Vísbending


Vísbending - 09.11.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.11.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING ÁHRIF GENGIS- FELLINGAR Dr. ÞorvalúurGylfason Gengi krónunnar hefur nú verið fellt í þrígang á þessu ári, án þess að fullnægjandi gagnráðstafanir hafi ver- ið gerðar til þess að draga úr verðbólgu vegna gengisfallsins. Nafngengi krón- unnar hefur fallið um 22% frá áramót- um á mælikvarða meðalgengis. Raun- gengi krónunnar hefur þó lækkað miklu minna en þetta þennan tíma, eða um nálægt 5%, þar eð almennt verðlag hefur hækkað um 16% um- fram verðlag erlendis á mælikvarða framfærslukostnaðar. Hins vegar hækkaði raungengið verulega árin tvö næst á undan, 1986 og 1987, fyrst og fremst vegna mikillar verðbólgu hér heima. Raungengishækkunina má ráða af því meðal annars, að meðal- nafngengi krónunnar gagnvart erlend- um gjaldmiðlum lækkaði um 9% þessi tvö ár, meðan almennt verðlag hér heima hækkaði um 29% umfram verð- lag í útlöndum á mælikvarða fram- færsluvísitölu. Meðalraungengi krón- unnar gagnvart erlendum gjald- miðlum hækkaði því um 18% eða þar um bil þessi tvö ár, 1986 og 1987, og er því um 12% hærra nú en í ársbyrjun 1986. Raungengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar hefur þó hækkað mun meira vegna gengisfalls dollarans á alþjóðagjaldeyrismarkaði síðan 1985. Önnur vísbending__________________ Aðra vísbendingu um hækkun raungengis krónunnar að undanförnu má ráða af því, að þjóðartekjur á mann hér á landi virðast miklu hærri í erlendri mynt en þær eru í raun og veru. Við núverandi gengi krónunnar eru þjóðartekjur í dollurum á mann nú til dæmis orðnar um 20% hærri hér á landi en í Bandaríkjunum ($23.000 hér, $19.000 þar), en þær voru um 10% lægri hér en þar að meðaltali 1976-85, áður en tastgengisstefnan kom til sögunnar. Þessa stökkbreyt- ingu er auðvitað ekki hægt að rekja til örari hagvaxtar hér en vestan hafs nema að litlu leyti, því að tekjur á mann hafa vaxið “aðeins“ 4% hraðar að raunverulegu verðmæti hér en í Bandaríkjunum síðan 1985. Það, sem hefur gerzt, er, að hækkun raungengis krónunnar vegna mikillar verðbólgu hér heima hefur skekkt samanburð- inn. Þar eð verð erlends gjaldeyris hef- ur hækkað miklu minna en almennt verðlag, hafa þjóðartekjur á mann hækkað miklu meira í erlendri mynt en í íslenzkum krónum á föstu verð- lagi. Þjóðartekjur íslendinga mældar í dollurum á mann myndu til dæmis lækka um 20% í einu vetfangi og verða svipaðar og í Bandaríkjunum, ef gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar lækkaði um 20%. Það er þó erfitt að meta það nákvæmlega, hversu háar þjóðartekjur á mann hér heima eru nú í raun og veru í samanburði við Banda- ríkin eða önnur lönd. Þess vegna er ekki heldur hægt að fullyrða, hversu mikið gengi krónunnar þyrfti að falla, til þess að “rétt“ hlutföll milli þjóðar- tekna á mann hér og erlendis kæmust á að nýju. Aðhald til mótvægis_________________ Er nauðsynlegt að lækka gengi krónunnar nú eða innan skamms til að leiðrétta þessa skekkju? Auðvitað verður að haga gengisskráningu þannig gegnum tímann, að tryggt sé, að afkoma útflutningsatvinnuveganna og þjóðarbúsins alls sé eins góð og kostur er. Vandinn hér og