Vísbending


Vísbending - 22.06.1989, Blaðsíða 1

Vísbending - 22.06.1989, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 24.7. 22. JÚNÍ 1989 GENGI, VEXTIR OG HAMSTUR GENGISFELLING OG INNFLUTNINGUR* ÁRIN 1968 OG 1974 1968 Medaltal þriggja næstu ára á undan % ......................... ............................. 1974 Medaltal þriggja næstu ára á undan % ------------------------ ------------------------------ * Innflutningur hvers mánaöar er sýndur sem hlutfall af þjóðarframleiöslu Dr. Guðmundur Magnússon Samspil gengis og vaxta Á frjálsum gjaldeyrismarkaði þar sem mynlir ganga kaupum og sölum veldur aukin eftirspurn eftir tilteknum gjaldmiðli hækkun á gengi hans að öðru jöfnu. Ástæður aukinnar eftir- spurnar geta verið mismunandi; meiri ásókn í fjármagn, innlausn á eldri kröfum, aukið traust á gjaldmiðlinum vegna góðs árangurs í efnahagsmálum, vaxtahækkun eða væntingar um hana o.fl. Hluti þessa gæti birst í mynd spákaupmennsku, þ.e. kaupunt á mynt til að selja aftur eftir skamma hríð. Væntingar um gengisbreytingu hafa einnig áhrif á innkaupavenjur einstakl- inga og fyrirtækja, sbr. hamstur fyrir gengisfellingar. Af framansögðu leiðir að unnt er að stuðla að breylingunt á gengi gjaldmiðils með því að hafa áhrif á vexti og væntingar. Það er reyndar raunvaxtamunur milli landa sem skiptir máli í þessu sambandi. Sem dæmi má nefna að bandaríkjadalur hefur að undanförnu hækkað hressilega gagnvart vestur-þýsku marki og japönsku jéni. Menn eru því að velta því fyrir sér hvað sé jafnstöðugengi þessara gjaldmiðla og hver verði viðbrögð landanna við risi dollarans. Fæstir búast við 'vaxtalækkun í Bandaríkjunum fyrr en ntenn hafa sannfærst um að verðbólguhætta sé liðin hjá þar í landi. Á hinn bóginn búast margir við vaxlahækkunum í Vestur-Þýskalandi og Japan. Er þetta bæði vegna þess að þessi lönd eru ekkert alltof hrifin af því að verðbólga aukist hjá þeim með dýrari innflutningi og eins vegna þess að tilraunir til að aftra frekari hækkun dollarans með sölu dollara af háll'u seðlabankanna hafa ekki dugað til að hefta uppgang hans. Gengi og spákaupmennska Það virðist útbreiddur misskilningur að spákaupmennska í gjaldmiðli sé alltaf til ills. Þctta er sennilega vegna Efni: • Gengi, vextir og hamstur • Hlutaskipti: Trygging gegn atvinnuleysi (síðari hluti) • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.