Vísbending


Vísbending - 04.01.1990, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.01.1990, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIÐ8KIPTIOG EFNAHAGSMÁL 8.01. 4. JANÚAR 1990 FARIÐ Á MIS VIÐ TÆKIFÆRIN Ef lífskjör eru mæld í kaupmætti greidds tímakaups eru þau nánast þau sömu og fyrir tíu árum. Þó hafa á þessu tíu ára tímabili átt sér staö meiri framfarir í atvinnu- og viðskiptaháttum í heiminum en áður hafa þekkst á jafnlöngum tíma. Framfarir, sem margar aðrar þjóðir hafa tileinkað sér og notið ríkulega. Engin metnaðarfull áform Tækifæri til þess að auka velmegun hafa kannski aldrei verið meiri en í dag með tilkomu nýrrar tækni, aukinnar menntunar og ekki síst meira frjáls- ræðis í viðskiptum á milli landa. Samt er eins og tíminn standi að nokkru leyti í stað hér á landi; a.m.k. virðast stjórn- völd ekki hafa uppi nein metnaðarfull áform um að gefa mönnum kost á að læra af dapurri reynslu og nýta þá möguleika sem eru að opnast. Fyrirætlunum landa Evrópubanda- lagsins og fleiri landa um meira frjálsræði í viðskiptum er mætt með tortryggni og ekki laust við að litið sé á fyrirhugaðar samningaviðræður sem illa nauðsyn; helst til þess komnar að tryggja fiskútflytjendum greiðan aðgang að “sameiginlega markaðin- um”. Ekkert bólar á breytingum á skipulagi fiskveiða eða á fyrirkomu- lagi búvöruframleiðslu og óskiljan- legrar tregðu gætir í því að gefa gjaldeyrisviðskipti frjáls. Þess í stað hækka skattar og verðbólgan er ennþá margfalt hærri en í viðskiptalöndunum. Hröð atburðarás Atburðarásin er orðin afar hröð í viðskiptalöndum okkar og mikið um að vera hjá stjórnvöldum þeirra og framsæknum fyrirtækjum. Kjarni þessarar atburðarásar er sá, að hið opinbera er að aflétta hömlum á öllum sviðum viðskipta sem fyrirtæki færa sér í nyt með ýmis konar endur- skipulagningu. Samhliða þessu er hið opinbera að efla aðhald með útgjöldum og í peningamálum til þess fyrst og fremst að treysta gjald- miðilinn. I framhaldi af því stefnir Evrópa óðfluga í þá átt að þar verði aðeins einn gjaldmiðill gefinn út af einum seðlabanka. Það ætti að vera auðvelt að ímynda sér hvílíkt hagræði hlýst af slíku fyrirkomulagi fyrir þær þjóðir sem í hlut eiga. Markmiðið hjá EB er að öll fyrirtæki og allir einstaklingar í aðildar- löndunum búi við svipuð skilyrði af hálfu stjórnvalda. Með því er vænst að fjármagn, vinnuafl og auðlindir nýtist eins og best verður á kosið. Af þessu hlýst verulegur ávinningur; jafnvel örari hagvöxtur til langframa til viðbótar þeim lífiskj;irabuta Sérrt rh!lýst strax í eitt skipti fyrir öll af sameiginlegum markaði aðildarríkjanna. Straumurinn í átt til sameiginlegs markaðar er orðinn svo sterkur að ekki verður aftur snúið. Og hann á eftir að hrífa miklu fleiri lönd með sér en EB löndin með einum eða öðrum hætti. í því sambandi verður Island tæpast undanskilið jafnvel þótt ekki verði um fulla aðild að EB að ræða. En væri ekki miklu betra að hafa skilning og þar með einhverja stjórn á atburða- rásinni heldur en að vera hrifinn með fyrirvaralítið og stjórnlaust eins og nú virðist stefna í? Efni:_______________________ • Farið á mis við tækifærin • Verðbólguspá • Skattlagning vaxtatekna og verðtrygging • Erlend fréttabrot 417819 jV. Mf i

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.