Vísbending


Vísbending - 23.01.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 23.01.1992, Blaðsíða 2
hlutafélög, en ríkið áby rgist nú öll innlán þeirra. Eftir að þeir verða orðnir að hlutafélögum takmarkast öryggisnet sparifjáreigenda við eiginfé bankanna og Tryggingasjóð viðskiptabanka, auk þess sem bankarnir bera nokkra sameiginlega ábyrgð á innlánum. Nú er verið að setja nýjar og strangari reglur um eiginfé banka, en Búnaðarbankinn hefur verið yfir þeim mörkurn sem þar eru sett. Einkavæðing eflir h 1 utabréfam arkað David Watson, framkvæmdastjóri Enskilda í Lundúnum, benti á það á fundi Verslunarráðs og Vinnuveitenda- sambandsins í fyrri viku að einkavæðing hefði jafnan orðið til þess að fjölga hlutafjáreigendum og el'la hlutabréfa- markað. í Bretlandi áttu tvær milljónir manna hlutabréf árið 1979 en nú eru hlutabréf í höndum utn 12 milljóna, en það eru um 20% þjóðarinnar, Ætla má að einnig verði reynt að dreifa hlutabréfaeign í þeim fyrirtækjum sem komið verður í einkahendur á Islandi á næstu árum. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að hlutabréfin séu gimileg fjárfesting í augum almennings. Því erfremurósennilegt að skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa verði skertur meira en orðið er alveg á næstunni. En þótt reynt sé að láta hlutabréfin freista sem flestra má ekki hafa þau of ódýr, því að þannig yrði gengið á hag þeirra sem ekki eru í aðstöðu til þess að kaupaþau. ______________________| Einkavæðing orknfymtækja Ernst Hemmingsen Nýlega var haldinn fundur um einkavæðingu á vegum Verzlunarráðs íslands og Vinnuveitendasambandsins. Meðal frummælenda var David Watson frá Enskilda CorporateFinance íLondon. David Watson ræddi tillögur um einkavæðingu ýmissa opinberra fyrirtækja og ofarlega á lista hans var Landsvirkjun. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, hefur einnig kynnt ýmsar hugmyndir um einkavæðingu, (sbr. Mbl. 16/1), þar á meðal að breyta orku- fyrirtækjum Reykjavíkur í hlutafélög, sem síðar mætti selja smám saman. Einkenni orkufyrirtækja eins og Landsvirkjunar, Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur er að þau eru mjög fjárfrek fyrirtæki, bæði miðað við önnur fyrirtæki í landinu en lfka miðað við veltu þeirra. Venjulegt verzlunarfyrirtæki getur velt á ári 5-10 sinnum hærri upphæð en nemureignum þess. En hjá Landsvirkjun er veltan aðeins um einn tíundi hluti af heildareignumfyrirtækisins.Hjáhinum fyrirtækjunum er þetta hlutfall hærra, en engu að síður mjög lágt miðað við verslunarfyrirtæki. Bókfært eigið fé Landsvirkjunnar var í árslok 1990 um 25 milljarðar króna. Eigið fé Hitaveitu Reykjavíkur var um 14 milljarðar króna og Rafmagnsveitu Reykjavíkur yfir 16 milljarðar kr. Hjá Rafmagnsveitunni er bókfærður eignarhlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, 11,4 milljarðar króna. Hjáöllumþessumfyrirtækjumerueignir lágt metnar, vegna þess að afskriftatími er styttri en endingartími fjárfestingar þeirra, og gera má ráð fyrir að eigið fé þessara fyrirtækja sé talsvert hærra. Samtals var bókfært eigið fé þessara þriggia fyrirtækia um 55 milljarðar króna í árslok 1990. Þegar stærð íslenska hlutabréfa- markaðarins er höfð í huga mun einkavæðing þriggja ofannefndra fyrirtækja hafa í för með sér mikla röskun. David Watson bendir á þetta í sambandi við einkavæðingu Lands- virkjunar og telur nauðsynlegt að erlendir fjárfestar komi til skjalanna. íslenzki hlutabréfamarkaðurinn var í miklum vextiframámitt ár 1991. Síðan hefur markaðurinn verið mjög tregur, og það hefur verið erfitt að selja hlutabréf. En hvernig lítur dæmið út frá sjónarhóli fjárfesta? Er arðbært að fjárfesta í íslenzku orkufyrirtæki? Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár haft þá reglu að láta borgarfyrirtækin borga afgjald til borgarsjóðs. Afgjald er eingöngu miðað við eignir fyrirtækjanna en ekki afkomu þeirra. Þannig borgaði Rafmagnsveitan 226 milljónir kr. árið 1990 og Hitaveitan 191 milljónir kr. Þessi upphæð samsvarar um 1,4% af eigin fé þeirra. Landsvirkjun hefur stundum borgað eigendum sínum arð. Arið 1990 var þannig gert ráð fyrir að borga þeim 73 milljónir, sem er um 0,3% af eigin fé fyrirtækisins! Til þess að fjárfestar vilji kaupa hlut í Landsvirkjun, t.d. í staðinn fyrir að kaupa rfkisskuldabréf, munu þeir gera kröfu um að arðsemin verði a.m.k. sú sama og af ríkisskuldabréfum. Ef reiknað er með 8% ávöxtunarkröfu þýðir það að Landsvirkjun hefði átt að greiða eigendum sínum um 2 milljarða króna vegna ársins 1990 í staðinn fyrir 73 milljónir. Því er venjulega haldið fram að einkaaðilar geti rekið fyrirtæki betur en opinberir aðilar, og að ÍSBENDING rekstrarkostnaður muni verða lægri. Enda þótt vafalaust megi spara í rekstri hjá Landsvirkjun eins og vfðar, er óraunhæft að gera ráð fyrir að það gæti orðið meira en nokkur hundruð milljónir króna. Rekstrarkostnaður án afskrifta og vaxtagjalda nam árið 1990 unt 1,500milljónumkr.EfLandsvirkjun ætti að borga eigendum sínum 2 milljarða króna í arð er óhjákvæmilegt að hækka rafmagnsverðið verulega. Tekjur Landsvirkjunar frá öðrum en stóriðju voru um 3,8 milljarðar árið 1990. í versta falli gæti einkavæðing Landsvirkjunar haft í för með sér meira en 50% hækkun á rafmagnsverði til rafveitnanna. Sömu sögu er að segja um Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Veltan hjá Hitaveitunni var 2,3 milljarðar árið 1990 og hjá Rafmagnsveitunni 2,5 milljarðar. Ef veitufyrirtækin eiga að greiða borgarsjóði eða öðrum eigendum sínum arð sem samsvarar 8% af eigin fé fyrirtækjanna mun orkukostnaður borgarbúa hækka um 1,5 til 2 milljarða króna á ári. 1 raun má segja að Reykjavíkurborg niðurgreiði orku- kostnað fyrir viðskiptavini veitufyrir- tækjanna sem nemur þessari upphæð. Bæði Hitaveitan og Rafmagnsveitan eru dreifingarfyrirtæki, sem hafa einkarétt á sínu svæði. Óraunhæft er að afnema þennan einkarétt, og hvorugt fyrirtækið mun þess vegna vera í beinni samkeppni við aðra. Ef fyrirtækin verða seld einka- aðilum verður að setja þeim strangar reglugerðir og fylgjast náið með rekstrinum til þess að tryggja hag neytenda. Orkufyrirtæki landsinseru undanþegin tekju- og eignaskatti. Ef orkufyrirtæki verða einkavædd og þeim t.d. breytt í hlutafélög þurfa þau væntanlega að borga skatta eins og önnur einkafyrirtæki. Niðurstaða Þrátt fyrir að það hafi almennt ntarga kosti að einkavæða opinber fyrirtæki, þágildirþað fyrst og fremst um fyrirtæki, sem eru í samkeppni við aðra. Enn fremur gerir smæð íslenzka hlutabréfa- markaðarins það að verkum að það mun verða mjög erfitt að einkavæða þau. i Loks er hætt við því að einkavæðing orkufyrirtækja hafi verðhækkanir í för með sér fyrir neytendur, ef þau eiga að vera áhugaverður kostur fyrir fjárfesta. Einkavæðing fyrirtækja eins og Landsvirkjunar, Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur er því erfiðleikum bundin. Höfundur er rekstrarhagfrœðingur I 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.