Vísbending


Vísbending - 03.08.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.08.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING MURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 30.6 3. ÁGÚST1988 VERÐ- BÓLGA, VERÐ- BÓLGA Dr.PorvalúurGylfason Þjóðartekjur okkar íslendinga eru nú meðal hinna hæstu í heiminum öll- um. Þær munu nema um einni milljón króna, eða um 22.000 Bandaríkjadoll- urum, á hvert mannsbarn í landinu á þessu ári. Fjögurra manna fjölskylda aflar þannig fjögurra milljóna króna að meðaltali á þessu ári, ef allt er talið. Sú fjárhæð samsvarar andvirði fjög- urra herbergja íbúðar í Reykjavík eða átta bíla af ágætri gerð. Fjölmörg fyrir- tæki og heimili í landinu ramba samt á barmi gjaldþrots og örvæntingar. Hvernig stendur á því? Verðbólgan heldur áfram____________ Svarið er einfalt. Efnahagsvandinn er verðbólguvandi fyrst og fremst. Verðbólgan stafar af því, að þjóðin eyðir um efni fram, eins og allir vita. Ofþenslan lýsir sér líka í því, að er- lendar skuldir halda áfram að hrann- ast upp. Hverri ríkisstjórn landsins á eftir annarri hefur mistekizt að ráða við þennan vanda þrátt fyrir góðan á- setning. Þjóðhagsstofnun spáir því nú, á miðju ári, að verðbólgan á árinu öllu verði um 28% á mælikvarða fram- færsluvísitölu að óbreyttu gengi. Ým- islegt bendir til þess, að verðbólgan á árinu geti orðið enn meiri, þegar öll kurl koma til grafar, einkum ef gengi krónunnar verður fellt einu sinni enn eða kaup hækkar að nýju. Verðbólgan var um 19% í fyrra á sama mælikvarða og fór vaxandi frá upphafi til loka árs. Núverandi ríkisstjórn hefur því ekki tekizt það á fyrsta starfsári sínu að nálgast það höfuðmarkmið stjórnar- stefnunnar að ná verðbólgunni niður á svipað stig og í helztu viðskipta- og samkeppnislöndum okkar. Hvers vegna? Svarið liggur ekki alveg í augum uppi. Ofþenslan á sér ýmsar orsakir, bæði í einkageiranum og í ríkisbú- skapnum. Það er þó varla hægt að skella skuldinni á heimili og einkafyr- irtæki. Þau eyða meira en þau afla og taka afganginn að láni, ef þau sjá sér hag í því hvert um sig og ef þau geta, annars ekki. Ríkið hegðar sér eins. Það er eðlilegt. Það er að vísu höfuð- markmið ríkisstjórnarinnar að draga úr verðbólgu og erlendum skuldum, eða svo segir hún sjálf. Ríkisstjórnin hefði getað hamlað á móti ofþenslunni í einkageiranum með ýmsum hætti, og hún hefði líka getað haft betra taum- hald á ríkisbúskapnum. En ríkisstjórn- in tók annað fram yfir baráttuna við verðbólguna, þegar á reyndi. Hvað brást?_______________________ Þrennt þarf að nefna sérstaklega. Gengi. í fyrsta lagi hefur ríkisstjórn- in fellt gengi krónunnar tvisvar á árinu til þessa án þess að gera fullnægjandi hliðarráðstafanir til að hamla á móti verðbólgu. Gengisfelling án öflugs að- halds á öðrum sviðum til mótvægis er verðbólguráðstöfun. Það var þess vegna nauðsynlegt að fylgja gengisfell- ingunum eftir með því til dæmis að fresta opinberum framkvæmdum til þess að draga úr þenslu og líka til að sýna almenningi, að ríkisstjórnin ætl- aði að halda verðbólgu í skefjum. Þetta var ekki gert. Peningamál. í öðru lagi ríkir ennþá mikil þensla á peningamarkaði. Að vísu eru háir raunvextir að sínu leyti til marks um aðhald í peningamálum, en það er ekki nóg við núverandi aðstæð- ur. Útlán bankakerfisins jukust með vaxandi hraða allt síðasta ár. Fyrstu sex mánuði þessa árs var útlánaaukn- ingin um 43-44% á ári, jafnvel þótt nauðsyn bæri til að halda útlánum í skefjum til að hamla á móti verðbólgu- áhrifum gengisfellinganna tveggja. Heildarinnlán innlánsstofnana jukust miklu hægar á sama tíma, eða um 28% frá júnílokum 1987 til júníloka 1988. Þannig hafa bankarnir dælt peningum út í efnahagslífið síðustu mánuði og kynt undir þenslu með því móti. Pen- ingaframboð í víðum skilningi (þ.e. peningamagn og sparifé) hefur þó aukizt miklu hægar en útlán, ehda hef- ur gjaldeyrisstaða bankanna rýrnað að samaskapi. Ríkisfjármál. í þriðja lagi birtast hvað eftir annað fréttir af ófyrirhuguð- um útgjöldum ríkisins umfram fjárlög og af nýjum erlendum Iántökum með ábyrgð eða leyfi ríkisins umfram láns- fjárlög fyrir þetta ár. Auk þess hefur ríkið tekið mun meira fé að láni í Seðlabankanum fyrri hluta árs en að var stefnt vegna tregrar sölu ríkis- skuldabréfa fram að þessu. Þess vegna virðist stefna í umtalsverðan þenslu- halla á ríkisbúskapnum í ár eins og undangengin ár, en þá er átt við þann hluta heildarlánsfjárþarfar ríkisins í víðum skilningi, sem veldur þenslu innan lands. Við þetta bætast ný á- form ríkisins um stórframkvæmdir við álverið í Straumsvík. Þær munu eiga að kosta næstum 10.000 Bandaríkja- dollara á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu fram til 1995. Ríkis- stjórnin hefur ekki skýrt frá því, hvernig hún hyggst draga úr þensluá- áhrifum þessara framkvæmda með að- haldi á öðrum sviðum. Þessi vinnu- brögð eru ekki til þess fallin að efla trú almennings á aðhaldsvilja ríkisstjórn- arinnar. Verðbólga slævir hagvöxt Hvers vegna heldur verðbólgan á- fram ár eftir ár, án þess að ríkisstjómin taki á sig rögg og uppræti þennan ó- fögnuð, eins og hún hefur sagzt mundu gera! • Verðbólga, verðbólga • Gullogvarasjóðir • ErlenrJ fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.