nú er hins vegar sá, að gengisfelling er verð- bólguráðstöfun og dugir því yfirleitt skammt, ef henni er ekki fylgt eftir með nógu öflugu aðhaldi á öðrum sviðum til mótvægis. Ástæðan er ein- föld. Afkoma útflutningsatvinnuvega ræðst af raungengi að öðru jöfnu, ekki nafngengi. Sama á við um viðskipta- jöfnuð. Útflutningsatvinnugreinar eru yfirleitt engu betur settar og viðskipta- jöfnuður engu hagstæðari eftir gengis- fellingu, ef verðlag og kauplag hækkar til jafns, þannig að raunverulegur kostnaður fyrirtækjanna og tekjur standa í stað og afkoma heimilanna líka. Þess vegna er það ævinlega nauð- synlegt að fylgja gengisfellingu eftir (a) með því að draga úr útlánum bankakerfisins til að koma í veg fyrir peningaþenslu vegna aukins inn- streymis erlends gjaldeyris og (b) með öflugum aðhaldsaðgerðum að auki til að halda verðbólgu í skefjum og til að tryggja með því móti, að raungengið falli, eins og að er stefnt. Hversu öflugar þurfa slíkar aðhalds- aðgerðir að vera, til að verðbólga auk- ist ekki og til að gengisfelling geti borið árangur? Því er ekki auðvelt að svara nákvæmlega, því að vitneskja hag- fræðinga um áhrif gengisfellingar á ís- lenzkan þjóðarbúskap er ófullkomin enn, þótt hún hafi batnað mikið síð- ustu ár. Gróft reiknað virðist þó mega gera ráð fyrir því, að lækkun raun- gengis um til dæmis 10% myndi bæta viðskiptajöfnuð um fjárhæð, sem nemur 1% til 3% af þjóðarframleiðslu að öðru jöfnu. Þar eð gengisfelling dregur jafnan nokkuð úr einkaneyzlu, má ætla, að þjóðartekjur myndu aukast nokkru minna en þetta að öðru jöfnu, eða um 1% til 2%, væri svigrúm til slíkrar aukningar á annað borð. Þessar tölur eru reistar á mati hag- fræðinga Þjóðhagsstofnunar og Seðla- banka auk dr. Tórs Einarssonar dós- ents á áhrifum gengisbreytinga á innflutning og útflutning. Rannsóknir höfundar og annarra hagfræðinga hafa leitt til svipaðrar niðurstöðu um áhrif gengisfellingar á viðskiptajöfnuð og þjóðarframleiðslu í ýmsum nálæg- um löndum. Niðurlag_____________________________ Reiknum dæmið á enda. Til þess að koma í veg fyrir verðbólgu af völdum 10% gengisfellingar þyrftu útgjöld heimila, fyrirtækja og ríkisins að drag- ast saman um fjárhæð, sem nemur allt að 2% af þjóðartekjum eða 5 milljörð- um króna í ár. Ef ríkisstjórnin ákvæði til dæmis að skerða samneyzlu um þessa fjárhæð, þyrfti hún að dragast saman um allt að 11%, þar eð sam- neyzla nemur um 18% af þjóðarfram- leiðslu. Sama máli gegnir um fjárfest- ingu; hún þyrfti að minnka um allt að 11% til þess að vega ein sér á móti þensluáhrifum aukinna útflutnings- tekna. Ef ríkisstjórnin ákvæði að hækka heldur tekjuskatt heimila eða söluskatt til að draga úr einkaneyzlu, þá þyrfti hún að dragast saman um allt að 3% til að vega á móti 10% gengis- fellingu. Þótt þessum reikningi sé ætlað það eitt að gefa grófa vísbendingu um um- fang nauðsynlegra aðhaldsaðgerða meðfram gengisfellingu við íslenzkar aðstæður, virðist sú ályktun blasa við, að 10% lækkun raungengis hneigist til að flytja svo mikið fé til útflutningsat- vinnuvega, að verulegt aðhald sé nauðsynlegt annars staðar í hagkerf- inu til mótvægis til að koma í veg fyrir verðbólgu. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.