Vísbending


Vísbending - 18.05.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 18.05.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING DANMQRK:___________________________ Efnahagsástandið mun verra en ann- ars staðar á Norðurlöndum__________ Utanríkismál voru einna efst á baugi í kosningunum í Danmörku um daginn og ekki laust við að þau skyggðu á efnahagsmálin. Engu að síður lágu þá fyrir nýlegar upplýsingar um afkomu síðasta árs, sem lýsa fremur bágu á- standi. Á s.l. ári dróst landsframleiðsla saman um 1% og jafnvel þótt hallinn á viðskiptum við útlönd hafi minnkað ei- lítið á síðasta ári er hann eftir sem áður verulegur, eða um 20 milljarðar danskra króna. Og erlendar skuldir samsvara nú 40% af landsframleiðsl- unni og greiðslubyrðin samsvarar 13% af útflutningstekjum. Þá má geta þess að atvinnuleysi er nú 8,2%, sem er margfalt meira en annars staðar á Norðurlöndum. Útlitið er ekki heldur ýkja bjart. Reiknað er áfram með samdrætti í efnahagslífinu á þessu ári og að at- vinnuleysi muni fara upp fyrir 9%. Al- mennt er viðurkennt að Danir hafi lif- að um efni fram, svo sem ljóslega kemur fram í viðskiptahallanum og er- lendri skuldasöfnun, að framundan sé tími aðhalds á flestum sviðum. SUDURKÓREA: Heimsins mesti hagvöxtur___________ Að einu ári undanskildu (1980) hef- ur hagvöxtur í Suður Kóreu aldrei ver- ið minni en 5% á ári frá 1965. Síðustu tvö ár hafa þó slegið öll met, en þá var hagvöxtur 12% sitthvort árið og mun hafa verið sá mesti í heiminum. Und- anfarin tvö ár hafa einnig verið hag- stæð m.t.t. verðbólgu, viðskipta við út- lönd og erlendra skulda. Verðbólga komst niður í 3% eftir að hafa verið lengi á bilinu 20-30%; útflutningur jókst mun meira en innflutningur og er nú mikill afgangur á viðskiptum við út- lönd; og erlendar skuldir, sem hafa verið með því sem mest gerist í heimin- um, minnkuðu úr 47 milljörðum doll- ara 1985 í 36 milljarða í fyrra. Eins og hjá ýmsum öðrum Asíulönd- um má rekja þennan mikla hagvöxt til mikillar aukningar útflutnings. Ýmis- legt hefur svo hjálpað til. Tiltölulega lágt olíuverð, lágir vextir á alþjóðleg- um fjármagnsmörkuðum og hækkandi gengi japanska yensins eru dæmi um hagstæðar ytri aðstæður síðustu árin. Stjórnvaldsaðgerðir kunna líka að ráða hér nokkru um. Hámenntað fólk hefur t.d. verið sett í háar stöður sem ráða ERLEND FRÉHBROT gangi efnahagsmála, og útflutnings- verslunin hefur verið gefin frjáls á sama tíma og verði á heimamarkaði hefur verið haldið háu og þar með á- góða fyrirtækja. Framundan virðist vera áfram góður hagur, en þó veldur aukning verðbólgu seinustu misserin áhyggjum og einnig vaxandi vinnudeilur. Verðbólgan er 8% um þessar mundir og við henni hafa stjórnvöld brugðist með tvennum hætti. Annars vegar með því að halda niðri verði á nauðsynjavörum og helstu iðnaðarvörum og hins vegar með ströngu aðhaldi á sviði peningamála. Svo hefur gjaldmiðillinn (won) farið hækkandi og dregur þannig úr verð- bólguþrýstingi. Af þessu hafa forsvars- menn fyrirtækja nokkrar áhyggjur, þar sem samfara gengishækkuninni hafa laun farið hækkandi, og hvort tveggja skerðir samkeppnisstöðuna. Ýmsir telja þó að þessar aðstæður setji nauð- synlegan þrýsting á fyrirtækin til að til- einka sér hagkvæmari framleiðsluhætti og víst er að stjórnvöld hyggjast leggja sitt af mörkum til að aðlögun geti orðið sem hröðust, t.d. með því að auka frelsi á fjármagnsmörkuðum. EB:____________________________________ Skýrslan um áhrif afnáms viðskipta- hamla árið 1992 í „fréttabrotum" fyrir skömmu síð- an var sagt frá helstu niðurstöðum ó- birtrar skýrslu um væntanlegar afleið- ingar af hinum „sameiginlega markaði" EB fyrir efnahagslíf land- anna. Fyrir fáeinum dögum síðan var skýrslan svo gerð opinber í heild sinni og fylgir með hvatning til ríkisstjórna og fyrirtækja um að búa sig vel undir lok 1992, þegar hugmyndin um sam- eiginlegan markað verður að veru- leika. Áður hafði komið fram, að hagvöxt- ur ykist um 4,5%, verðlag myndi lækka um 6% og 1,8 milljón ný störf yrðu mynduð. Þetta á hins vegar ekki að gerast í hvelli og viðbúið er, að aðlög- unin geti reynst erfið fyrir þær atvinnu- greinar sem hafa búið við ríkisvernd. Þess vegna má búast við að störfum fækki um 250.000 fyrst um sinn. í skýrslunni er sagt fyrir um hvað lík- lega gerist í einstökum atvinnugrein- um. Þjónusta á fjármagnsmarkaði mun væntanlega falla verulega í verði vegna aukinnar samkeppni og þá einkum í löndum eins og Frakklandi, Italíu og Spáni. Þetta mun síðan leiða til lægri kostnaðar í öðrum atvinnugreinum og örva hagvöxt um 1,5%. í orkugeiran- um eiga aukin viðskipti með rafmagn eftir að lækka verð og spara orkunot- endum 6 milljarða ecu (7,41 milljarð bandaríkjadollara). Aukin samkeppni í sölu fjarskiptatækja á eftir að lækka verð um 30 til 40% í löndum eins og Frakklandi og V.Þýskalandi og spara kaupendum tvo milljarða ecu, og nýir staðlar munu spara framleiðendum 1,1 milljarð ecu. Þá er reiknað með að af- nám tæknilegra viðskiptahindrana eigi eftir að spara matvinnslufyrirtækjum á milli 0,5 og 1 ntilljarð ecu árlega. Allt í allt er búist við að sparnaður verði á bilinu 174-258 milljarðar ecu, vegna afnáms tæknilegra hindrana, aukinnar stærðarhagkvæmni og lægra verðs í kjölfar aukinnar samkeppni. Það fylgir og sögunni, að ríkisstjórn- ir aðildarlandanna geti lagt sitt af mörkum til að gera ávinninginn jafnvel enn meiri með því að fylgja aukinni hagkvæmni eftir með lækkun skatta. Þannig væri unnt að auka hagvöxt um 7% í stað 4,5% og skapa 5 milljón störf til viðbótar í stað 1,8 milljóna. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.