Vísbending


Vísbending - 09.11.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 09.11.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING SVÍÞJÓD: Skiptar skoöanir um hvernig bregö- ast skuli við þenslu_______________ Um þetta leyti árs birtir sænska stjórnin ávallt nokkurs konar “þjóð- hagsáætlun“, þar sem fram kemur mat hennar á stöðu og horfum í þjóðarbú- skapnum auk þess sem lagðar eru fram fyrirætlanir um aðgerðir. Skv. þessari áætlun á að draga úr hagvexti á næsta ári um rúmlega eitt prósentustig og verður hann þá 1,7%. Það er hins veg- ar viðurkennt að þensla og verðbólga séu höfuðvandamálin í sænsku efna- hagslífi og verði það áfram ef ekki verður gripið í taumana, jafnvel þótt von sé á minni hagvexti. Að öðru óbreyttu reikna stjórnvöld með 6% verðbólgu og 7% hækkun launa á næsta ári, sem að mati stjórnarinnar er talsvert meira en verður í viðskipta- löndum þeirra og mun þess vegna halda áfram að grafa undan sam- keppnishæfni atvinnulífsins. Þessi staða birtist m.a. í vaxandi viðskipta- halla, sem er áætlaður 10 milljarðar sænskra króna á þessu ári og 13,8 milljarðar á því næsta. Þetta er tæpast viðunandi að mati fjármálaráðherrans, Kjell Olof Feldt, og hefur hann í hyggju ýmsar'ráðstaf- anir til úrbóta. Á meðal þessara ráð- stafana er minnkun ríkisstyrkja til landbúnaðar, afnám innflutningstak- markana á fatnaði, lítilsháttar lækkun tekjuskatta og tilmæli um að dregið verði úr byggingum skrifstofuhúsnæð- is í stærri borgum. Að mati ýmissa sérfræðinga er áætl- unin í bjartsýnára lagi og ef vel á að vera þyrftu úrræðin að vera miklu rót- tækari en fjármálaráðherrann boðar. í spám einkaaðila er t.d. gert ráð fyrir a.m.k. 7% verðbólgu á næsta ári og rúmlega 8% hækkun launa. Þar að auki er gert ráð fyrir verulega meiri viðskiptahalla en kemur fram í áætlun stjórnvalda, eða nálægt 20 milljörðum sænskra króna. Þessu hafa ýmsir vilj- að mæta með ráðstöfunum til að örva sparnað heimila og með tollalækkun- um. Þenslan í Svíþjóð og skortur á vinnuafli þar hefur m.a. ýtt undir að fyrirtæki leita í ríkara mæli út fyrir landssteinana með starfsemi sína. Vol- vo hefur t.d. nýlega ákveðið að rann- sóknarvinna þeirra muni í framtíðinni verða staðsett í Belgíu, Hollandi og Bandaríkjunum, og hefur ákvörðun þessi mælst misjafnlega fyrir. Sérstak- lega hafa menn áhyggjur af því að tækniþekking kunni að flytj ast úr landi. RRIiEND FRÉHBROT SOVÉTRÍKIN:_____________ Hlutabréfamarkaður er hugsanlega á næsta leyti______________________ Nú þykir nokkuð ljóst að viðskipti með hlutabréf verði tekin upp í Sovét- ríkjunum áður en langt um líður. Hins vegar er nú deilt um það hversu víð- tækur réttur manna verði til að eiga og versla með hlutabréf. í nýlegri yfirlýs- ingu formanns Áætlunarnefndarinnar segir t.d. að einungis starfsmenn við- komandi fyrirtækja fái leyfi til að ger- ast hluthafar. Þetta er hins vegar í and- stöðu við yfirlýsingu fjármálaráðherr- ans, Boris Gostev, sem hefur viljað ganga lengra. Gostev sagði nýlega að það yrðu tvenns konar hlutabréf. Annars vegar hlutabréf starfsmanna og hins vegar hlutabréf sem önnur fyrirtæki gætu átt. Og fyrirtækjabréfin eiga að geta gengið kaupum og sölum á opnum markaði, þar sem öllum verður frjálst að kaupa. Það yrði m.ö.o. komið á fót eiginlegum hlutabréfamarkaði. Starfs- mannabréfin eiga að takmarkast við upphæð sem svarar til u.þ.b. 20 mán- aðarlauna, eða 16.200 dollara á ein- stakling og verða án atkvæðisréttar. Þessi bréf mega ekki verða fleiri en svarar til 30% af eignum fyrirtækisins. Fyrirtækjabréfin mega hins vegar svara til 50% af eignum fyrirtækisins og þessar tvær tegundir bréfa mega þess vegna ná yfir að hámarki 80% af eignum fyrirtækisins. BANDARÍKIN: Hagvöxtur á þriðja ársbórðungi minni enátveim þeim íyrri Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi reyndist vera 2,2% á ársgrundvelli og er það minnsti vöxtur á einum árs- fjórðungi í næstum tvö ár. Hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var 3,4% og 3% á þeim öðrum, þannig að þróunin hefur vakið með mönnum vissar áhyggjur um að e.t.v. væri samdráttarskeið framundan. Samdráttur kemur og fer og út af fyrir sig ekki ólíklegt að það fari að koma að slíku tímabili í ljósi þess hversu langt yfirstandandi hag- vaxtarskeið hefur verið. En upplýsingar um minni hagvöxt hafa líka dregið úr áhyggjum manna um að verðbólga fari úr böndum. Framleiðslugeta er nú svo til fullnýtt og það þótti ljóst að meiri hagvöxtur fengist ekki án þess að knýja upp laun og verðlag. Tölur um verðbólgu á þriðja ársfjórðungi sýna líka að úr henni hefur dregið frá því fyrr á árinu. Verðbólga var 4,4% á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi, en 5,5% á öðrum ársfjórðungi. FRAKKLAND:_____________________________ Nýjar tölur um afgan§ á utanríkisvið- skiptum treysta gengi frankans, í bili a.m.k. Það kom nokkuð á óvart í Frakk- landi þegar í ljós kom að afgangur var á vöruviðskiptum við útlönd í septem- ber. Allt fram til þess tíma hafði nefni- lega hallað undan fæti í þessum efnum og gengi frankans var komið niður undir ystu mörk Evrópumyntkerfis- ins. Septembertölurnar leiddu svo til þess að gengi frankans styrktist nokk- uð gagnvart þýsku marki og hefur jafnvel vakið vonir um að lengra verði í næstu uppstokkun innan EMS kerfis- ins en almennt var búist við. Það er hins vegar hætt við að tölur fyrir einn mánuð segi ekki allt um hvert stefnir. Og þrátt fyrir nýjustu tölur stefnir í talsverðan halla á við- skiptajöfnuði fyrir allt árið, eða sem svarar til 25 milljarða franska franka. Ef litið er til viðskiptanna við V.Þýskaland sérstaklega þá kemur í ljós að innflutningur Frakka umfram útflutning til Þýskalands verður að öll- um líkindum tvöfalt meiri í ár en hann var fyrir aðeins þremur árum. Það kann líka að grafa undan styrk frank- ans að dollarinn hefur á undanförnum dögum sigið gagnvart þýska markinu. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot oa útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiöja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.