Vísbending


Vísbending - 27.04.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 27.04.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING NQREGUR:_____________________ Mikiö kapp lagt á að ná veröbólgu niöur Norðmenn leggja nú allt kapp á að ná verðbólgu niður á svipað stig og gengur og gerist í helstu viðskiptalönd- um þeirra. Áætlunin er sú, að verð- bólga á þessu ári verði ekki meiri en 5%, en hún reyndist vera 8.7% á árinu 1987. Stór liður í þessum áform- um er sú ákvörðun stjórnvalda að halda genginu stöðugu, þrátt fyrir slæmt útlit um olíuútflutning. (í fjár- lögum var reiknað með að olíuverð yrði 116 norskar krónur á árinu, en það er • aðeins 96 krónur um þessar mundir). En til að hægt sé að halda genginu stöðugu hafa stjórnvöld jafn- framt takmarkað almennar launahækk- anir við 5%, auk þess sem vöxtum verður haldið áfram háum. Paö liggur fyrir að aðhaldssemi í stjórn efnahagsmála hafi jafnframt dregið verulega úr hagvexti, sem reyndist vera 1.5% í fyrra, og nú er spáð að hann verði aðeins 0.5% á þessu ári. Þá er spáð, að atvinnuleysi aukist í 2.5% 1988 úr 2.0% í fyrra og að viðskiptahallinn verði ívið meiri á þessu ári en í fyrra, eða 28-34 milljarð- ar norskra króna samanborið við 27.6 milijarða 1987. Tímaritið “Euromoney Treasury Report“, sem spáir mikið í gengisþró- un ýmissa gjaldmiðla, spáði fyrr á árinu að gengi norsku krónunnar hlyti fyrr eða síðar að láta undan síga, einkum þar sem útlit var fyrir áframhaldandi lágt olíuverð og tiltölulega háa verð- bólgu. Nú segir tímaritið hins vegar, að óhjákvæmilegt sé að taka mark á margítrekuðum yfirlýsingum norska seðlabankans um að genginu verði haldið stöðugu, með háum vöxtum eða öðrum aðgerðum. í það minnsta mest- an hluta ársins. Tímaritið spáir nefni- lega, að óhjákvæmilegt, reynist að lækka gengi norsku krónunnar um a.m.k. 5% á fjórða ársfjórðungi vegna vaxandi kostnaðar og minni olíutekna. OECD:_______________________________ Verndarstefna ríkjanna í landbúnaöi talin kosta 150 milljarða dollara árlega______________________________ Nýútkomin skýrsla á vegum “Counc- il of US International Trade Policy" sýnir fram á, að verndarstefna OECD landanna í landbúnaði kosti neytendur og skattgreiðendur 150 milljarða doll- ERLEND FRÉHBROT ara á ári. Mestan kostnað bera neyt- endur og skattgreiðendur í löndum Evrópubandalagsins, eða 43% heildar- kostnaðarins, en 23% kostnaðarins lenda á Japönum og 20% á Banda- ríkjamönnum. Kostnaður á mann er langhæstur í Japan, eða tvöfalt meiri en í Bandaríkjunum og fjórðungi meiri en í EB. Kostnaður vegna verndarstefnunnar hefur næstum tvöfaldast á undanförn- um 10 árum. í Japan vegna hins háa gengis á yeni og vegna lærra heims- markaðsverðs; í Bandaríkjunum vegna aukinna framlaga ríkisins til landbún- aðar og í EB aðallega vegna hærri útgjalda til kaupa á umframfram- leiðslu. Aðeins hluti þessa kostnaðar kemur bændum sjálfum til góða, því áætlað er að neytendur og skattgreið- endur í Japan tapi 2.50 dollara fyrir hvern dollar sem bændur fá; í EB tapa þeir 1.50 dollar fyrir hvern dollar til bænda og 1.38 dollara í Bandaríkjun- um. Þar að auki dreifast styrkirnir mis- jafnlega og talið er, að tiltölulega mest fari til efnuðustu bændanna. Það er niðurstaða skýrslunnar, að ef verndarstefnu yrði hætt og styrkir af- numdir, myndu markaðirnir stækka og fjármagni yrði beint frá óarðbærri framleiðslu til arðbærrar. Þannig myndi sérhæfing aukast og t.d. Banda- ríkin leggja mesta áherslu á framleiðslu nautakjöts en draga úr framleiðslu mjólkurvara, og EB og Japan myndu væntanlega auka framleiðslu svína- kjöts. Yfir höfuð myndi útflutningur búvara aukast frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Argentínu, Brasilíu og svo frá þriðja heims löndunum. TYRKLAND:__________________________ Sækja stífl um aðild aö EB_________ Fyrir um ári síðan sóttu Tyrkir um aðild að Evrópubandalaginu og ljóst má vera, að þrátt fyrir mikla sérstöðu er þeim afar umhugað um að teljast fullgildir Evrópubúar. Sérstaða Tyrkja gagnvart löndum EB felst í því að þar búa rúmlega 50 milljónir múhameðs- trúarmanna, sem margir hverjir eru ólæsir og sem hafa tamið sér allt aðra siði og venjur en Evrópubúar. En það er einmitt af þessum ástæðum sem Evr- ópubandalagið hefur verið tregt til að veita samþykki sitt fyrir inngöngu Tyrkja. Á hinn bóginn hefur það ekki sagt hreint og klárt nei og þegar fram í sækir kann að reynast erfitt að halda Tyrkjum utan Evrópubandalagsins. í Tyrklandi sitja við stjórnvölinn menn, sem leggja allt kapp á að efla samskipti landsins við Evrópu og vísa þeir gjarnan til veru sinnar í NATO í því sambandi. Á síðustu NATO ráð- stefnu lýsti forsætisráðherrann, Turgut Ozal, því yfir, að það væri keppikefli stjórnar sinnar að taka ekki aðeins þátt í varnarsamstarfi með Evrópubúum heldur einnig á öðrum sviðum. Þess vegna sæktu þeir nú fast um aðild að EB. Vitað er, að Frakkar og Belgar munu vera fremur hlynntir aðild Tyrkja og Bretar virðast hafa trú á núverandi stjórnvöldum. Inn í afstöðu þessara landa kann að spila fyrirhuguð víðtæk uppbyggingaráætlun í Tyrk- landi, þar sem sóst verður eftir erlend- um viðskiptasamningum, og viðbúið er að lönd andvíg aðild Tyrkja muni ekki koma til greina í því sambandi. Jafnvel Grikkir, erkiféndur Tyrkja í gegnum tíðina, hafa lýst því yfir að þeir væru hlynntir aukaaðild Tyrkja í EB. Stefnt er að því hjá EB, að taka umsókn Tyrkja um fulla aðild fyrir árið 1990, og búist er við að hún standi og falli með afstöðu Grikkja. I því sarn- bandi eru Tyrkir fullir bjartsýni og ljóst er að tyrknesk fyrirtæki eru þegar farin að búa sig undir meira samstarf við EB. Nú þegar hefur útflutningur aukist mikið til landa EB og skýrslur sýna, að 75% tyrknesks iðnaðar sé fyllilega samkeppnisfær á evrópskan mæli- kvarða. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.