Vísbending


Vísbending - 20.07.1989, Blaðsíða 4

Vísbending - 20.07.1989, Blaðsíða 4
VÍSBENDING SPÁNN:____________________________ Nýjar aðgerðir til að draga úr þenslu Það hefur verið mikil gróska á Spáni á síðustu misserum, sem birtist í u.þ.b. 6% hagvexti en einnig í tæplega 7% verðbólgu. Fyrr á árinu gripu stjórn- völd til ýmissa aðgerða til að draga úr þenslu og þá voru vextir m.a. hækkaðir. Þær aðgerðir virðast hafa dugað skammt því útlán bankanna hafa aukist um 20%. Nú hafa stjórnvöld gripið til frekari aðgerða til að draga úr þenslu og er markmiðið að draga jafnvirði tæplega 5 milljarða bandaríkjadollara úr umferð. Aðgerðirnar felast einkum í því að herða aðhald í peningamálum. Bindi- skylda, sem skiptist í vaxtalausan og vaxtagefandi hluta, hefur t.d. verið aukin um 1%, upp í 7,5% á þeim hluta sem ekki gefur af sér vexti en er 11,5% á hinum hlutanum eftir sem áður. Þetta á að draga úr útlánagetu bankanna og gæti minnkað ágóða þeirra um 17,5 milljarða peseta. Þá hefur seðlabank- inn hækkað vexti á lánum sem hann veitir viðskiptabönkum um 0,75% og eru þeir þá orðnir 14,5%. Stjórnvöld hafa einnig ákveðið að hækka skatta á fjármagnstekjur úr 20% í 25% og ennfremur að girða betur fyrir skattundandrátt. Bæði verkalýðsfélög og atvinnurek- endur hafa mótmælt þessum aðgerð- um og telja hærri vexti einungis leiða til meira atvinnuleysis og minni fjár- festinga. Fjármálaráðherrann, Carlos Solchaga, segir hins vegar að aðgerð- irnar muni tryggja ákjósanlegustu leið til jafnvægis í þjóðarbúskapnum og varanlegs hagvaxtar. Hann áætlar að atvinna aukist um 2,5-3% á árinu þrátt fyrir aðgerðirnar. Enn aðrir taka undir með fjármálaráðherranum um að aðgerða hafi verið þörf, en eru ekki sammála þeim leiðum sem hann fer. Þeir hefðu fremur kosið að dregið yrði úr ríkisútgjöldum og tekjuskattur yrði hækkaður. NOREGUR:_________________ Fyrirtæki einbeiti sér að þeim tækifærum sem “sameiginleg- ur markaður” EB býður I Noregi er komin út skýrsla á vegum norskra iðnrekenda sem er ætlað að hjálpa norskum fyrirtækjum að skilja hvað felst í “sameiginlegum ntark- aði” EB-ríkjanna og einnig að koma auga á leiðir til að bregðast skynsam- lega við væntanlegum breytingum. I ERLEND FRÉTMROT skýrslunni eru norsk fyrirtæki sérstaklega hvött til að ráðast í skipu- lagsbreytingar og þróa vörur sem ekki ættu undir högg að sækja vegna tiltölulega mikils launakostnaðar. Þá er lögð rík áhersla á að norsk fyrirtæki leiti eftir meiri samvinnu við fyrirtæki innan bandalagsins. í skýrslunni kemur fram sú skoðun að norsk fyrirtæki séu illa upplýst um 1992 og talsverð hætta sé á því að þau einangrist ef þau bregðist ekki skjótt við. Fyrirtækin væru of upptekin af því að taka yfir lítil fyrirtæki heima fyrir, sem gerði lítið til þess að styrkja sam- keppnisstöðu þeirra innan bandalags- ins. Þá kemur einnig fram að styrkur norskra fyrirtækja felist í góðri stjórnun og góðri samvinnu milli stjórnenda og starfsmanna. Ef þessi atriði yrðu þróuð áfram væri von til þess að tiltölulega hár launakostnaður kæmi fyrirtækjunum