Vísbending


Vísbending - 20.07.1989, Side 3

Vísbending - 20.07.1989, Side 3
VÍSBENDING veiðiá landsins. Þetta er ef til vill mútutilraun, en ekki er þar með víst að neitt sé rangt við að taka verktilboði verktakans. Kannski er það einmitt besta tilboðið. En ef betur er að gáð eru rangindi enn með í spilinu. Því sé hér um mútur að ræða, lilýtur verk- takinn að liafa ætlast til, eða a.m.k. vonast til, að starfsmaðurinn myndi beita sér fyrir því að tilboðinu væri tekið, jafnvel þótt önnur væru betri. Og það væri auðvitað rangt að taka tilboðinu í því tilviki. Trúlega eru dæmi af þessu tagi einmitt algengustu dæmin um mútur. Þau verk sem menn vonast til að fá fram eru ekki ólögmæt eða siðferðilega ámælisverð í sjálfu sér, heldur felast rangindin í því að gert er upp á milli manna eða kosta á fölskum forsendum: það er reynt að láta líta svo út að ákvörðun sem tekin er sé rétt og eðlileg, en hún er það ekki miðað við þær forsendur sem almennt gilda og eru viðurkenndar við ákvarðanir um það efni sem í hlut á. í hverju liggur siðleysið? Af ofangreindu má ráða að í mútum býr jafnan fals og blekking, með tilheyrandi lítilsvirðingu á manneskj- um. I því liggur siðleysi þeirra a.nt.k. að hluta.21 En hér kemur fleira til. Mútur hafa tilheigingu til að eyði- leggja góðar reglur og mælikvarða sem ef til vill hefur tekið langan tíma að móta og festa í sessi. Þegar mútum er beitt við sölu á vöru eða þjónustu á markaði eins og í útboðsdæminu áðan, þá er verkan þeirra sú að það sem aðrir Itafa frant að bjóða fær ekki að keppa við vöru mútarans á grundvelli verðs og gæða. Slíkt hlýlur að draga úr gildi þess að lækka verð og auka gæðin fyrir samkeppnisaðilana eða koma inn hjá þeim ranghugmyndum um æskilega eiginleika þess sem þeir bjóða frarn. Ennfremur kunna mútur að skapa þeim sem þær stundar einokunaraðstöðu ásamt öllu því sem slíku fylgir.11 Hvenær breytist eðlileg umbun í mútur? Víkjurn nú að endingu að nokkrunt dæmum um markatilvik og sérstakan siðferðilegan vanda sem kann að vakna í sambandi við mútur. Það mun ekki fálíll í viðskiptum að fyrirtæki veiti viðskiptavinum sínum einhverja óumbeðna umbun eða gjafir. Slíkt er í sjálfu sér auðvitað ekki mútur, þurfa ekki einu sinni að vera óeðlilegir viðskiptahættir, sé þetta innan hóflegra marka og ekki verið að ginna fólk með óeðlilegum hætti. En þegar einhverju eftirsóknarverðu er otað að aðila sem hefur áhrif á við- skiptaákvarðanir, án þess að bera beina fjárhagslega ábyrgð á þeirn sjálfur, erum við komin inn á hættusvæði. Þetta getur gerst samfara kynningu, til dæmis ef slíkum aðila er boðið í eftirsóknarverða ferð til þess að kynna sér vöru sent er í boði eða þegar eitthvað er að honum rétt til að skapa velvild eða sem þakklætisvottur fyrir góða samvinnu. Það er ekki sjálfgefið að urn mútur sé að ræða í slíkum tilvikum. Strangt tekið veltur það á ætlun þess sent greiðann gerir, saman- ber það sem sagt var í upphafi þessa máls um mútur sem viljaverk. Sá sem vill ekki gerast sekur urn múlur verður að spyrja sjálfan sig heiðarlega að því, þegar hann hugleiðir boð af þessu tagi, hvað sér gangi í rauninni til: er hann þegar allt kemur til alls að reyna að hafa annarleg áhrif á manninn? El' svarið er játandi, er að sjálfsögðu unt mútutilraun að ræða. Sé svarið á þá lund, að megintilgangurinn sé t.d. sá að kynna vöruna, en annarleg áhrif séu æskileg og ekki ólíkleg hliðar- afleiðing, þá er viðkomandi trúlega að blekkja sjálfan sig, ef hann heldur sig enn vera með hreinan skjöld. Mútur sem viðtekinn siður Annað vandasamt tilvik eru við- skipti í santfélagi eða á sviði, þar sem mútugreiðslur eru þegar ríkjandi siður. Forstjóri Lockheed, A. Carl Kotchian, varði til dæntis mútugreiðslur