Vísbending


Vísbending - 27.04.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 27.04.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING löndum Evrópubandalagsins er þar að auki unnið að því að afnema ýmsar aðr- ar viðskiptahindranir á milli aðildar- landanna, og ef að líkum lætur munu Bandaríkin og Kanada taka upp fríversl- un sín á milli. Er fastlega búist við að þessir samningar muni skapa fleiri atvinnu- möguleika en áður, auka sérhæfingu og stærðarhagkvæmni og leiða til lægra verðs á vörum og þjónustu til neytenda. Skv. mati EB munu t.d. tekjur land- anna vaxa um 5% þegar takmarkinu um hinn sameiginlega markað verður náð. Og Kanadamenn meta sinn ávinning af fríverslunarsamkomulaginu við Banda- ríkin til jafns við 2.5% af þjóðarfram- leiðslu þeirra. Einkavæðing á sviði fjarskipta og samgangna er komin vel á veg í mörgum löndum, t.d. í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Þá hafa Japanir og Ný Sjá- lendingar einkavætt bæði flugsamgöng- ur og járnbrautir og er nú tæplega deilt um ávinninginn af þessum aðgerðum. Sparnaður af afnámi ríkisafskipta af flugsamgöngum í Bandaríkjunum ernú metinn á 11 milljarða dollara árlega og samt hefur þjónustan orðið betri og fjölbreyttari. Á sviði iðnframleiðslu hafa Bretar staðið sig einna best í einka- væðingu. Frá 1979 hafa þeir einkavætt 16 stór fyrirtæki, sem svarar til þriðj- ungs þjóðnýtta framleiðslugeirans. Einkavæðing er einnig komin vel á veg í Þýskalandi, Kanada, Frakklandi og á Spáni. í ýmsum löndum hefur heldur dregið úr ríkisstyrkjum. Ný Sjálendingar hafa næstum afnumið styrki til landbúnaðar og Bandaríkin, Japan og Tyrkland hafa dregið úrstyrkjum. Landbúnaðarmálin eru þó greinilega það svið, þar sem erf- iðast gengur að draga úr ríkisafskiptum. í flestum löndum OECD nýtur land- búnaður eftir sem áður verulegra ríkis- styrkja, auk þess sem víðtækar hindran- ir á viðskiptum með búvörur eru enn til staðar. Vinnumarkaðir: Minnkandi þýöing lágmarkslauna og dreifðari launasamningar.______________________ í mörgum löndum OECD hafa stjórnvöld markvisst unnið að því að auka sveigjanleika á vinnumarkaði, en víða draga strangar reglugerðir úr hreyfanleika vinnuafls. Greinilegt er að lámarkslaun hafa ekki sömu þýðingu og áður, t.d. í Bandaríkjunum og Holl- andi. í Bandaríkjunum hafa lágmarks- laun ekki verið hækkuð frá 1981, og eru nú 34% af meðallaunum samanbor- ið við 43% þá. Og í Hollandi voru lág- markslaun Iækkuð um 3% 1984 og hafa haldist óbreytt síðan. Áður höfðu lág- markslaun til handa unglingum verið lækkuð tvisvar, um 10% í hvort skipti. Hollendingar hafa einnig lækkað atvinnuleysisbætur úr 80% af launum í 70% í því skyni að örva atvinnu- þátttöku. í nokkrum löndum hefur verið unnið að því að breyta fyrirkomulagi kjara- samninga. í Hollandi fara kjarasamn- ingar nú dreifðar fram en áður og stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að hafa ekki afskipti af þeim. Ný Sjálend- ingar hafa breytt vinnulöggjöf í því skyni að draga úr miðstýrðum kjara- samningum og hafa jafnframt búið svo um hnútana, að laun opinberra starfsm- anna séu í samræmi við kjör annarra stétta. Þá hafa Bretar sett lög, sem eiga að gera forystu verkalýðsfélaga ábyrg- ari gagnvart meðlimum þeirra og almennt í starfsemi sinni. Ýmis lönd hafa reynt að vinda ofan af reglugerðum, sem draga úr sveigjan- leika í sambandi við laun, vinnutíma og önnur starfsskilyrði. Þjóðverjar hafa t.d. auðveldað gerð samninga um hluta- störf, Frakkar hafa einfaldað uppsagn- arákvæði, Spánverjar og Belgar hafa aukið sveigjanleika