Vísbending


Vísbending - 15.06.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 15.06.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING SKANDINAVIA:________________________ Tveir af stærstu bönkum Finnlands og Svíþjóðar taka upp samvinnu Nýlega tilkynntu tveir af stærstu bönkum á Norðurlöndunum að þeir hyggðust taka upp samvinnu sín á milli um bankaþjónustu. Þessir bankar eru annars vegar Kansallis-Osake-Pankki (KOP), sem er stærsti banki Finn- lands, og hins vegar Gota Group, sem er fjórða stærsta samsteypa á fjármála- sviðinu í Svíþjóð. Hafa þessar tvær bankastofnanir myndað nýtt fyrirtæki, Proventus Nordic, þar sem KOP á 40% og stærsti hluthafinn í Gota Group, Proventus, á 60%. Þar að auki mun Proventus kaupa 2% hlutafjár í KOP. Bankarnir tveir hafa ennfremur látið að því liggja, að samvinnan verði nán- ari um leið og sænsk löggjöf leyfir út- lendingum að eiga hlutabréf í sænskum bönkum. Er fastlega búist við slíkri breytingu í kjölfar væntanlegs álits þessu lútandi frá stjórnskipaðri nefnd. Síðan eiga menn jafnvel von á því, að þegar upp verður staðið hafi norskir og danskir aðilar bæst í hópinn. Aðalhvatinn að þessari samvinnu er fyrirsjáanlega aukin samkeppni í kjöl- far þess að sameiginlegur markaður Evrópubandalagsins verður að veru- leika árið 1992. Og að vissu leyti má líta á þetta sem viðbrögð við þeim sam- runa bankastofnana sem nú þegar hef- ur átt sér stað í löndum eins og Spáni, V.Þýskalandi, Hollandi og Belgíu. EB:_______________________________ Sömu reglur gildi um starfsemi er- lendra bankastofnana innan EB og utan Hjá Evrópubandalaginu er nú í bí- gerð reglugerð, sem gerir sömu kröfur varðandi erlenda starfsemi banka í eigu aðildarlandanna og starfsemi er- lendra bankástofnana í EB. Nánar til- tekið mega þá bankar utan EB hvorki setja' á fót dótturfyrirtæki né kaupa hlut í bönkum innan EB, nema að það sama gildi í viðkomandi landi gagnvart EB bönkum. En þótt reglugerðin muni væntanlega ekki taka gildi fyrr en seint á næsta ári hefur framkvæmdanefnd EB nú þegar hvatt aðildarlöndin til að beita þeim ákvæðum sem í reglu- gerðinni felast. Ástæðan fyrir þessu er sú, að fram- kvæmdanefndin hefur áhyggjur af því að bankar utan EB rjúki nú til og not- ERLEND FRÉHBROT tekið gildi. Er það álit manna að með þessu sé verið að girða fyrir enn frekari áhrif japanskra fjármálafyrirtækja. Þó heyrast einnig nefnd í þessu sambandi lönd eins og Kanada, Ástralía og sum Norðurlandanna, en í þessum löndum er aðgangur erlendra bankastofnana mjög takmarkaður. Samkvæmt reglugerðinni á eftirlit með því að henni sé fylgt að fara fram í Brussel, og slíkt fellur ekki í kramið hjá öllum aðildarlöndunum. T.d. er vitað að Bretar eru áhyggjufullir yfir því að geta ekki sjálfir ráðið eftirlitinu, en í London skipta erlendir bankar hundruðum. Bretar hafa nú þegar beitt reglunum gagnvart t.d. Japönum með nokkrum árangri og vilja eftir sem áður hafa sjálfir hönd í bagga með því hvernig regiunum er framfylgt. ITALIA:______________________________ Seðlabankastjóri varar viö ofmikilli þenslu ítalir hafa nú vaxandi áhyggjur af því að vera ekki nógu vel búnir undir 1992 og kom það vel fram í ræðu sem seðla- bankastjórinn, Carlo Azeglio Ciampi, hélt á aðalfundi bankans fyrir skömmu. Miklar ríkisskuldir, vaxandi halli á utanríkisviðskiptum og óhag- kvæmni í ríkis- og þjónustugeiranum voru þau mál, sem seðlabankastjórinn gerði einkum að umtalsefni. Hvatti hann ítölsk stjórnvöld eindregið til að draga enn meir úr ríkisútgjöldum og auka hagkvæmni í ríkisgeiranum svo að takast mætti að grynnka á skuldum og draga úr þenslu. Ciampi benti m.a. annars á, að á meðan Ítalía skapaði 19% af landa- framleiðslu Evrópubandalagsins, þá ætti landið 29% allra opinberra skulda Bandalagsins. Óhagkvæmnin í ríkis- geiranum leiddi ekki aðeins til skulda- söfnunar, heldur drægi einnig úr sam- keppnishæfni atvinnulífsins. Enda væri um að ræða flutningakerfið, fjarskipt- in, borgaskipulag, menntun og vísinda- rannsóknir, og allt væru þetta mikil- vægir þættir í því að standa vel að vígi í samkeppni. POLLAND:_____________________________ Frjálsræði aukið, m.a. til að liðka fyr- ir erlendum fjárfestingum í janúar á næsta ári er búist við að nýjar reglur um erlendar fjárfestingar taki gildi í Póllandi. Þá verður þess ekki lengur krafist að Pólverjar eigi meirihluta í sameiginlegum fyrirtækj- um, og er jafnvel reiknað með því að fyrirtæki geti að öllu leyti verið í eigu útlendinga. Aðrar aðgerðir fela í sér lækkun tekjuskatts úr 50% í 40%, aukið frelsi í gjaldeyrismálum, sem m.a. linar á skilaskyldu gjaldeyris, og tímabundna afléttingu á tollum vegna innflutnings einkaaðila. FINNLAND:__________________________ Miklar launahækkanir ýta undir verð- bólgu Nýlega kom út í Finnlandi skýrsla á vegum fimm leiðandi aðila um efna- hagsspár. Kemur þar fram að verð- bólgan á árinu er áætluð 6% eftir að hafa verið aðeins 3,7% í fyrra. Jafn- framt er því spáð, að viðskiptahallinn muni aukast úr 8,5 milljörðum finnskra marka í fyrra í 10 milljarða í lok þessa árs. Það er jafnframt álit þessara aðila, að raunlaun megi ekki hækka um meira en 2% á næsta ári ef Finnum eigi að takast að ná verðbólgu á svipað stig og gengur og gerist í samkeppnislönd- um þeirra. Er í því sambandi mælst til þess að ríkisstjórnin taki upp mark- vissa tekjustefnu, en ástæðuna fyrir svo mikilli verðbólgu á þessu ári segja þeir vera óhóflega miklar kauphækkanir. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot oa útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.