Vísbending - 22.06.1989, Blaðsíða 4
VÍSBENDING
SUÐUR KÓREA:
Krefjast betri lífskjara í kjölfar
gífurlegs hagvaxtar
Fá ef þá nokkur lönd í heiminum hafa
haft eins mikinn hagvöxt á undan-
förnum árum og Suður Kórea. Hann
var hvorki meiri né minni en á milli 12
og 13% árlega á seinustu þremur árum.
Aðalástæðan var mikill og vaxandi
útflutningur sem byggðist meðal
annars á hlutfallslega lágum launum.
Þetta er núna hins vegar að breytast
dálítið. Launin hafa hækkað um 20%
á ári síðustu þrjú árin og eftirspurn eftir
innfluttum lúxusvarningi hefur farið
vaxandi. Gengi gjaldmiðilsins, won,
hefur hækkað mikið gagnvart dollar
og þetta hefur m.a. þýtt að afgangur á
viðskiptum við útlönd verður
væntanlega mun minni í ár en hann
hefur verið seinustu þrjú árin.
Menn velta því nú fyrir sér hvaða
möguleika Suður Kórea hefur á því að
halda áfram á sömu braut þrátt fyrir
lakari samkeppnisstöðu en áður vegna
hærri launa og hærra gengis. Ymsir eru
þeirrar skoðunar að góðar líkur séu á
áframhaldandi velgengni enda hafi
stjórnin uppi ýmsar fyrirællanir um að
færa þjóðarbúskapinn nær markaðs-
kerfum þróaðra landa. Hins vegar sé
óraunhæft að reikna nreð eins
gífurlegum hagvexti og átt hefur sér
stað síðustu árin. Aðrir benda á að
margt þurfi að lagfæra áður en búast
nregi við góðu og jöfnu gengi.
Sérstaklega sé fyrirkomulagi á
vinnumarkaði ábótavant, en verkföll og
órói hefur verið almennur síðustu
misseri og lífskjarabatanum þykir illa
skipt.
ÁSTRALÍA:____________________
Erfiðlega gengur að ná tökum
á verðbólgu
Efnahagsástandið í Ástralíu minnir
að sumu leyti á efnahagsástandið á
íslandi. Ástralir hafa verið að glíma
við verðbóigu sem er meiri en gengur
og gerisl í helstu viðskiptalöndum
þeirra og með vissu millibili virðist
allt vera í óefni komið. Svo rétta þeir
úr kútnum og þá gjarnan vegna
breytinga á viðskiptakjörum. Verð-
bólgan hjá þeim er að vísu rniklu minni
en hjá okkur; hún er 8% um þessar
mundir, en þykir engu að síður allt of
mikil þegar hún er borin saman við
önnur lönd. En auk verðbólgunnar eru
það fyrsl og fremst miklar erlendar
skuldir og of lítill sparnaður sem hrjá
Ástrali þessa dagana. Erlendar skuldir
ERLEND
FRETIABROT
hafa tvöfaldast á seinustu þrem árum
og jafngilda nú nálægt þriðjungi
landsframleiðslunnar. Þær eiga sér
samsvörun í miklum viðskiptahalla
sem hefur verið 4-5% af lands-
framleiðslu undanfarin ár.
Ástralir hafa brugðist við þessu
ástandi með aðhaldi í bæði ríkisfjár-
málum og peningamálum. Fjárlög hafa
verið afgreidd með afgangi og vextir
eru óhemju háir. Kjörvextir eru t.d.
tæplega 20% og vextir af húsnæðis-
lánum eru 17%. Menn búast samt ekki
við árangri af þessum aðgerðum fyrr
en hugsanlega á næsta ári. Að sumra
mati tefur það fyrir hversu seint hefur
gengið að framkvæma nauðsynlegar
skipulagsbreytingar í atvinnumálum og
skattamálum.
