Vísbending - 23.01.1992, Blaðsíða 1
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
23.
janúar
1992
4. tbl. 10. árg.
Einka-
væðing
Ríkisstjórnin stefnir að því að koma
nokkrum ríkisfyrirtækjum í einkaeign á
næstu árum og nú nýlega hefur verið
sagt frá hugmyndum um einkavæðingu
borgarfyrirtækja. Af nógu er að taka,
því að áætlað hefur verið að 75%
eiginfjár fimmtíu stærstu fyrirtækja á
íslandi, um 120 milljarðar króna, séu í
eigu rfkis og sveitarfélaga. Víða um
lönd hefur fjöldi fyrirtækja í opinberri
eigu verið færður í hendur einkaaðila
undanfarin tíu ár. Aðalmarkmiðið er
að draga úr opinberum afskiptum og að
einkaframtak og samkeppni fái að njóta
sín. Annaðmarkmiðeinkavæðingarer
að afla tekna. Rfkisstjórnin stefnir að
þvíaðtekjurafsölueignaverði 1-2% af
útgjöldum ríkissjóðs á kjörtímabilinu,
enþaðeru l-2milljarðarkrónaáári. A
árinu 1992 er ætlunin að selja
ríkisfyrirtæki fyrir einn milljarð króna.
En ekki má líta á fé sem fæst fyrir eignir
semhverjaraðrartekjur. Peningarkoma
íríkissjóð,enámótiminnkaaðrareignir
ríkisins. Sala eigna kemur því ekki í
staðinn fyrir skatta eða niðurskurð
útgjalda.
Er rétt að hefja
einkavæðingu núna?
Komið hefur fram sú skoðun, að þar
sem sparnaður sé óvenjulítill í þjóð-
félaginu þessa stundina, séef til vill ekki
rétti tíminn til þess að fara út í mikla
einkavæðingu núna. Hér er rétt að
skoða h ve mikl u munar um einn milljarð
á ári í viðbót á hlutabréfamarkaðinn.
Samkvæmt lauslegri samantekt Seðla-
banka voru alls boðin út ný hlutabréf
fyrir fjóra milljarða á nýliðnu ári. Að
viðbættri sölu verðbréfafyrirtækjanna
á gömlu hlutafé var heildarsalan um sex
oghálfurmilljarðurárið 1991. Miðað
við þessar tölur kæmi á óvart að einn
milljarður í viðbót væri markaðnum
um megn. Hins vegarer hugsanlegt að
núfengistnokkrulægraverðfyrirfélögin
en ef sparnaður væri meiri.
Einkavæðingaráform hjá ríkinu
Fjárhæðir í milljónum króna
Hagnaður Eiginfé
1990 1990
Áburðarverksmiðjaríkisins 17 1.500
Búnaðarbanki íslands 203 3.000
Ferðaskrifstofa Islands * *
Bifreiðaskoðun íslands hf. 86 250
Endurvinnslanhf. -11 30
Prentsmiðjan Gutenberg hf. -2 140
Sementsverksmiðjaríkisins -14 800
Síldarverksmiðjurrfkisins -157 380
Skipaútgerðrfkisins -216 450
Samtals 6.500
*Ekki gefið upp
Ríkisstjórn og einslakir ráðherrar hafa gefið til kynna að ætlunin sé að einkavæða þessi
fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þegar er byrjað að selja eignir eins fyrirtækis Skipaútgerðar
ríkisins, en ætla má að hin verði flest seld á hlutabréfamarkaði.
Eignarhlutur
ríkisins
100%
100%
33%
50%
38%
100%
100%
100%
100%
Hvaða fyrirtæki á að
einkavæða?
Hér að framan kom fram að megin-
markmiðið með einkavæðingu hlýtur
að vera að bæta rekstur fyrirtækjanna,
Samkvæmt því liggur beinast við að
ríki og sveitarfélög losi sig við fyrirtæki
sem hafa gengið illa, því að þar ættu að
vera mestir möguleikar á að bæta
reksturinn. En á hinnbóginn máætla að
vel stödd fyrirtæki séu seljanlegri.
H vaða ástæðu hafa ríki og sveitarfélög
til þess að selja fyrirtæki, ef ekki verður
séð að rekstur þeirra breytist að ráði
við það? Þessu má svara með annarri
spurningu: Er einhver ástæða til þess
að binda opinbert fé f slíkum fyrir-
tækjum? Ríkiseign á Búnaðar-
bankanum samsvarar því, að hvert
mannsbarn hér á landi eigi 12.000 krónur
í bankanum (þá er miðað við eiginfé
hans). Sumir gætu hugsað sér að eiga
stærri hlut í bankanum, en aðrir vildu
eflaust gera eitthvað annað við
peningana.
Auðveldast er að einkavæða þau
fyrirtæki semeru ísamkeppni. Misjöfn
reynslaerafsölufyrirtækjasemsitjaein
að sínum markaði. Hér á sfðunni er
listi yfir þau fyrirtæki sem ríkið ætlar
að selja á næstu árum. Þar eru nokkur
fyrirtæki sem ekki eru í neinni sam-
keppni: Aburðarverksmiðjan,
Bifreiðaskoðun Islands, Endurvinnslan
og Sementsverksmiðjan. Öll þessi
fyrirtæki hafa einkaleyfi á sínu sviði,
nema Sementsverksmiðjan. Nauðsyn-
legt er að halda uppi ströngu eftirliti
með einokunarfyrirtækjum, ekki síst
þegar þau eru í einkaeign (eins og
Bifreiðaskoðun og Endurvinnslan eru
reyndar nú þegar að miklu leyti). En
einfaldast væri þó í þessum tilfellum að
stefna að því að fella einkaleyfin úr
gildi.
Ríkisfyrirtækjum breytt í
hlutafélög
Fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu
er oft að breyta fyrirtækjunum í
hlutafélög. Eftirþaðnærábyrgðríkisins
aðeins til hlutafjárins, í stað þess að
það ábyrgist allar skuldbindingar
fyrirtækisins. Þetta verður til dæmis til
þess að fyrirtækin þurfa að huga betur
að tryggingum. Sum fyrirtækin á
listanum eru nú þegar hlutafélög, en ætla
má að hinum verði breytt í hlutafélög á
næstunni (fy rir utan Skipaútgerðina, sem
verður lögð niður). Til greina kemur
að gera fleiri opinber fyrirtæki að
hlutafélögum, og hafa þar verið nefnd
Landsvirkjun, Póstur og sími og
Rafmagnsveitur ríkisins. Sumir hafa
áhyggjur af breytingu ríkisbanka í
• Einkavæðing
• Sala orkufyrirtœkja
• Veiðigjald