skilyrða um ráðn- ingu ungs fólks og þeirra sem hafa verið lengi án vinnu, Kanadastjórn veitir sérstaka styrki til að auðvelda ráðningu atvinnulausra og Bretar hafa hvatt til hlutaskipta, auk þess sem þeir nota húsnæðiskerfið og lífeyrissjóðskerfið til að auka sveigjanleika vinnuafls. Þá hafa mörg lönd sett upp “prógröm“ í því skyni að þjálfa fólk og gera það að hæfari starfskrafti. Þessu er einkum beint að atvinnulausu fólki, en einnig gert til að koma fljótar en ella til móts við skyndilega aukna þörf eftir starfsfólki í vissum atvinnugreinum. Þýskaland, Spánn, Finnland og Kanada eru dæmi um lönd sem hafa beitt sér fyr- irslíkum aðgerðum. Af hverju skipulagsbreytingar? í sjálfu sér þarf það ekki að koma á óvart, að breytingar sem þessar skuli eiga sér stað. Allt frá tímum Adams Smiths hefur það legið fyrir, að við- skiptafrelsi leiddi til verkaskiptingar, aukinnar sérhæfingar og um leið til meiri framleiðslu og betri lífskjara fyrir alla þegar upp væri staðið. Þá þegar var sýnt fram á, að besta leiðin til að koma á réttlátari tekjuskiptingu væri að afnema ýmis sérréttindi og leyfa samkeppni á jafnréttisgrundvelli að njóta sín. Hins vegar er greinilegt, að nú þykir almennt brýnna en áður að koma á skipu- lagsbreytingum, sem miða að þessu Ef til vill hafa aukin tækni og bættar samgöngur haft sitt að segja og gert þjóðum erfiðara um vik að halda uppi verndar og einangrunarstefnu. Sam- keppni er orðin svo mikii og víðfeðm í kjölfar tækniþróunar, að einstakar þjóðir sjá sér ekki fært að haga sér öðru- vísi en þær þjóðir sem best standa sig. Tilraunir í ýmsum heimshlutum til að losa um viðskiptahindranir á niilli landa hafa síðan kveikt af sér miklu víðtækari samræmingu á skipulagi efnahagsmála én mögulegt var að sjá fyrir. Besta dæmið um þetta er Evrópubandalagið og nú hafa Norður Ameríka og Kyrra- hafslöndin stefnt í svipaða átt. Vafalaust hafa áform EB ríkjanna um sameiginlegan markað árið 1992 haft mest að segja í þessu sambandi, en þá er fyrirhugað að aflétta endanlega öllum hömlum á viðskiptum á milli aðildarlandanna með vörur og þjón- ustu, fjármagn og vinnuafl. Og líklega þurfti ekki meira til svo að aðildarlönd- in tækju sér tak og undirbyggju sig sem best fyrir aukna samkeppni. Stjórnvöld þessara ríkja hafa nefnilega lengi vitað að skipulagsbreytingar væru nauðsyn- legar ef lífskjör ættu að batna, en breytt ytri skilyrði vegna sameiginlega mark- aðarins hafa gert þessar breytingar meira knýjandi og þannig brotið niður mótstöðu gegn þeim. Þetta finna einnig þau lönd sem standa utan EB og þá kannski sérstak- lega löndin í EFTA. Starfsemi í EFTA hefur vart snúist um annað seinustu árin en að fylgjast með þróuninni í EB og íreista þess að koma á meiri samvinnu á milli samtakanna. Austurríkismenn og Norðmenn þykja nú orðið vera líklegir til að sækja um aöild að EB áður en langt um líður og Finnar, Svíar og Sviss- lendingar, sem af utanríkispólitískum ástæðum eru ólíklegir til að sækja um aðild í náinni framtíð, hafa gert marg- víslegar ráðstafanir til að vera sem best búnirundir 1992. íslendingar hafa einnig ráðist í ýmsar þær skipulagsbreytingar, sem hér hefur verið lýst og sem ættu að gera þá sam- keppnishæfari. Skattkerfisbreytingar, afnám verðlagshafta, aukið frelsi á fjár- magnsmarkaði og einkavæðing nokk- urra fyrirtækja ættu að stuðla að meiri samkeppnishæfni. Þó er ljóst að betur má ef duga skal og mun róttækari ráð- stafana er þörf og það mjög fljótt, ef við eigum ekki að missa af lestinni. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.