Vísbending


Vísbending - 20.04.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 20.04.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING SOVETRIKIN:__________________________ Undirbúningstíma “perestroika" lokið og tími framkvæmda á að taka við. Umbótaáætlun Gorbachevs sovét- leiðtoga er nú komin af undirbúnings- stiginu, en áætlunin var fyrst kynnt 1985. Á árunum 1985-87 átti sam- kvæmt áætluninni að efla aga og gæða- eftirlit og auka svigrúm einka- og þó sérstaklega samvinnurekstrar. Þá átti að víkja úr embætti óhæfum og spillt- um embættismönnum, sameina nokkur ráðuneyti og auka frelsi fyrirtækja til að stunda utanríkisviðskipti. Aðalum- breytingarskeið áætlunarinnar verður þó á næstu þremur árum. Þá eiga fyrir- tæki að verða smám saman sjálfstæð- ari, auka á tengsl milli rannsóknarstarf- semi og framleiðslustarfsemi, draga á úr skrifræði, og það sem e.t.v. mestu máli skiptir er að endurskoða á verð- lagningarkerfið. Það segir sig sjálft, að þar sem svo háttar að verðlagsráð verður að ákveða minnst 500.000 verð, þá er oft tekinn sá kostur að breyta sem fæstu. Enda hefur t.d. verð á helstu matvörum verið óbreytt í 20 ár. Afleiðingin hefur m.a. komið fram í því, að fólk í Sovét eyðir 6 klukkustundum lengri tíma í viku í að versla en fólk á vesturlöndum og að undanförnu hafa biðraðirnar enn verið að lengjast. Helsta von Gorbachevs er sú, að aukið svigrúm samvinnufyrir- tækja leiði til aukinnar framleiðslu og framboðs á neysluvörum. Hann gerir sér engu að síður ljóst að verð verður að hækka og skv. áætluninni eiga ný verð að taka gildi í iðnaði árið 1990 og í landbúnaði árið 1991. Á öðrum svið- um er gert ráð fyrir að fyrirtæki megi semja um verð innan vissra efri og neðri marka, og að verðhömlum verði létt af vörum sem nóg er til af. Gorbachev hefur sjálfur ekki farið dult með að efnahagsástandið sé slæmt. Hagvöxtur hefur stöðugt farið minnkandi á þessum áratug; var nánast enginn á tímabilinu 1981-85. Og ef undan eru skilin áhrifin af söluaukn- ingu á vodka og olíu, þá hefur enginn hagvöxtur átt sér stað s.l. 20 ár. Til að bæta gráu ofan á svart hafa utanríkis- viðskiptin beðið hnekki af bæði lækkun olíuverðs árið 1986 (olía er 65% alls útflutnings til vesturlanda) og af gengislækkun bandaríkjadollars, en yfirleytt er olían seld fyrir dollara. Hafa erlendar skuldir aukist talsvert og gengið hefur verið á gullforða. Til að liðka um fyrir utanríkisvið- skiptum hefur Gorbachev nú veitt fleiri ERLEND FRETOBROT aðilum rétt til að stunda þau. Áður var það aðallega utanríkisráðuneytið sem sá um viðskiptin, en nú hafa 20 ráðu- neyti leyfi og 70 stór fyrirtæki. Og til að stuðla að frekari útflutningi leyfist fyrirtækjunum að halda eftir allt að helmingi þess gjaldeyris sem þau afla og nota hann til að flytja inn vörur. Hins vegar er þetta allt eftir sem áður undir nánu eftirliti utanríkisráðuneytis- ins. SVIÞJOD:______________________________ Stór útflutningsíyrirtæki færa út kvíarnar______________________________ Á undanförnum mánuðum hafa mörg af stærstu sænsku fyrirtækjunum keypt hlut í eða tekið yfir erlend fyrir- tæki. Volvo hefur t.d. yfirtekið hluta af Leyland fyrirtækinu breska og verður nú stærsti framleiðandi strætisvagna í Evrópu. Euroc, sem er byggingarfyrir- tæki, keypti nýlega ásamt norsku fyrir- tæki annan stærsta sementsframleið- anda í Bretlandi, Castle Cement. Og stærsta tryggingarfyrirtæki Svíþjóðar sameinaðist finnsku tryggingarfyrirtæki í janúar og hyggst kaupa 50% hluta- fjárins í Vesta, sem er annað stærsta tryggingarfyrirtæki í Noregi. Enn er óvíst hvort af því getur orðið, þar sem norska stjórnin gæti komið í veg fyrir kaupin. Þetta eru aðeins fáein dæmi af mörg- um um að sænsk fyrirtæki sjá sér hag í því að verða stærri og ná fótfestu í Evr- ópu. Án efa er stærsta skýringin á þessu sú, að Svíar sjá fram á harðnandi samkeppni frá EB áður en langt um líður, og með þessu telja þau sig vera að styrkja samkeppnisstöðu sína. Svo er á hitt að líta að undanfarnir mánuð- ir, þ.e. eftir verðfall hlutabréfa í okt- óber s.I., hafa verið hagstæðir fjár- sterkum aðilum til yfirtöku. Og ekki þurfa sænsk stórfyrirtæki að kvarta undan slæmum fjárhag. Eftir tvær gengisfellingar á árunum 1981 og 1982 hafa 16 stærstu fyrirtækin aukið ágóða sinn um 250%, sem skýrir þá ef til vill að sænsk fyrirtæki hafa frá því í sept- ember eytt sem svarar til 8 milljarða dollara til kaupa á hlutabréfum í er- lendum fyrirtækjum. EB:_________________________________ Ný könnun bendir til framleiðsluaukniMar og aukinna atvinnutækifæra í'kjölfar boðaðs sameiginlegs markaðs________________ Nú eru ljósar niðurstöður mjög umfangsmikillar skýrslu Efnahags- bandalagsins um áhrif afnáms við- skiptahamla árið 1992. Fram kemur, að framleiðsla bandalagsþjóðanna muni aukast um a.m.k. 200 milljarða ecu, eða um 250 milljarða bandaríkja- dollara, og að störfum muni fjölga um 1.8 milljónir. En eins og kunnugt er áformar EB að losa endanlega um hömlur á viðskiptum með vörur, þjón- ustu, fjármagn og vinnuafl á milli aðildarþjóðanna árið 1992. Nánar tiltekið á landsframleiðsla að aukast um 4.5% á fimm til sex árum eftir 1992 og á sama tímabili á verðlag að lækka um 6% vegna aukinnar sam- keppni. Það fylgir svo sögunni, að ef aðildarlöndin taka upp samhæfða hag- stjórnarstefnu muni landsframleiðsla aukast um 7% á tímabilinu og störfum fjölga um 5 milljónir þegar á heildina er litið. Niðurstöðurnar ganga út frá því að samningsatriðin um sameiginlegan markað gangi upp á tilsettum tíma, þ.e. í lok ársins 1992 í síðasta lagi. Allt í allt eru þetta um 300 atriði og hingað til hafa aðeins 69 þeirra náð fram að ganga. Ef svo fer sem horfir er ólíklegt að öll samningsatriðin öðlist gildi í lok 1992, þótt hugmyndin um sameiginleg- an markað verði í meginatriðum að veruleika. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni7.103 Reykjavik. Sími 68 69 88. Umbrot oa útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem meö Ijósritun eöa á annan hátt aö hluta eöa í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.