ÍRLAND:_______________
Skjót umskipti til hins betra
Fyrir réttu ári var ítarleg umfjöllun
um írland í Vísbendingu þar sem fram
kom heldur dapurleg mynd af
ástandinu. Gífurlegur halli á ríkissjóði,
hátt í 20% atvinnuleysi og fólksflótti
voru nokkur af þeim atriðum sem
einkenndu ástandið. Þá var nýtekinn
aftur við stjórnartaumunum, Charles
Haughey, og satt að segja ríkti engin
bjartsýni um að honum tækist að bæta
ástandið. Hann var áður forsætis-
ráðherra á árunum 1979-81 og var
upphafsmaður að þeirri umfram-
eyðslu sem átti eftir að einkenna Ira
allan þennan áratug. Sem dæmi má
nefna að á árunum 1982-86 var
ríkissjóðshallinn alltaf á bilinu 12-16%
af þjóðarfrantleiðslu og árið 1986
voru skuldir ríkissjóðs orðnar 132% af
þjóðarframleiðslu, sem var hæsta
hlutfall í Evrópu.
En þvert ofan í almennar væntingar
hefur Haughey tekist að snúa
efnahagnum til hins betra. Hann hefur
t.d. skorið ríkisútgjöld drjúgt niður og
þess er nú vænst að hallinn á þessu ári
verði kominn niður í 4,5% af
þjóðarframleiðslu. Og það sem meira
er, hagvöxtur er byrjaður á nýjan leik
eftir áralanga stöðnun og vextir hafa
lækkað. Talið er að hagvöxtur verði
4% á þessu ári og vextir eru komnir
niður í 9%. Hins vegar hefur verðbólga
hækkað eilítið og reiknað er með að
hún verði 3,5% í ár samanborið við
aðeins 2% í fyrra. Irar eru meðlimir í
Evrópumyntkerfinu og ýmsir vilja
þakka því þeim árangri sem náðst
hefur. Er þá bent á Bretland til
samanburðar, sem eru ekki meðlimir
og glíma nú við rúmlega 8%
verðbólgu og sífellt hærri vexti.
En það er margt óunnið og Haughey
ákvað nýlega að gengið yrði til
kosninga, sem nýlega hafa farið fram í
þeirri trú að byrinn væri með sér og til
að tryggja fylgi við nauðsynlegar
áframhaldandi samdráttaraðgerðir.
Það er ennþá um 18% atvinnuleysi,
sem væri eflaust meira ef ekki kæmi til
verulegur fólksflótti. Árlega hafa um
40.000 írar flutt frá landinu og
samsvarar það 1% af landsmönnum.
FRAKKLAND:_________________
Efnahagslegur stöðugleiki
skilar sér í blómlegum
hlutafjármarkaði
Á síðustu árum hafa Frakkar notið
efnahagslegs stöðugleika í ríkari mæli
en áður. Skuldbindingu þeirra um
gengisstöðugleika, sem tengist þátttöku
þeirra í Evrópumyntkerfinu, hefur
verið lylgt eftir af mikilli alvöru,
jafnvel þótt það hafi þýtt bæði háa
vexti og litlar launahækkanir. Og þeir
eru nú að uppskera árangur þessa
aðhalds. Hann birtist t.d. í mun lægri
verðbólgu en lengi tíðkaðist og er
spáð að hún verði 2-3% á þessu ári.
Árangurinn birtist líka greinilega í mjög
blómlegum hlutabréfaviðskiptum.
Nýlega var sett met í hlutabréfahöllinni
í París þegar vísitalan fór upp í 485,7
stig. Er það talsvert hærra en hún hafði
komist í rétt fyrir verðhrunið á
hlutabréfamörkuðum um allan heim í
október 1987. Eftir sem áður er
atvinnuleysi mikið vandamál í
Frakklandi, en það hefur um nokkurn
tíma haldist í kringum 10%.
Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson.
Útg.: Kaupþing hf., Húsi Verslunarinnar,
Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Sími 686988.
Prentun: Gutenberg, ríkisprentsmiðja.
Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita
með neinum hætti svo sem með Ijósritun
eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni
án leyfis útgefanda.