Vísbending


Vísbending - 20.04.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.04.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING VÍSITÖLU- BINDING Dr. Pomldur Gylfason Nú, þegar kjarasamningar eru í deigl- unni, vakna brennandi spurningar um vísitölubindingu kauplags, þar á meðal þessar: ■ Tryggir vísitölubinding kaupmátt? ■ Er vísitölubinding verðbólguvaldur? Kaupmáttartrygging?___________________ Margir virðast vera þeirrar skoðun- ar, að vísitölubinding sé ígildi fullkom- innar kaupmáttartryggingar. Svo er þó ekki. Ástæðan er einföld. Tökum dæmi. Hugsum okkur, að almennt verðlag hækki jafnt og þétt um 5% á hverjum ársfjórðungi (þ.e. 22% á ári) og vísi- tölubætur á laun séu greiddar fjórum sinnum á ári: 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október. Við þessa skipan rýrnar kaupmáttur launa um 5% frá 1. janúar til 31. marz, fer svo í upprunalegt horf 1. apríl, rýrnar svo aftur um 5% fram til 30. júní og þannig áfram. Þetta er sýnt með ferlinum ABCDE á mynd- inni. Kaupmátturinn er þess vegna 2,5% rninni að meðaltali yfir hvert þriggja mánaða tímabil en hann var, þegar vísitölubindingin gekk í gildi í ársbyrjun. Hugsum okkur nú, að verðbólga aukist úr 5% upp í 10% á hverjum árs- fjórðungi (þ.e. úr 22% í 46% á ári) að óbreyttu skipulagi vísitölubindingar. Þá rýrnar kaupmáttur um 10% frá 1. janúar til 31. marz, er svo endurheimt- ur 1. apríl, rýrnar svo aftur um 10% á næsta ársfjórðungi, og þannig koll af kolli. Þetta er sýnt með ferlinum AFCGE á myndinni. Nú er kaupmátt- urinn 5% minni að meðaltali yfir hvern ársfjórðung en hann var í upphafi. Aukning verðbólgu úr 22% í 46% á ári minnkar því kaupmátt heimilanna um 2,5% að meðaltali í þessu dæmi. Af þessu sést, að kaupmáttur launa minnkar að meðaltali, þegar verðbólga eykst, þrátt fyrir fulla vísitölubindingu. Kaupmáttarrýrnunin stendur í öfugu hlutfalli við tíðni vísitölubótagreiðslna. Því oftar sem launþegum eru greiddar vísitölubætur, þeim mun minni er kaupmáttarrýrnunin að meðaltali. En jafnvel þótt vísitölubætur væru greidd- ar einu sinni í mánuði, dygði það ekki til að koma í veg fyrir kaupmáttarrýrn- un í kjölfar aukinnar verðbólgu hér á landi. Aukning verðbólgu úr 2% í 4% á mánuði (þ.e. úr 27% í 60% á ári) myndi til dæmis rýra kaupmátt launa um 1% að meðaltali, jafnvel þótt vísi- tölubætur væru greiddar mánaðarlega. Verðbólguvaldur?______________________ Það er líka algeng skoðun, að vísi- tölubinding kauplags kyndi undir verð- bólgu. Þessi skoðun er trúlega skynsamleg yfirleitt, en þó ekki alltaf. Hér þarf að hyggja að því, að verð- bólguáhrif vísitölubindingar eru ekki að öllu leyti bundin við verðtrygging- una sjálfa, heldur einnig við fram- kvæmd hennar. Tvennt skiptir meginmáli í þessu samhengi. í fyrsta lagi þarf að athuga, hvort sá kaupmáttur, sem reynt er að tryggja með vísitölubindingu, samrým- ist greiðslugetu atvinnuveganna. Þegar samið er um kaupgreiðslur, sem atvinnuvegirnir ráða við, getur vísi- tölubinding gert gagn með því að draga úr óvissu og ófriði á vinnumarkaði og halda aftur af nýjum kaupkröfum og verðbólgu. En þegar samið er um kaup, sem atvinnuvegirnir hafa raun- verulega ekki bolmagn til að greiða, og slíkir samningar eru vísitölutryggðir að auki eins og gerðist hér til dæmis 1977, þá er voðinn vís. Þá eygja fyrirtæki, sem selja framleiðslu sína á innlendum markaði, enga útgönguleið aðra en að veita kauphækkunum beint út í verð- lagið að öðru jöfnu, svo að kaup hækk- ar þá aftur, og þannig koll af kolli. Með öðrum orðum: Ef fyrirtækin telja sig ekki ráða við þann launakostnað, sem umsaminn kaupmáttur launþega felur í sér, þá geta þau rýrt kaupmáttinn og dregið þannig úr kaupkostnaði með því að herða á verðbólgunni. Og fyrirtæki, sem flytja framleiðslu sína til útlanda, neyðast til að heimta gengisfellingu, peningaprentun eða aðra fyrirgreiðslu af ríkinu eða leggja upp laupana ella. Hitt atriðið varðar vísitöluna sjálfa eða öllu heldur skipulag kauptrygging- arinnar. Hlutverk skynsamlegrar og skaðlausrar vísitölubindingar launa á að vera að tryggja, að kauplag breytist í eðlilegu samræmi við greiðslugetu atvinnuveganna, en ekki að tryggja, að kauplag fylgi framfærslukostnaði heim- ilanna. Á þessu tvennu er reginmunur. Síðari aðferðin, sú, að kauplag fylgi framfærslukostnaði, hefur alltaf orðið ofan á hér. Hún er þó alvarlega gölluð. Hún felur það til dæmis í sér, að kaffi- uppskerubrestur í Brasilíu og tollvernd bílaiðnaðar í Bandaríkjunum valda kauphækkun á íslandi, af því að brasi- lískt kaffi og bandarískir bílar hækka í verði. Slíkri kostnaðarhækkun hljóta íslenzk fyrirtæki að reyna að veita beint út í verðlagið, því að hún á sér enga stoð f aukinni framleiðni. Þetta er að vísu ekki bráður vandi nú, því að verðbólga á íslandi á sér inn- lendar orsakir fyrst og fremst um þess- ar mundir, ekki erlendar. Þessi kaup- tryggingaraðferð getur þó valdið vand- ræðum og hefur gert það oft. Fyrri aðferðin, sú, að kauplag fylgi greiðslu- getu fyrirtækjanna, er að miklu leyti laus við þennan alvarlega galla. Það er enginn vandi að finna nothæfa vísitölu. Verðvísitala innlendrar framleiðslu er til. Hana er hægt að lesa beint út úr vísitölum framfærslukostnaðar og inn- flutningsverðlags. Niðurlag______________________________ Miklu vænlegra væri þó að draga það ekki lengur að takast á við skipulags- vandann á vinnumarkaðnum og athuga gaumgæfilega, hvort hlutaskipti að jap- anskri fyrirmynd geti ekki leyst hefð- bundna vísitölubindingu launa af hólmi. Hlutaskipti hafa tíðkazt í íslenzkum sjávarútvegi um langan ald- ur og gefið góða raun. Sífelldur vandi á vinnumarkaði hér ætti að vekja menn til umhugsunar um það, hvort hluta- skipti í einhverri mynd gætu ekki reynzt jafnvel í öðrum atvinnugreinum íslendinga. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.