Vísbending


Vísbending - 04.01.1990, Side 2

Vísbending - 04.01.1990, Side 2
VÍSBENDING Ný tækifæri í allri EB umræðunni hér á landi, sem óneitanlega er orðin talsvert mikil eins og eðlilegt er, hefur farist fyrir að kanna og kynna nýja möguleika sem myndu opnast ef farið yrði að dæmi EB landanna. Kosturinn við að vera hluti af stórum markaði á tímum mjög fullkominna samgangna þar sem allir sitja við sama borð er m.a. sá að afkoma þjóða er ekki eins bundin þeim náttúrugæðum sem land þeirra hefur upp á að bjóða. Að því er Islendinga varðar þýðir þetta að afkoman þarf ekki að vera eins háð sjávarútvegi og fram að þessu. Möguleikarnir tii að hasla sér völl á hinum ýmsu sviðum framleiðslu og viðskipta eru óþrjótandi á stórum markaði þar sem vegalengdir skipta æ minna máli. Þá mun menntun og menning, frumkvæði og framtaks; semi hafa kannski mest að segja. I stuttu máli allt það sem gerir menn eftirsóknarverða til að eiga viðskipti við. Meira aðhald Einn helsti kostur þess sem nýrri meðlimir Evrópubandalagsins sáu við það að gerast aðilar var að með þeim hætti gengust þeir undir ákveðinn aga. Það var póiitískt auðveldara að framkvæma nauðsynlegar skipulags- breytingar og efla aðhald með ríkis- útgjöldum sem meðlimir í EB en utan bandalagsins. Lönd eins og Grikkland, Spánn, Portúgal og raunar Italía eiga talsvert langt í land, en breytingar eru hafnar og verulegur árangur hefur náðst í baráttunni við verðbólgu. En auðvitað á þetta ekki að vera nauðsynlegt úrræði. íslendingar eiga að geta óháðir öðrum aukið aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum, komið í kring nauðsynlegum skipu- lagsbreytingum og gætt þess jafnframt að fyrirtæki búi ekki við lakari skilyrði en tíðkast erlendis. Þrýstingur á slíkar breytingar ætti að vera ærinn í ljósi þess að lífskjör einstaklinga hafa ekkert batnað á síðasta áralug. Saml er ekki að sjá neinar vísbendingar um stefnubreytingu ef marka má áramótahugleiðingar, en áfram byggt á misskildri skilgreiningu vandans ef ekki draumsýnum. VERÐ- BÓLGU- SPÁ FYRIR ÁRIÐ 1990 I byrjun október sl. spáði Vísbending fyrir um verðbólgu ársins 1990 í samræmi við þá venju að birta verð- bólguspá í upphafi hvers ársfjórðungs. Þá var spáð 16% verðbólgu á öllu árinu m.v. forsendur um 12% launa- hækkanir og 12% gengislækkanir. I þessari spá hefur forsendum verið breylt lítillega á þann veg að launahækkanir verði 10% á árinu og gengislækkanir verði sömuleiðis 10%. Þetta þýðir raungengislækkun eftir sem áður, sem svarar u.þ.b. til þeirrar erlendu verðbólgu sem spáð er á næsta ári (4-5%). Niðurstaðan skv. þessu verður 13% verðbólga frá upphafi til loka ársins 1990 og 18% hækkun á milli áranna 1989 og 1990. Auðvitað mætti gefa sér aðrar forsendur um þróun launa og gengis. í októberspánni voru sýnd fjögur önnur dæmi um verðbólgu árið 1990 m.v. mismunandi forsendur og vísast í því sambandi til blaðsins frá 5. október fyrir þá sem áhuga hafa. Verðbólguspár Vísbendingar fóru fyrir alvöru af stað í lok mars á síðasta ári, rétt fyrir kjarasamningana. Sýnd voru þrjú dæmi um verðbólgu m.v. mismunandi forsendur um laun og gengi. Eitt þeirra komst mjög nærri lagi um verðbólguna á árinu, en þó var gert ráð fyrir of miklum kauphækkunum og of litlum gengislækkunum. Endur- skoðuð spá í byrjun júlí komst hins vegar mjög nærri raunverulegri útkomu á réttum forsendum. Þá var spáð 23% hækkun framfærsluvísitölu en nú er sýnt að hún verður 24-25%. Næsta spá verður birt í upphafi 2. ársfjórðungs eða í byrjun apríl, en þá ættu að liggja fyrir niðurstöður launa- samninga. Um leið ætti að vera hægt að spá um verðbólgu ársins með mun minni óvissu en nú, einkum þar sem ekki er útlit fyrir launaskrið á árinu. VERÐBÓLGUSPÁ FYRIR ÁRIÐ 1990 Veröbólga hvers ársfjóröungs á ársgrundvelli 1989 — Spá 1990 zmmrn * Að hluta til spá Veröbólga allt áriö 1990: 13% Veröbólga á milli áranna 1989 og 1990: 18%

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.