Vísbending


Vísbending - 15.03.1990, Side 1

Vísbending - 15.03.1990, Side 1
yiKURlT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 8.11. 15. MARS 1990 SKIPULAG FISKVEIÐA Brýnasta hagsmunamálið Óskipulag í fiskveiðum undanfarna áratugi hefur stuðlað að margföldun skipastóls og sóknarkostnaðar en ekki að sama skapi meiri afla. Árið 1984 var reynt að stemma stigu við þessari óheillaþróun þegar heildarþorskafli var takmarkaður og skipum úthlutuð veiðileyfi árlega á grundvelli afla liðinna ára. Kvótakerfið svonefnda hefur síðan verið í árlegri endur- skoðun þótt í megindráttum hafi það verið framlengt ár frá ári. Nú er hins vegar fyrirhugað að festa skipulag fiskveiða betur í sessi svo sem nýframkomið frumvarp til laga um stjórn fiskveiða ber vitni um. Af því tilefni er í þessu blaði Vísbendingar m.a. tekið saman ýmislegt af því helsta sem fjallað hefur verið um skipulag fiskveiða í ritinu. Greinarnar sem fjalla um málið eru orðnar 17 og hafa birst af og til frá haustmánuðum 1987. Heiti grcinanna og nöfn höfunda þeirra eru birt í tímaröð á bls. 3. Frumvarpið Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem að hluta til festir í sessi núgildandi skipan um úthlutun og viðskipti með veiðileyfi. Utgerðarmönnum verður úthlutað veiðileyfi, þ.e. fastri hlutdeild í ákvörðuðum heildarafla, á grundvelli afla liðinna ára. Og þeir mega selja veiðileyfin innan hvers fiskveiða- tímabils með sama hætti og áður. Þetta þýðir að leyfi til viðskiptanna er háð samþykki sjávarútvegsráðuneytis að fenginni umsögn sveitarstjórnar og stjórnar sjómannafélags í viðkomandi verstöð. Jafnframt verða þó þær mikilvægu breytingar á skv. frum- varpinu, að aflahlutdeildin verður ótímabundin og opnuð verður heimild til að framselja hið ótímabundna veiðileyfi. Með þessum breytingum er að vissu leyti komið til móts við hugmyndir sumra fræðimanna sem hafa tjáð sig um skipulag fiskveiða. Rögnvaldur Hannesson hefur til dæmis lagt áherslu á að veiðileyfum sé úthlutað til langs tíma í senn til þess að útgerðarmenn geti gert lengri og betri áætlanir um fjárfestingu í skipum og búnaði. Og fiestir ef ekki allir fræðimenn, sem hafa skrifað um þessi mál, hafa eindregið mælt með frjálsum viðskiptum með veiðileyfi. Þeir hafa raunar talið það vera forsendu þess að hagkvæmni fái notið sín í fiskveiðum. Óhindruð viðskipti með veiðileyfi séu til þess fallin að takmarka sóknina við hagkvæmasta hluta fiskveiðiflotans. Frumvarpið gengur að vísu ekki eins langt að þessu leyti og fræðimenn hefðu viljað, en þó er nú opnuð heimild til sölu á veiðileyfum til lengri tíma. Séreign eða sameign? Réttlœtismál. Ókeypis úthlutun veiðileyfa til útgerðarmanna, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, er á hinn bóginn mjög umdeild. Ymsum finnst til dæmis óréltlátt að fiskvinnslan skuli ekki fá hlutdeild í veiðileyfum, svo nátengd sem hún er fiskveiðum. Öðrum finnst óréttlátt að tiltekinn hópur manna öðlist ókeypis réttindi til nýtingar á sameiginlegri auðlind landsmanna. Þeim finnst að allir útvegsmenn ættu að hafa sama rétt á að kaupa veiðileyfi auk þess sem réttmætur eigandi fiskimiðanna, þjóðin öll, ætti heimt- ingu á að fá greitt fyrir fiskinn. Efni: *Skipulag fiskveiða brýnasta hagsmunamálið • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.