Vísbending


Vísbending - 20.07.1989, Qupperneq 2

Vísbending - 20.07.1989, Qupperneq 2
VÍSBENDING að hafa tilskilin verslunarleyfi. Utan- garðskerfið er ekki talið með í þjóð- hagsreikningum, cn áætlað er að verð- mætasköpun utangarðs ncmi un 38% af vergri þjóðarframleiðslu og er því raunveruleg þjóðarframleiðsla van- metin um 27%. Nú blasir við, að smáfólkið í Perú, og víða í Rómönsku Ameríku, hefur tekið til sinna ráða og leitast við að bylta atvinnulífinu eins og borgara- stéttin í Evrópu forðunt. En utangarðs- kerfið er tiltölulega óhagkvæmt skipulagsform ekki síst vegna þess, að eignarréttur í ólöglegum fyrirtækjum nýtur ekki verndar ríkisins og aðilar, sem stunda viðskipti í óleyfi, geta því ekki leitað til dómstóla um úrskurð í deilumálum. Til dæmis er ekki unnt að sækja skaðabótamál fyrir dómstóli, ef aðili að samningi stendur ekki við fyrirheit sín. Utangarðsmenn hafa því komið upp eigin réttarkerfi eins og Mafían eða gullgrafararnir forðum í Kaliforníu og treysta mikið á fjölskyldutengsl í viðskiptum. Lögrétting Ljóst er, að fátt mundi gagnast atvinnulífinu í mörgum þróunarlöndum betur en lögrétting: að settar yrðu skýrar og einfaldar reglur um atvinnu- lífið og þannig lækkaður viðskipta- kostnaður þeirra, sem vilja skapa verðmæti. En ekki er nóg að setja ný lög og reglur, heldur verður jafnframt að tryggja, að bæði þegnar og stjórn- endur ríkisins fari að lögum. Slíkt kallar á nýja stjórnarháttu og eftirlit með og jafnvægi milli einstakra stofnana ríkisins, svo sem ntilli dómsvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Einnig er mikilvægt, að þessar stofnanir séu bæði í orði og á borði ábyrgar gerða sinna gagnvart þegnunum. De Soto vekur athygli á því, að hagfræðingar í iðnríkjum Vesturlanda viti lítið um tilurð og þróun hagkerfa og stjórnkerfa, þeir hafi lítið kannað flókið samspil atvinnulífs, laga og stjórnkerfis í þeirn ríkjum, sem vel hefur vegnað. Þau mál hafi til skamms tíma verið einkamál Marxista, en nú er kominn tími til að aðrir fræðimcnn rækti þann kálgarð. I) Shr. nafn á harðsvíraðri skœruiiðahreyfingu í Peni. Leið Ijóssins. Bók de Soto hefurfarið sigurför utn heiminn, en hún fœst nú í enskri þýðingu og nefnist The Otlier Path: Tlie Invisible Kevolution in the Third World. Inngang bókarinnar ritar skáldið góða, Mario Vargas Llosa og hefst inngangurinn með orðunum ‘ ‘stundum segja hagfrœðingar hetri sögur en skáld. ’' De Soto greinir frá niðurstöðum sínum í stuttu máli í tímaritinu Economic Impact 198912. MÚTUR Dr. Eyjólfur Kjalar Emilsson Úti í löndum koma öðru hvoru upp hneykslismál vegna mútugreiðslna og mútuþægni, stundum með þeim afleiðingum að stórmenni hrapa hátt. Frægasta dæmið frá síðari árum er ugglaust Lockheedhneykslið svo- nefnda, sem m. a. velti japönskum for- sætisráðherra úr sessi og leiddi li' þess að Bernharður prins og eiginmaður Júlíönu Hollandsdrottningar varð að segja af sér flestöllum stöðum sínum og embættum. Og enn er japanskt stjórnmálalíf grátt leikið af mútu- málum, sem ekki er séð fyrir endann á. Stórmál af þessum toga, þar sem unt er að tefla umbun til stjórnmálamanna eða embættismanna gegn fyrir- greiðslu, hafa ekki komið upp hér- lendis. En raddir heyrast um að mútur eða að minnsta kosti óeðlilegar greiðslur og ívilnanir eigi sér stað í viðskiptum hér. Sá sem þetta ritar hefur heyrt það fullyrt af grandvörum mönnunt sem vel þekkja til, að mútur eða alltént óeðlileg umbun hafi tíðkast hér í sumum greinum viðskiptalífsins. Það liggur í eðli málsins að full- yrðingar um slíkt verða seint