fyrir- tækisins í Japan á þá leið að urn væri að ræða japanska viðskiptasiði (“Japanese business praclices”).4' Sama kann að gilda unt skreiðarsölu íslendinga í Nígeríu, cn eins og flestir muna kom upp orðróntur um mútur í því sambandi fyrir fáeinum árum. Skyldi það vera gild afsökun eða réttlæting fyrir mútum að þær séu þegar viðtekin venja? Þessi spurning er afbrigði þeirrar almennu spurningar hvort það sé afsökun fyrir því að gera eitthvað rangt að allir aðrir geri það. Sem börnum er okkur vissulega kennt að svo sé ekki, og oftast er það rétt. En málið er eigi að síður nokkuð snúið. Eg mun ekki ræða almennu spurninguna að sinni, en ef til vill gefst ráðrúm til að takast á við hana síðar á þcssum vettvangi. En hugleiðum spurninguna hvað viðvíkur mútum sérstaklega. Eins og kont fram hér að framan eru mútur ekki góður siður í viðskiptum útfrá hreinu hag- nýtissjónarmiði. Þær spilla eðlilegum markaði. Sé Itins vegar þegar búið að því og mútugreiðslur orðnar viðlekinn siður, þá er ólíklegt að einstakir nýir viðskiptaaðilar geti nokkru unt þetta breytt með því að neita að taka þátt í leiknum. Það er líka athyglisvert að þegar mútur eru alsiða og allir gera því ráð fyrir þeim, þá glata þrer sumurn af eiginleikum sínum sem mútur, eins þversagnakennt og það kann að virðast. Hugsunt okkur að til að selja fisk til Pecunitaníu verði að borga ákveðnunt embættismanni þar, Pretio Cupidone, dágóða fjárupphæð sem hann hirðir sjálfur í eiginn vasa. Ef aðrir fiskseljendur til Pecunitaníu, ríkisstjórn landsins sent Cupidone starf- ar fyrir, og almennir fiskkaupendur í Pecunitaníu vita þetta mæta vel, þá er ekki verið að blekkja neinn eins og gerist við dæmigerðar mútur. Keppi- nautarnir fara ekkert að efast um gæði vöru sinnar, ríkisstjórn Pecunitaníu lítur í raun á greiðslurnar sem fríðindi Cupidones, og það hvarflar ekki að fisksölunum eða neytendum að þeir séu nteð besta fiskinn á besta verðinu. Og þeir síðastnefndu munu væntanlega líða mest fyrir þessa viðskiptahætti. Nenta það sé Cupidone auntinginn, sem verður hengdur í næstu byltingu. Mútur við aðstæður í líkingu við þessar eru vissulega ekki eins ámælis- verðar og við aðstæður þar sent mútur eru fátíð undantekning, því ekki er um eins mikla blekkingu að ræða og mútu- greiðslur virðast vera alger forsenda þess að eiga viðskipti. En menn skyldu forðast viðskipti við staði sem Pecunetaniu eftir fremsta megni. Svona siðferði er nefnilega hæglega smitandi. 1) Raunar er orDið ' 'mútur'' ekki notað í lögum. En að þeim er vikið í lögitm um óréttmæta viðskiptahœtti og neytendavernd, nr. 5611978, 34. gr„ í lögum um hlutafélög 32/1978. 153. gr. (varðandi kosningar í hlutafélögum), og í refsilögum 19/1940,109. og 128. gr. (varðandi opinbera starfsmenn). Sjá ennfremur Jónatan Þórmundsson, "Mútur" í Úlfljóti, 26, 4. 1973. 2) Þvihefur verið haldið fram að siðleysi sé œvinlega einhver mynd lyga. Þorsteinn Gylfason nálgast þessa skoðttn með kenningu sem hann nefnir sannmœlis- kenninguna um réttlœtið, þótt hann gangi að vísu ekki svo langt að lialda þessu fram um allt siðleysi. Sjá Þorsteinn Gylfason, "Hvað er réttlœti?", Skírnir, 158. ár. 1984. Gagitrýni á þessa kenningu má sjá í Eyjólfur Kjalar Emilsson, "Verðleikar og sannleikur’' í Timariti Máls og menningar, 47, 2,1986, þar sem einnig er að finna svar Þorsteins við þessari gagnrýni. 3) Sjá Manuel G. Velasquez. Business Etliics: Concepts and Cases (Prentice-HaU, Inc., Englewood Cliffs, New Jersey, 1982), bls. 158 og Neil H. Jacoby, Peter Nehemkis, and Richard Eells, Bribery and Extortion in World Business (MacmiUan Inc., New York, 1977), bls. 183. 4) Business Ethics, bls. 171.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.