Vísbending


Vísbending - 27.04.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 27.04.1988, Blaðsíða 1
MURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL ~m 27.APRÍL1988 SKIPULAGS- BREYTINGAR (EFNAHAGS- MÁLUMUM ALLAN HEIM Á undanförnum árum hafa átt sér stað byltingarkenndar breytingar á skipulagi efnahags- og atvinnumála um víða veröld. Að öllum líkindum eru þœr þó aðeins byrjunin á enn víðtœkari skipu- lagsbreytingum, sem eigaþað helstsam- eiginlegt að losað verður um viðskipta- hömlur á innlendum vettvangi sem og í milliríkjaviðskiptum. Um allan heim hafa farið fram umbœtur á sviði skattamála, á fjármagnsmörkuðum, á mörkuðum fyrir vörur og þjónustu, á vinnumörkuðum og jafnframt þessu, endurskoðun á hlutverki ríkisins. Alls staðar er tilgangurinn sá sami: að auka hagkvæmni, aðlögunarhœfni og þar með samkeppnishœfni atvinnulífsins og bœta þannig almenn lífskjör. Skattkerflsbreytingar: lægri prósentur og færri undanpágur Víða um lönd hefur farið fram upp- stokkun á skattkerfum, sem hafa haft þann tilgang helstan að auka vinnu- framlag og sparnað. Einn mikilvægasti þáttur þessara breytinga eru breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Megininntak breytinganna er lækkun skattprósenta og fækkun undanþága, sem hafa leitt til breikkun skattstofnsins. Auk íslands hefur slík breyting átt sér stað í Ástralíu, Belgíu, Kanada, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Irlandi, Nýja Sjálandi, Spáni, Tyrk- landi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Áður voru hæstu skattprósentur víða á bilinu 60-80%, en eftir breytingarnar eru þær gjarnan í kringum 50% og sum- staðarlægri. Tekjuskattur fyrirtækja hefur tekið svipuðum breytingum víða. Hefur skattprósenta verið lækkuð og undan- þágum fækkað í Iöndum eins og Kan- ada, Frakklandi, Grikklandi, Lúxem- borg, Hollandi, Bretlandi og Banda- ríkjunum. Og í Ástralíu hefa tekju- skattar fyrirtækja og einstaklinga verið fyllilega samræmdir. Tilgangurinn með þessum breytingum er að eyða mismun- un og skapa heppileg skilyrði fyrir fjár- festingar. Þessum breytingum hefur víða fylgt aukið vægi neysluskatta. í sumum til- vikum vegna aðildar að Evrópubanda- laginu, eins og í Grikklandi, Portúgal og á Spáni, en þessi lönd ásamt Tyrk- landi hafa nýlega tekið upp virðisauka- skatt. Mjög víða í löndum OECD er áfram unnið að lagfæringu á skattkerfi, með það aðallega fyrir augum að afnema verðbrenglun. Reynt er að kappkosta, að verð spegli raunveruleg- an framleiðslukostnað svo það geti ver- ið framleiðendum til leiðbeiningar um hagkvæmustu nýtingu fjármuna. Þar að auki nýtur sú skoðun almennrar viður- kenningar, að skattar verði að vera hóf- legir til að framleiðsluöflin fái notið sín. Fjármagnsmarkaðir: Losað um trömlur.__________________________ Á tiltölulega skömmum tíma hefur verið losað um hömlur á fjármagns- mörkuðum í flestum löndum OECD. Nú er vaxtaákvörðun að mestu eða að fullu frjáls í löndum eins og Ástralíu, Frakklandi, Nýja Sjálandi og Banda- ríkjunum auk íslands. Og vextir eru mun sveigjanlegri en áður var í Finn- kmdi, Grikklandi og Tyrklandi og á ír- landi og Spáni. Jafnframt þessu hafa aðrar samkeppnishömlur verið af- numdar og einkavæðingarherferð fjár- málastofnana verið hafin í mörgum löndum. Þessar breytingar hafa jafnframt gjörbreytt aðferðum við stjórn peninga- mála. Mörg lönd hafa horfið frá því að beita beinum útlánatakmörkunum, en nota þess í stað eða í ríkari mæli en áður innlánsbindingu til að hafa áhrif á pen- ingamagn. Þá hafa tækifæri víða opnast til að stýra peningamagni með kaupum og sölu á skuldabréfum, jafnframt því sem seðlabankar eru ekki eins bundnir af því og áður að fjármagna halla á ríkissjóði. Fjármagnsflutningar á milli landa hafa einnig orðið frjálsari og mun Sviss hafa riðið á vaðið í lok síðasta áratugar. Síðan hafa mörg lönd fylgt í kjölfarið, eins og Ástralía, Kanada, Danmörk, Frakkland, Finnland, ítalía, Nýja Sjá- land og Spánn, og sænsk stj órnvöld hafa veitt fyrirtækjum leyfi til beinna erlendra fjárfestinga og til kaupa á erl- endum hlutabréfum. Nýlega hafa svo ýmis lönd leyft starfsemi erlendra banka og má þar nefna Ástralíu, Finnland, Noreg, Svíþjóð og Tyrkland. Tilgangurinn með þessu hefur m.a. verið sá, að skapa skilyrði fyrir meiri sveigjanleika, þannig að íjármálastofn- anir kæmu betur til móts við þarfir fyrir- tækja og einstaklinga. Yfirleitt þykja þessar breytingar hafa tekist vel og gjör- breytt þeim skilyrðum sem einstakling- ar og fyrirtæki búa við til hins betra. Vörur ogþjónusta: Toilalækkanir, eínkavæoing og lægri ríkisstyrkir Víðast hvar í löndum OECD eru uppi áform um að draga úr ríkisafskipt- um á markaði fyrir vöru og þjónustu. í mörgum landanna hefur talsvert áunn- ist, en ljóst er að enn er mikið verk óunnið. Verðlagshöft hafa nýlega verið af- numin í Frakklandi, Hollandi og Finn- landi og tollar víða verið lækkaðir. í Efni: • Skipulagsbreytingar í efnahagsmálum ' Geta launþegar reitt sig á ríkisvaldið? • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.