Norðurlöndum munu á næstu árum fjárfesta meira á meginlandinu, bæði til þess að taka þátt í þeirri innri samhæfingu markaðar- ins sem þar á sér stað og til þess að tryggja sér aðstöðu á meðan þau eru sjálf utan bandalagsins. Ég held að Norræni fjárfestingarbankinn hafi hér mikilvægu hlutverki að gegna í sam- vinnu við fyrirtæki og aðrar lánastofn- anir. Aths.: Öll linurit eru úr ársskýrslu Norræna fjár- festingarbankans fyrír árið 1987. Greinarhöfundur á sæti i stjórn bankans en tek- ið skal fram að það sem hér er sagt er á hans ábyrgð. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.