sannaðar eða afsannaðar. Mútur, lög og siðferði Nú varða mútur við lög, og það er verkcfni lögfræðinga og dómstóla að segja til um hvaða athæfi sé brot á þeim lögum sem þar er um að ræða." Eg er ekki löglærður maður, og ætla mér ekki að fjalla sérstaklega um þá hlið þessa máls sem að lögunum snýr. En um mútur gildir sama og unt flest annað athæfi sem refsivert er sam- kvæmt lögum: þær eru ekki einasta lög- brot, heldur líka siðferðisbrot. Lögin eru sett til að vernda ákveðin siðferði- leg verðmæti og hagsmuni. Þessi verðmæti eru réttlæting þeirrar skerð- ingar á athafnafrelsi sem í lögunum felst. Líta má á lögin sem staðfestingu á siðferðilegri taumhaldsskyldu. Það er einkum hin siðferðilega hlið máls- ins sem ég ætla að gera hér að umtals- efni. En fyrst af öllu verðum við að vita hvað við erum að tala um. Hvað eru mútur? Reynum að þrengja hringinn smám saman. I fyrsta lagi eru mútur í eðli sínu viljaverk. Það cr ekki hægt að múta óvart, fremur en það er hægt að reyna að hætta að reykja óvart. Sá sent mútar er að reyna að fá einhvern annan til að gera eitthvað sem mútarinn telur að komi sér vei. Ennfrentur er ljóst að þetla gerir mútarinn með því að láta hinum í té eitthvað sem hann telur að sé honunt þóknanlegt. Ekki er nauðsynlegt til að um mútur sé að ræða að það sé gert ljóst berum orðurn nákvæmlega hvað mútarinn ætlast til að fá fram. Þótt ekki sé hægt að múta óviljandi, þá er hægt að láta múta sér óviljandi, þótt sennilega þurfi nokkra leikni í sjálfsblekkingu til! En þetta eru ekki nægjanleg skilyrði þess að um mútur sé að ræða. Segjum að ég lofi barni tíkalli fyrir að skreppa út í sjoppu fyrir mig. Hér væri ég að reyna að fá barnið til að gera eitthvað sem kemur mér vel með því að láta því í té eitthvað sem ég held að sé eftirsóknarvert fyrir það. Fólk segir líka stundum eitthvað á þessa leið: “Eg mútaði krökkunum til að haga sér vel með því að lofa þeirn Tívolíferð”. Þetta væru þó ekki réttnefndar mútur. Hér er verið að slá því saman að múta einhverjum til einhvers og að kaupa einhvern til einhvers. Þarna getur að vísu verið mjótt á mununum, en eigi að síður er um markverðan greinar- mun að ræða. Munurinn liggur í því að mútuþegi lætur verknað sinn sýnast út á við eins og hann sé unninn af eðlilegum ástæðum, eins og sér gangi ekkert annað til en það sem eðlilegt getur talist. En í rauninni lætur hann stjórnast af einhverju öðru sem ekki má koma í ljós. Sá sem er aðeins keyptur þarf ekki að fela ástæður sínar til verksins til að það nái tilgangi sínum. Hann kann að skammast sín fyrir að þiggja fé fyrir það sem hann gerir og vilja leyna því; hann kann líka að hafa góðar ástæður til að halda því leyndu að hann hafi unnið verkið - til dæmis ef um leigumorðingja er að ræða - en það er verknaðinum ekki eðlislægt að eiga að líta út fyrir að vera eitthvað annað en hann er Ekki er hægt að múta manni til að gera það sem er rétt Hugleiðum aðeins tvö ótvíræð dæmi um mútur: knattspyrnufélag lætur dómara fá peninga til að hann verði liði félagsins hliðhollur; glæpamaður gefur vitni sumarbústað við Mið- jarðarhafið fyrir að Ijúga fyrir rétti. Af þessum Ijósu dæmum kynnum við að álykta að það sem mútarinn vonast lil að fá fram sé ævinlega eitthvað ólögmætt eða rangt: það er rangt af knattspyrnudómara að vera hlutdrægur, og það er rangt af vitni að ljúga fyrir rétti. En er þetta endilega alltaf svo? Segjum að verktaki bjóði starfsmanni verkfræðistofu sem er að meta verk- tilboð frá honum í laxveiði í dýrustu

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.