ekki í koll í hinni vaxandi samkeppni. BRETLAND:_______________ Lítil fyrirtæki greiða á milli 17 og 22% vexti; verðbólga á bilinu 8-9% Financial Times fjallaði nýlega um vanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Bretlandi vegna hárra vaxta þar um þessar mundir. Grunnvextireru nú 14% en flest lítil og meðalstór fyrirtæki greiða mun hærri vexti eða á bilinu 17 og 22%. Blaðið tekur dærni af lítilli prentsmiðju þar sem starfa 20 manns og veltan er 1,5 milljónir punda. A einu ári hefur fjármagnskostnaður fyrir- tækisins vaxið úr 3.250 pund á mánuði í tæplega 5.000 pund vegna nýrrar prentvélar sem keypt var fyrir ári síðan. Blaðið segir ennfremur að vandi lítilla fyrirtækja sé meiri en þeirra stærri vegna þess hversu háð þau séu lánsfjármagni. Þau hal'i ekki sömu möguleika og stór fyrirtæki að afla fjár á hlutabréfamarkaði. Háu vextirnir hafa einnig margs konar önnur áhrif til íþyngingar. I fyrsta lagi fara seljendur aðfanga fram á styttri greiðslufrest, t.d. úr 45 dögum í 30 daga á meðan kaupendur krefjast lengri greiðslufrests, t.d. úr 45 dögum í 60 daga. í öðru lagi gera ört hækkandi vextir fyrirtækjunum erfitt fyrir með að skipuleggja fram í tímann og fresta þarf annars þörfum fjárfestingum. Og í þriðja lagi vill brenna við að kaupendur fresti kaupum á meðan vextir eru eins háir og raun ber vitni. Nú hafa samtök smárra fyrirtækja í Bretlandi farið fram á ríkisaðstoð sem veiti þeim svipaða lánafyrirgreiðslu og þau segja að þekkist í ýmsum öðrum löndum. Samtökin hafa m.a. mælst til þess að ríkisstjórnin leggi fram 1 milljarð punda í stofnframlag til sjóðs sem myndi veita smáum fyrirtækjum hagstæð lán til tíu ára á föslum vöxtum. Samlökin eru líka að velta fyrir sér stofnun lánafyrirtækis þar sem félagar þess fái lánað hjá og láni hverjum öðrum á vöxtuin sem séu lægri en markaðsvextir. Niðurgreiðsla á vöxtum leiðir til ófarnaðar Alþjóðabankinn hel'ur nýlega senl l'rá sér skýrslu um könnun sem gerð var á sambandinu milli niðurgreiddra vaxta og hagvaxtar. Könnunin náði til 33 þróunarlanda á tímabilinu 1974 til 1985 og voru löndin flokkuð í þrjá hópa. I fyrsta lagi lönd sem höfðu jákvæða raunvexti, í öðru lagi lönd sem höfðu 0-5% neikvæða raunvexti og í þriðja lagi lönd sem höfðu lægri en -5% raunvexti. Niðurstaða skýrslunnar er sú, að niðurgreiddir vextir stuðluðu alls ekki að hagvexti eins og stundum er haldið fram, heldur þvert á móti leiddu til ófarnaðar. Hagvöxtur landanna sem höfðu haft jákvæða raunvexti var mun meiri en hinna. Að mati skýrsluhöfunda er skýr- ingarinnar að leita til þess, að þar sem vextir eru tiltölulega háir er sparnaður jafnframt meiri en ella og betur vandað til fjárfestinga. Hagvöxturinn kemur til af því að jákvæðir raunvextir stuðla að betri gæðum fjárfestingarinnar. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf., Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Sími 686988. Prentun:Gutenberg, ríkisprentsmiðja. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfisútgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.