Vísbending


Vísbending - 09.11.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 09.11.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING peningalegur sparnaður jókst. Það dugði þó ekki til þess að draga úr um- frameyðslu þjóðarinnar, en öll árin að 1986 undanskildu var halli á viðskipt- um við útlönd á bilinu 3,5 til 4,7% af landsframleiðslu. Enda var öll árin, að 1984 undanskildu, halli á rekstri ríkis- sjóðs. Samdráttur og stjórnarstefna árið 1988_________________________________ Á seinustu mánuðum 1987 fór að bera á erfiðleikum útflutningsfyrir- tækja, þegar saman fór lækkandi fisk- verð og lækkandi gengi dollars. Þá strax gáfu einstakir stjórnarmeðlimir fyrirheit um aðstoð við fyrirtækin, annað hvort í formi gengislækkunar eða í formi vaxtalækkunar. Þaö var þó ekki fyrr en í lok febrúar að ríkisstjórn- in lækkaði gengið og greip til ýmissa annarra ,,hjálparaðgerða“. Slíkt varð þó einungis til að ýta enn frekar undir þenslu og lánsfjáreftirspurn og jafn- framt undir væntingar um enn meiri gengislækkun. Aftur var látið undan í maí s.l. og enn aftur í september, en nú var jafnframt bannað að hækka laun og verð, og gefin fyrirheit um lækkun raunvaxta. Þar með var í grundvallar- atriðum vikið af þeirri stefnu sem mót- uð var árið 1983 og fólst í því að fólk bæri sjálft ábyrgð á samningum sem það gerði; hvort sem þeir voru um verð, laun eða vexti. Var sú stefna þá á misskilningi byggð eftir allt saman og má rekja til hennar þensluna á undanförnum árum og e.t.v. samdráttinn í dag? Stefnuræða forsætisráðherra gefur allt þetta til kynna. Mr kemur m.a. fram að því er vexti varðar, að háir vextir hafi ekki gegnt því hlutverki sínu að draga úr þenslu. Þvert á móti fylgdi miklum fjármagnskostnaði verðbólga. Á hinn bóginn væri vaxta- kostnaður orðinn svo mikill hjá fyrir- tækjunum að hann væri farinn að leiða til gjaldþrota. Niðurstaðan stjórnvalda er sú að eitt brýnasta verk- efnið verður að lækka raunvexti að meðaltali niður í 5-6%. Mr að auki er stefnt að því að afnema lánskjaravísi- töluna strax og jafnvægi er náð til að draga úr víxlhækkun verðlags og fjár- magnskostnaðar. Það er með þessum hætti, auk verð- og launastöðvunar fram til febrúar/ mars á næsta ári og aðhalds í ríkisfjár- málum sem felur í sér verulega aukn- ingu skatta, sem ríkisstjórnin hyggst ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum. (Skattahækkanirnar ganga vel að merkja gegn því meginsjónarmiði sem var í heiðri haft í seinustu ríkisstjórn- um að gæta einföldunar og hlutleysis). Að vísu reiknar stjórnin ekki með því að úr viðskiptahalla dragi á næsta ári, en reiknar hins vegar með aðeins 6% verðbólgu á árinu. Pað hefur ekki reynt á sjálfsábyrgð Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til fela í sér kúvendingu á grundvallarviðhorfum í efnahagsmál- um m.v. þær hugmyndir sem uppi voru á árunum upp úr 1983. Eins og forsætisráðherra orðar það, þá er “leitt til þess að vita að enn einu sinni skuli sannast að við kunnum ekki fót- um okkar forráð, þegar vel árar. Ef leita á skýringar, er hún ef til vill helst sú, að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hvert stefndi". Niðurstaða ráðherrans er því sú að, stjórnvöld verði að grípa í taumana og hafa bein afskipti af ákvörðunum um verð, laun og ekki