Vísbending


Vísbending - 18.05.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 18.05.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING við Evrópubandalagið, hversu þröngar skorðurnar þyrftu að vera. Mikil og þrálát verðbólga á íslandi ber að vísu vitni um það, að ríkisvaldið hefur ekki farið mjög vel með sjálfsá- kvörðunarrétt þjóðarinnar í peninga- málum á liðnum árum. Eigum við að draga þann lærdóm af reynslunni, að ríkisvaldinu beri að afsala sér þessum rétti með samningum við aðrar þjóðir og una afleiðingum þess? Eða er það nóg, að stjórnvöld heiti því að temja sér meiri sjálfsaga í framtíðinni? Þessum spurningum er ekki hægt að svara í eitt skipti fyrir öll. Sumar þjóðir hafa valið annan kostinn, aðrar hafa valið hinn. Danir eru til dæmis í Mynt- bandalaginu (enda eru þeir í Evrópu- bandalaginu), en Norðmenn og Svíar ekki. Það er trúlega ekki tilviljun, að verðbólga hefur verið minni og at- vinnuleysi meira í Danmörku en í Nor- egi og Svíþjóð á undanförnum árum. Norðmenn og Svíar voru reyndar aðil- ar að fastgengiskerfi Evrópubanda- lagsþjóðanna á síðasta áratug (“snákn- um“ svo nefnda), en hættu 1977 og 1978. írar eru í Myntbandalaginu, en Bretar ekki, þótt báðar þjóðirnar séu í Evrópubandalaginu. íslendingar þurfa að kynna sér vandlega röksemdir og reynslu þessara þjóða. FISKVEIÐI- STEFNA EVRÓPU- BANDA- LAGSINS Það hefur gengið á ýmsu hjá Evrópu- bandalaginu við að móta sameiginlega stefnu aðildarríkjanna í fiskveiðimál- um. Strax við stofnun bandalagsins 1957 voru áform uppi um slíkt, en sam- komulag á víðum grunni náðist þó ekki fyrr en 1983. Innganga Spánar og Portúgals í ársbyrjun 1986 jók síðan mjög á mikilvœgi fiskveiða fyrir EB og um þessar mundir fer fram endurskoð- un á samkomulagi ríkjanna. Sam- komulagið er víðtœkt og nær m.a. til reglna um aðgang að fiskveiðum og um viðhald fiskstofna. Það fjallar um markaðsmál og um skipulagsbreyting- ar til að aðlaga sjávarútveg að breyttum aðstœðum. Síðast en ekki síst fjallar samkomulagið um sameiginlega stefnu gagnvart ríkjum utan bandalagsins. Hér verður greintfrá aðalatriðum sam- komulags EB í fiskveiðimálum og það sem nýjast er aðfrétta afþeim vettvangi. Að, stofna_______________________________ Samkvæmt stofnsamningi EB ríkir það grundavallarsjónarmið, að sömu reglur gildi fyrir öll aðildarlönd og alla íbúa þeirra. Strangt til tekið hefði þetta átt að þýða frjálsan aðgang allra fisk- veiðenda að fiskimiðum landanna. Þegar Danmörk, írland og Bretland gengu í EB árið 1973 var hins vegar brugðið út af þessari reglu og næstu 10 árin gátu aðildarlöndin átt 6 og stund- um 12 mílur út af fyrir sig. Þó varð jafn- framt að leyfa þeim öðrum að veiða, sem höfðu áunnið sér „sögulegan rétt“. Um 1977 höfðu flest lönd fært fisk- veiðilögsögu sína í 200 mílur og um leið gerðu ýmis lönd EB kröfu til þess að sérstakur réttur þeirra yrði jafnframt útvíkkaður. Þessi ágreiningur leystist ekki fyrr en 1983 og þá með samkomu- lagi sem fól í sér eftirfarandi megin- reglu um aðgang að fiskveiðum: • Fiskveiðilögsaga bandalagsins, sem er 200 mílur, er opin öllum fiskveið- endum innan EB með þeirri undan- tekningu, að hvert land getur áskil- ið sér allt að 12 mílna veiðirétt til handa eigin landsmönnum og þeim sem hafa sögulegan rétt. Til viðbótar gilda sérstakar reglur varðandi svæðið í kringum eyjarnar norður af Skotlandi, og er einungis tak- mörkuðum fjölda skipa frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Belgíu leyft að veiða þar. Allar þessar reglur eiga að gilda í 20 ár (frá 1983), en geta kom- ið til endurskoðunar eftir 10 ár frá gild- istöku. Síðan gilda sérstakar reglur um verndun fiskstofna: • í fyrsta lagi ákveður EB heildar- magn fiskveiðanna og úthlutar svo aðildarlöndum veiðikvóta. Við út- hlutunina er tekið tillit til þeirrar fiskveiðihefðar sem hefur myndast í einstökum löndum; sérstakar þarfir einstakra landssvæða eru einnig hafðar í huga og sömuleiðis missir fiskveiðiréttinda á svæðum utan EB. • í öðru lagi eru fiskstofnar verndaðir með ýmsum ákvæðum sem tak- marka sóknina inn á viss veiði- svæði, með reglum um möskva- stærð og lágmarksstærð landaðs fisks. Þessum reglum verða Spánn Fiskiskipafloti Evrópubandalagsins Tonn (þús) 700 600 500- 400- 300 200- 100- vf 10000 20000 Fjöldi skípa 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.