Vísbending


Vísbending - 23.11.1988, Page 3

Vísbending - 23.11.1988, Page 3
GENGIS- FELLING OG SKULDA- BYRÐI FYRIR- TÆKJA Dr. PorvaldurGylfason Margir stjórnendur fyrirtækja velta því fyrir sér um þessar mundir, svo sem vonlegt er, hvort ríkisstjórninni sé stætt á því að reyna að halda gengi krónunnar föstu enn um sinn eða ekki. Þessar vangaveltur helgast ekki aðeins af slæmri afkomu margra útflutnings- fyrirtækja sem stendur og þrálátum halla á viðskiptum við útlönd, heldur líka af því, að raungengi krónunnar hefur hækkað verulega að undan- förnu og er nú um 12% hærra en það var í ársbyrjun 1986 á mælikvarða meðalgengis og framfærslukostnaðar. Aðrir kvarðar gefa svipaða vísbend- ingu. Raungengi krónunnar hefur hækkað einkum vegna þess, að nafn- gengi krónunnar hefur ekki verið lag- að til fulls að verðlagi í landinu í því skyni að halda aftur af verðbólgu. Skynsamleg afstaða til áframhald- andi fastgengisstefnu stjórnvalda hlýt- ur að fara eftir ýmsu. Fyrst og fremst þarf þó að hyggja að því, hvort gengis- ____________VÍSBENDING_______________ felling gæti yfirhöfuð komið að ein- hverju gagni við núverandi kringum- stæður. Gengislækkun myndi að sönnu færa fé til útflutningsatvinnu- vega í bráð að minnsta kosti og bæta afkomu þeirra með því móti að því til- skildu, að henni væri fylgt eftir með nógu öflugu aðhaldi á öðrum sviðum til að halda verðlagi og kauplagi í skefjum, svo sem lýst var í fyrri grein. Gengisfelling myndi líka draga úr inn- flutningi og einkaneyzlu við þessi skil- yrði, bæta viðskiptajöfnuð og draga þannig úr skuldasöfnun þjóðarinnar í útlöndum. Um þessa farvegi hefur gengisfelling oft skilað góðum árangri gegnum tíðina, hér heima ekki síður en víða erlendis. Margir stjórnendur velta þó vöngum yfir því, hversu vel gengisfelling dygði til að leysa brýnan vanda útflutningsfyrirtækja nú í ljósi þess, að íslenzk fyrirtæki eru yfirleitt miklu skuldugri nú en jafnan áður bæði innan lands og utan. Þeirri spurningu er reynt að svara í þessari grein. Innlendar skuldir______________________ Skoðum innlendar skuldir fyrst. Sú breyting hefur orðið frá fyrri tíð, að mikill hluti innlendra skulda útflutn- ingsfyrirtækja er nú vísitölutryggður, þannig að innlend skuldabyrði fyrir- tækjanna léttist ekki að neinu ráði, þótt gengi krónunnar sé fellt og verð- lag hækki. Að vísu hneigist aukin verðbólga til þess að lækka raunvexti að öðru jöfnu, jafnvel þótt lánskjör séu verðtryggð eða gengistryggð. Á- vinningur fyrirtækja af gengisfellingu af þeim sökum er samt smávægilegur hjá því, sem áður var, þegar óverð- tryggðar skuldir rýrnuðu verulega í kjölfar hverrar gengisfellingar. Þess vegna kæmi gengisfelling íslenzkum útflutningsfyrirtækjum að minna gagni nú en oft áður. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Verðtrygging dregur jafnan úr áhrifa- mætti gengisfellingar og hagstjórnar yfirleitt, hvort heldur vextir eru verð- tryggðir á peningamarkaði eða laun á vinnumarkaði. Gengislækkun er til dæmis iðulega ætlað að bæta við- skiptajöfnuð með því meðal annars að hækka verðlag og lækka þannig raun- verulegan launakostnað að óbreyttu kaupgjaldi og bæta afkomu útflutn- ingsfyrirtækja og innlends samkeppn- isiðnaðar með því móti. Vísitölubind- ing kauplags kemur í veg fyrir þetta sjálfkrafa. Gengisfelling getur að vísu borið góðan árangur samt þrátt fyrir fulla verðtryggingu launa, sé þess gætt að halda peningaframboði í skefjum, því að gengisfelling dregur þá úr eftir- spurn og innflutningi, og viðskipta- jöfnuður batnar. Ef peningaframboð er hins vegar aukið til jafns við hækk- un verðlags, þá gerir vísitölubinding kauplags áhrif gengisfellingar á raun- verulegar útflutningstekjur og inn- flutning að engu, því að þá standa raunverulegt peningamagn og raun- verulegur launakostnaður í stað og eftirspurn, innflutningur og útflutn- ingur líka. Af þessu má ráða, hversu mikilvægt það er, að gengisfellingu sé fylgt eftir með markvissu aðhaldi í peningamálum og launamálum. Gengisfelling getur því aðeins komið að gagni, að hún dragi annað hvort úr raunverulegu peningamagni eða raun- verulegum launakostnaði eða hvoru tveggja. Það er kjarni málsins. Erlendar skuldir Um erlendar skuldir gegnir öðru máli en innlendar. Erlendar skuldir eru næstum alltaf tilgreindar í erlendri mynt, til dæmis Bandaríkjadollurum. íslenzkt fyrirtæki, sem skuldar 1 millj- ón dollara í útlöndum, þarf að greiða fleiri krónur eftir gengisfellingu en áður til að standa í skilum. Ef fyrirtæk- ið aflar tekna á innlendum markaði, verður skuldin þungbærari við gengis- fellingu að öðru jöfnu. Þetta gerist af sjálfu sér, því að gengisfelling eykur erlendar vaxtagreiðslur og afborganir sjálfkrafa, en ekki innlendar tekjur. Skuldabyrði útflutningsfyrirtækis helzt hins vegar óbreytt við gefnum út- flutningi, því að gengisfelling eykur út- flutningstekjur í krónum sjálfkrafa til jafns við erlendar skuldir, og byrðin léttist, ef útflutningur eykst. Erlend skuldabyrði þjóðarbúsins í heild getur því hvort heldur þyngzt eða létzt af völdum gengislækkunar. Á- hrifin fara eftir því, hversu mikill hluti erlendra skulda hvílir á fyrirtækjum, sem selja framleiðslu sína og þjónustu á heimamarkaði, og hversu mikið út- flutningur eykst við gengisfellingu. En hvort sem erlend skuldabyrði þjóðar- búsins þyngist eða ekki í kjölfar geng- isfellingar, hækkar hlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslu þó næst- um örugglega fyrst í stað, því að geng- isfelling eykur þjóðarframleiðslu minna en útflutningstekjur í krónum, enda er einn höfuðtilgangur gengis- lækkunar yfirleitt einmitt sá að auka hlutdeild útflutnings í þjóðarfram- leiðslu. Hins vegar dregur gengisfell- ing yfirleitt úr skuldasöfnun með tím- anum, ef hún tekst á annað borð, og skuldahlutfallið lækkar. 3

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.