síst vexti; að öðrum kosti kemst aldrei á jafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Ef við skyggnumst hins vegar aðeins betur í atburðarás seinustu ára og ekki síst seinustu missera þá er freistandi að leita annarra skýringa á því hvernig komið er. Sannleikurinn er sá að það hefur aldrei reynt almennilega á sjálfs- ábyrgð í atvinnulífinu. Allt tímabilið frá 1983 og fram á þennan dag hafa þeir launasamningar sem fara fram á vegum heildarsamtaka verið gerðir í trausti þess að stjórnvöld „liðkuðu til“ með þeim. Þetta kostaði aukin útgjöld fyrir ríkissjóð til að byrja með og stundum gengislækkun þrátt fyrir yfir- lýsingar um stöðugt gengi. Og þegar vextir hækkuðu í kjölfar aukinnar eft- irspurnar eftir lánsfé leið ekki á löngu þar til að kröfur lántakenda um lækk- un vaxta fengu hljómgrunn hjá aðilum innan stjórnarinnar. Það var að vísu yfirlýst stefna seinustu stjórnar að halda fast við stefnuna um stöðugt gengi og láta markaðinn um að ákveða vextina, en ágreiningur innan ríkis- stjórnarinnar um hvort tveggja stefnu- atriðið var augljós og opinber. Úr því svo er, þá er ekkert eðlilegra en að fyrirtækin gangi á lagið þegar eitthvað bjátar á og hagi sér í launa- samningum og lántökum eins og að þeim yrði komið til bjargar. Launa- samningarnir í febrúar s.l. voru alls ekki í samræmi við stefnuna um ó- breytt gengi og það hlutu atvinnurek- endur að gera sér grein fyrir á þeim tíma. Einnig stjórnmálamenn sem þó sögðust vera tiltölulega ánægðir með samningana. Og allt frá því að halla tók undan fæti fyrir þau útflutnings- fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu í dollurum, þá lá nokkuð ljóst fyrir vegna yfirlýsinga einstakra ráðherra, að stjórnin myndi grípa til einhverra ívilnandi úrræða. I trausti þess m.a. tóku fyrirtækin lán þrátt fyrir háa vexti í stað þess að grípa til aðhaldsaðgerða, en slíkt var aftur til þess fallið að halda vöxtum háum. Þá hafa bankar efalítið teygt sig of langt í lánveitingum, enda stjórnvöld líkleg til að hlaupa undir bagga ef illa fer. Orsakir erfiðleikanna Helsta vandamálið í íslensku efna- hagslífi felst ekki í auknu frjálsræði undanfarinna ára heldur miklu fremur í skorti á stefnufestu við stjórn efna- hagsmála. Stjórnarflokkar verða að koma sér saman um grundvallarstefnu sem byggir á skilningi á eðli og hlut- verki markaðarins og halda fast við hana. Fyrirtæki og heimili munu laga sig að þeirri stefnu vandræðalaust ef hún er skýr og trúverðug. Öll lönd búa við sveiflur í efnahags- starfsseminni, en þær hafa bara vérið miklu skarpari hér á landi en víðast annars staðar. Ótryggum aflabrögð- um og sveiflum í markaðsverði verður ekki eingöngu kennt um, sveiflurnar eru að talsverðu leyti heimatilbúnar. Þar skiptir ekki síst máli stórt bil á milli loforða og efnda í ríkisfjármálum, en æ ofan í æ reynast útgjöld og lántökur meiri þegar upp er staðið en ætlað var. Mestu skiptir að fyrirtæki fái sjálf tækifæri til að jafna óhjákvæmilegar sveiflur í ytri skilyrðum og væri það verðugra verkefni fyrir stjórnvöld til að stuðla að en því sem felst í beinni íhlutun um verð, laun og vexti. Þessi ,,verð“ gegna einnig sínu hlutverki til sveiflujöfnunar, ef þeir sem semja um þau fá að gera það á eigin ábyrgð. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.