Vísbending


Vísbending - 15.06.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 15.06.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING meðlimir í EFTA, sem þýddi að þeir höfðu vanist tollfrjálsum viðskiptum með iðnaðarvörur. En frá árinu 1985 hafa viðskipti við ríki EB tvöfaldast og erlendar fjárfestingar einnig á jafn- löngum tíma. Á sínum tíma sömdu Portúgalar líka um nokkuð ríflegan aðlögunartíma. Þannig sömdu þeir t.d.um að afnema tolla á iðnvarningi frá öðrum EB lönd- um á sjö árum. Meiningin er einnig að minnka smám saman tolla á iðnvarn- ingi frá öðrum löndum en EB og EFTA, úr 16% að meðaltali árið 1985 í 5% árið 1993. Reglan um sjö ára að- lögunartíma gildir einnig gagnvart fjár- magni, en beinar erlendar fjárfestingar eiga að vera fullkomlega frjálsar aðild- arlöndum EB innan fjögurra ára. Um landbúnaðarvörur gildir síðan tíu ára aðlögunartími að reglum Evrópu- bandalagsins og það sama gildir um sjávarafurðir. Fyrstu fimm árin eru Portúgalar einnig undanþegnir þeirri kvöð að afhenda Brussel þau aðflutn- ingsgjöld sem lögð eru á lönd utan EB, og njóta þar fyrir utan ýmissa styrkja til að endurskipuleggja landbúnað eins og áður sagði. Breytingar á fjármagnsmarkaði Eins og víða annars staðar hafa rót- tækustu breytingarnar átt sér stað á fjármagnsmarkaðinum. Fyrir fjórum árum síðan hófst ríkisstjórnin handa um að auka frjálsræði á fjármagns- markaði, sem hefur leitt af sér ýmsar merkar nýjungar. Erlendum bönkum hefur t.d. verið leyft að starfa og einnig sex einkabönkum, sem bætast þá við níu ríkisbanka. Þá hafa bankarnir tekið upp gjaldeyrisviðskipti sín á milli og komið á framvirkum markaði í því sambandi. Frelsi í vaxtamálum hefur verið aukið, komið hefur verið á mark- aði með ríkisvíxla og síðast en ekki síst hefur lífi verið blásið í hlutabréfamark- aðinn. í fyrra tvöfaldaðist fjöldi þeirra fyrirtækja sem eru skráð á hlutafjár- markaðinum og verðmæti viðskipt- anna fjórfaldaðist á sama tíma. Hin aukna samkeppni á sviði banka- viðskipta hefur haft verulega jákvæð á- hrif. Þjónustan hefur tekið örum stakkaskiptum til hins betra og kostn- aður við bankaþjónustu hefur lækkað. Á meðal erlendu bankanna eru t.d. Citibank og Chase Manhattan og hafa þeir gegnt veigamiklu hlutverki í þessu sambandi. Það hafa einkabankarnir raunar líka gert og jafnvel gömlu ríkis- bankarnir þykja hafa brugðist vel við hinni auknu samkeppni. Þar er þó við ramman reip að draga vegna þess að allar meiri háttar ákvarðanir eru tekn- ar í fjármálaráðuneytinu, en það gerir aðlögun að breyttum aðstæðum svifa- seina. Við þetta bætist að launakjör eru lakari í ríkisbönkunum en í einka- geiranum og nokkuð hefur verið um það að hæft starfsfólk laðist fremur að einkageiranum. Einföld lausn við þess- um vanda er auðvitað að selja ríkis- bankana og hugmyndin er einmitt sú að selja a.m.k. þá fjóra stærstu. Ein af þeim breytingum sem átt hafa sér stað á fjármagnsmarkaði er hvernig staðið er að fjármögnun ríkissj óðshall- ans. Ríkissjóður hefur nefnilega í vax- andi mæli leitað beint á almennan lána- markað til að afla fjár og t.d. boðið upp á ríkisvíxla í því sambandi. Þetta hefur síðan boðið upp á nýja og betri mögu- leika við stjórnun peningamála. Hætt- an er auðvitað sú að ríkið ryðji burt möguleikum einkaaðila á fjármagns- markaðinum. Um það eru samt deildar meiningar vegna þess, að í það minnsta stærstu fyrirtækin hafa getað leitað á erlenda fjármagnsmarkaði. Og þar að auki hafa boðist nýir fjármögnunar- möguleikar með ört vaxandi hlutafjár- markaði. Viðskiptajöfnuöur Hlutfall af LFR % ‘Spá Fyrír aðeins þremur árum síðan voru einungis 50 fyrirtæki skráð á hluta- bréfamörkuðum í Portúgal. í lok síð- asta árs voru fyrirtækin orðin þrisvar sinnum fleiri, jafnvel þótt enn séu í gildi nokkuð strangar reglur um að- gang að mörkuðunum. Kom aukningin í kjölfar skattabreytinga sem ætlað var að örva kaup á hlutabréfum, og það hafði líka sitt að segja að bankar ráku áróður fyrir hlutafjáraukningu og ný fjárfestingarfyrirtæki komu til sögunn- ar sem keyptu mikið af hlutabréfum. Halli á opinberum búskap Hlutfall af LFR Halli á opinbenjm búskap-hlutfall % af landsframleiöslu 1982 83 84 85 86 87* ‘Spá Ljóst er að ríkisstjórninni er mikið í mun að efla hlutafjármarkaðinn og hefur í því skyni m.a. breytt skattaregl- um á þann veg að draga úr mismunun á milli sparnaðarforma. Það skiptir ekki síst máli í þessu sambandi að litið er á eflingu hlutafjármarkaðarins sem for- sendu fyrir sölu ríkisfyrirtækja. Þannig skapast einmitt leið fyrir ríkisstjórnina að grynnka á skuldum ríkissjóðs. Almenn samstaða um skipulags- breytingar____________________________ Það er ekki langt síðan einræðisherr- unum var steypt úr stóli í Portúgal og við tóku lýðræðiskjörnar ríkisstjórnir. Til að byrja með gekk á ýmsu; það voru ör skipti á ríkisstjórnum, ríkisút- gjöld uxu hratt og sömuleiðis laun og félagslegir styrkir. Þessu fylgdi síðan vaxandi verðbólga, halli á ríkissjóði og stöðugt versnandi viðskiptajöfnuður. Þegar ríkisstjórn Sósíalistaflokksins reyndi síðan að draga saman seglin árið 1983 í samráði við Alþjóða gjaldeyris- sjóðinn var þeim launað í kosningum árið 1985 og féllu úr stjórn. Við stjórn- artaumum tók þá Anibal Avaco Silva, formaður Sósíaldemokrataflokksins, og situr enn við völd. Það er undir forystu Silva sem hinar 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.