Vísbending


Vísbending - 06.07.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.07.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING ar Frakklands, Sviss, Belgíu, Austur- ríkis, Spánar og Englands tvo milljarða dollara í fyrri hluta síðustu viku. Einhvers konar samkomulag virðist greinilega ríkja á meðal helstu iðnríkj- anna um að halda gengi dollarans á vissu bili, en ekki er vitað nákvæmlega hvar. Svo virðist sem að allt hafi verið sett í gang þegar ljóst var að dollarinn var kominn yfir 1,82 þýsk mörk, og er nú látið að því liggja að þetta sé einmitt það gengi sem seðlabankarnir geta lát- ið sér lynda um þessar mundir. Sam- staða iðnríkjanna er þó ekki meiri en svo, að t.d. seðlabanki Japans hefur al- gjörlega staðið utan við aðgerðir hinna seðlabankanna, og virðist svo sem að Japanir hafi lítið á móti heldur hærra gengi dollars. Vestur þýski seðlabank- inn hefur hins vegar verið ákveðnastur í því að stemma stigu við hækkuninni og undirstrikaði það á fimmtudaginn var með því að hækka vexti hjá sér úr 2,5% í 3%. Ástæðan fyrir því að seðlabankarnir sjá tilefni til þess að grípa inn í gang mála er væntanlega sú, að þeir telja þetta lágt gengi vera nauðsynlegt til að leiðrétta viðskiptahalla Bandaríkj- anna. Ef gengið hækkaði núna væri viðbúið að það þyrfti að lækka aftur, og svo miklar gengissveiflur væru afar óhagstæðar heimsviðskiptunum. Hvað með framtíöina? Dollarinn var búinn að vera tiltölu- lega stöðugur allt frá áramótum, þegar hann var skráður á 127 yen, og ýmsir voru farnir að láta sér detta í hug að hann hefði náð lágmarki. Þeir hinir sömu trúðu því, að með batnandi við- skiptajöfnuði færi hann svo smám sam- an að sækja í sig veðrið. En þetta er að- eins einn hópur sérfræðinga. Annar hópur heldur því fram að dollarinn sé allt of lítils metinn og sá þriðji trúir að gengi dollarans eigi eftir að lækka tals- vert meira áður en tilætluðum árangri verði náð. Þessi þriðji hópur samanstendur m.a. af hagfræðikennurum í M.I.T. og Harvard og halda þeir því fram að stöðugleiki dollars á þessu ári sé ein- ungis frestun á því óhjákvæmilega. Stöðugleika sé einungis haldið uppi með aukinni skuldasöfnun og uppsöfn- un ýmissa annarra vandamála. Það sé viðskiptajöfnuður sem skipti máli, ekki vöruskiptajöfnuður, og ýmislegt bendi til að hann fari ekki minnkandi að óbreyttu gengi. Að mati þessara manna verður dollarinn að lækka nið- ur í a.m.k. 100 yen eða þaðan af minna, og það mjög fljótt. Einn tals- maður þessarar skoðunar, Rudiger Dornbusch, hefur sagt í þessu sam- bandi, að ef japönum gæfist kostur á því að aðlagast 100 yena gengi dollars á tveimur árum, þá væri það ekkert mál fyrir þá. Ef takast ætti að slá á við- skiptahallann yrði dollarinn þess vegna að lækka tiltölulega snögglega. Tímaritið “Economist" hefur tekið undir ofangreind sjónarmið og bætir því við, að til þess að viðskiptahallinn þurrkist út þurfi sparnaður að aukast um það sem því nemi. Ekkert bendi hins vegar til þess, að sparnaður aukist á næstunni um það sem til þarf til að þurrka út halla upp á 3% af landsfram- leiðslu. Blaðið bendir ennfremur á að vaxtamunurinn muni líklega minnka þar sem hækkun dollarans geri öðrum iðnríkjum fært að hækka vexti til að forðast verðbólgu. Þetta hafi bæði Bretar og V.Þjóðverjar gert nýlega og þess sama megi vænta af Japönum. Þeir sem halda því fram að dollarinn sé nú of lágt skráður segja á hinn bóg- inn að það sem skipti máli sé saman- burður á því hvað fæst fyrir hina mis- munandi gjaldmiðla. Ef tiltekin vara kostar einn dollar í Bandaríkjunum og 185 yen í Japan þá ætti gengið að vera einmitt þetta. Það er niðurstaða þess- ara manna, að gengi dollars eigi undir núverandi kringumstæðum að vera svo hátt sem þetta, eða 185 yen og 2,1 mörk, því þá væri kaupmáttarjöfnuði náð. En það er markaðurinn sem ræður og sagan sýnir að hann er dyntóttari en svo að hægt sé að treysta í blindni á of- angreindar kenningar. HAGFRÆÐI, STJÓRNMÁL 0G HAGS- MUNIR Dr. PorvaldiirGvlfason Lögmál efnahagslífsins eru frá- brugðin lögmálum náttúrunnar að því leyti meðal annars, að efnahagsmál eru sífellt í brer.nipunkti stjórnmálabarátt- unnar. Stjórnmálamenn þrátta ekki um þyngdarlögmálið, ekki aðeins af því að það er óvefengjanlegt, heldur líka vegna þess að þetta lögmál ógnar ekki hagsmunum eins eða neins, ekki lengur að minnsta kosti. Ýmis lögmál efnahagslífsins eru hins vegar sífellt bitbein stjórnmálamanna vegna þess, að þau varða hagsmuni fólks og fyrir- tækja. Þessi sérstaða hagfræði meðal vís- 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.