Vísbending - 22.06.1989, Page 2
VÍSBENDING
GENGISFELLING OG INNFLUTNINGUR*
ÁRIN 1978 OG 1983
197g Medaltal þrlggja næstu ára á undan
%
1983 Medaltal þrlggja næstu ára á undan
jan feþ mar apr mal jún júl ág sep okt nóv des
* Innflutningur hvers mánaöar er sýndur sem hlutfall af þjóöarframleiöslu
þess að spákaupmenn geta flýtt fyrir
lækkun eða hækkun gengis og þannig
tekið völdin óbeinlínis af seðlabanka
og ríkisstjórn. Það er ekki fjarri lagi að
þetta hafi gerst hérá landi 13.maí 1988.
Þann dag felldi Seðlabanki íslands
niður gengisskráningu krónunnar
vegna óvenju mikils útstreymis
gjaldeyris og hinn 16. maí var gengi
íslensku krónunnar lækkað um 10%.
En spákaupmenn geta líka stuðlað
að því að jafna sveiflur í gengi. IVleð
því að kaupa gjaldeyri og geyma þegar
myntin er hátt skráð (miðað við aðra
mynt) forða þeir frekari hækkun hennar
og öfugt lækkun hennar með því að
selja af birgðum þegar hún lækkar í
verði.
Um hitt má síðan deila hvort slík
spákaupmennska sé alltaf á rökum reist.
Þegar gengi gjaldmiðla er látið fljóta
og ekki er vitað með hvaða hætti
seðlabankar bregðast við fá “spekul-
antarnir” að svitna. Gengissveiflur
dollarans undanfarin ár hafa t.d. gert
spákaupmönnum ekki síður en hag-
fræðingum gramt í geði með því að
ögra öllum viðurkenndum lögmálum.
Gengi og hamstur
En lítum nú á áhrif væntinga um
gengisfellingu á eftirspurn eftir inn-
fluttum vörum. Ekki er ýkjalangt að
minnast mikillar eftirspurnar eftir
bílum, heimilistækjum og jafnvel
byggingarvörum þegar gengisfelling
var yfirvofandi. Það er fróðlegt að
skoða hvað innflutningstölur segja
okkur um þetta.
Til þess að komast að því hvaða
áhrif væntanleg gengisfelling hefur á
innkaupavenjur þjóðarinnar verður að
taka tillit til árstíðarsveiflna og hreinsa
út vörur sem gætu skekkt myndina. Þess
vegna er eðlilegast að sleppa skipum
og flugvélum. Og til þess að losna við
umreikning á öllum tölum til sambæri-
legs verðlags er hentugt að skoða
innflutning sent hlutfall af þjóðar-
framleiðslu eða landsframleiðslu.
Meðfylgjandi línurit 1 - 4 eru úr
nýlegri kandidatsritgerð Hólmfríðar S.
Sigurðardóttur, viðskiptafræðings.
Þau sýna innllutning sem hlutfall af
þjóðarframleiðslu við gengisfelling-
arnar 1968, 1974, 1978 og 1983 miðað
við meðaltöl þriggja undanfarandi ára
í hverju tilviki.
Athyglisvert er að hamstur er áber-
andi í þremur fyrstu tilvikunum en það
er ekki merkjanlegt í því síðasta í maí
1983. Þó kom þessi gengisfelling ekki
á óvart. Hið sama gildir um
gengisfellingar eftir 1983. Kaupæði
hefur ekki gripið urn sig. (Gjald-
eyriskaupin í maí 1988 voru ekki
vörukaup.)
Hamstur og ávöxtun fjár
En hver er skýringin á því að dregið
hefur úr hamstri í sambandi við
gengisfellingar?
Það er afar nærtækt að líta til
ávöxtunar fjár á innlendum markaði og
kostnaðar af lánsfé. Mcð verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga og vaxtafrelsi er
hamsturorðið ástæðuminna, tilgangs-
laust eða jafnvel óarðbært. Eignamenn
geta ávaxtað fé sitt nteð verðtryggð-
um hætti og hamstur gegn lánasláttu
borgar sig ekki.
Rétt er að hafa þann fyrirvara á að
gengisbreytingar hafa verið minni og
tíðari síðustu ár en við áttum að
venjast. Þetta gæti að nokkru leyti
verið ástæða þess að væntingar um
gengisfellingu breytast ekki í vörukaup.
Það er í fullu samræmi við
skynsamlegt atferli manna á frjálsum
markaði að háir vextir (verðtrygging
meðtalin) dragi úr hamstri við
væntingar um gengisfellingar. Þessi
jákvæða hlið verðtryggingar og
aukins frelsis á peningamarkaðnum vill
oft gleymast í umræðum um vaxtamál
hér á landi.