Vísbending


Vísbending - 13.02.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.02.1992, Blaðsíða 2
ISBENDING Tafla 3 Innlegg á húsnæðissparnaðar- reikninga samkvæmt skattframtölum Tekju- ár Milljónir kr. Fjöldi einst. 1985 1 98 1986 3 134 1987 3 111 1988 29 304 1989 50 446 1990 76 582 1991 1 460 2,500 'Áætlun Heimild: Ríkisskattstjóri Tafla 4 Aukning einstaklinga á fjár- festingu í atvinnurekstri samkvæmt skattframtölum1 Tekju- ár Milljónir kr. Fjöldi einst.2 1985 38 1.652 1986 64 2.332 1987 16 438 1988 70 1.316 1989 392 5.131 1990 1.669 16.350 19913 1.100 12.500 vegna húsnæðisspamaðarreikninga. e) Vextir/arður: Breytilegir vextir á húsnæðisspamaðarreikningum (þeir eru nú 7,0-7,75% umfram lánskjara- vísitölu) en venjulega má gera ráð fyrir 5-15% arði af hlutabréfum sem reiknast af nafnvirði. g) Gengisbreytingar: Á árinu 1991 var0,5% raunlækkun ágengi hlutabréfa samkvæmtHMARKS-vísitölunni. Ekki er gengisáhætta á húsnæðis- spamaðarreikningum en þeireru verð- tryggðir miðað við lánskjaravísitölu sem hækkaði um 7,6% á árinu 1991. Að framangreindu má ljóst vera að húsnæðissparnaðarreikningar eru mjög vænleg ávöxtunarleið með tilliti til ávöxtunar og áhættu, hvort heldur sem er til almenns sparnaðar eða húsnæðissparnaðar. Höfundur er viðskiptafrœðingur 1 Taflan sýnir hversu mikið skattskyldar tekjur lækka 2 Hjón metin sem tveir einstaklingar 3 Áætlun Heimild: Ríkisskattstjóri Munur á hlutabréfum og húsnæðisspamaðaræikningum I hverju felst munuráþessum tveimur skattalækkunarleiðum, annars vegar hlutabréfakaupum og hins vegar húsnæðissparnaðarreikningum? Hér eru tínd til nokkuratriði og þau borin saman. a) Skattafsláttur: Með hlutabréfa- kaupumáárinu 1991 varmöguleikiáum 38 þús.kr. lækkun á tekjuskatti hjá einstaklingumen um lOOþús.kr. beinum skattafslætti ineð því að leggja inn á húsnæðissparnaðarreikning. Hjá hjónum er fjárhæðin tvöföld. b) Hámarksupphæð: Til að ná slíkum skattaívilnunum sbr. a) þurfti að kaupa hlutabréf fyrir um 94 þús.kr. en leggja inn á húsnæðissparnaðarreikning um 400 þús.kr. (tvöföld fjárhæð hjá hjónum). c) Binditími: Húsnæðissparnaðar- reikningar eru bundnir í 3-10 ár en hlutabréf þarf að eiga í 2 ár til að njóta skattajvilnunar. d) Áhætta: Hlutabréf eru í eðli sínu áhættusöm fjárfesting en áhætta er lítil Skattur á fj ármagnstekj ur gæti numið 1,5-2 milljörðum Um áramót var skipuð nefnd sem á að semja frumvarp um samræmda skattlagningu eigna- og eignatekna. Ætlunin er að leggjafrumvarp um þetta efni fyrir þing í vor og stefnt er að því að ný lög taki gildi um næstu áramót. Um þetta segir í frumvarpi til fjárlaga fyrir 1992: „Skattlagningu eigna og eignatekna þarf að samræma. Núverandi tilhögun einkennist af fjölda undanþágna og flóknum álagningar- reglum. Aukið frjálsræði íviðskiptum með fjármagn kallar á samræmingu í átt til þess sem gildir í öðrum löndum. Þessi breyting erekki sérstaklegaætluð til að skila ríkissjóði auknum tekjum heldur tryggja sanngjama og samræmda skattheimtu.“ Það er fágætt á Vesturlöndum að einstaklingar þurfi ekki að greiða skatta af vaxtatekjum, en aftur á móti eru eignarskattar hér á landi hærri en víðast gerist. Þessu á nú að breyta. Ekki mun ætlunin að auka skatta á eignir og eignatekjur fyrsta kastið, hvað sem síðar verður, heldur er talað um að lækka eignarskatta til jafns við hækkun skatta á eignatekjur. Þessir skattar eru nú nálægt þremur og hálfum milljarði króna á ári. Á vegum fyrri ríkisstjómar starfaði nefnd um þetta efni og skilaði Már Guðmundsson, formaður hennar lokaskýrslu í fyrra, ásamt drögum að frumvarpi um fjármagnstekjuskatt. Þar var lagt til að tekinn yrði upp 33% skattur á raunvaxtatekjur. Vaxtagjöld ýrðu niðurgreidd með vaxtabótum á svipaðan hátt og nú, en að öðru leyti yrðu þau ekki frádráttarbær. Reynt yrði að ná sem mestum hluta skattsins um leið og tekjurnar yrðu til. Má ætla að nýja nefndin reisi sínar tillögur meðal annars á þeirri vinnu sem fór fram á vegum hinnar fyrri. Réttlæti og alþjóðlegt samræmi Mörgum þykir óréttlátt að vextir séu ekki skattlagðir eins og aðrar tekjur. Á móti er bent á að þegar hafi verið greiddir skattar af þeim tekjum sem mynduðu eignina íupphafi. Þámá minna á að hér á landi er lagður á eignarskattur sem er hærri en gerist víða erlendis. Alltaf hlýtur að vera erfitt að meta hvað er sanngjamt í þessum efnum. Önnur rök fyrir eignatekjuskatti eru að í viðskiptalöndum okkar sé slíkur skattur lagður á og með frelsi í fjármagnsflutningum milli landa hljóti Islendingar að samræma sína skattlagningu því semgeristerlendis. En erfitt er að sjá að skattleysi geti verið skaðlegt að þessu leyti. Hitt gæti reynst slæmt ef fjármagnsskattur væri hærri hér en erlendis, þá er hugsanlegt að fé leitaði úr landi. Samkvæmt þeim hugmyndum sem ræddar hafa verið um þennan skatt ætti hann þó ekki að hafa áhrif á flutninga fjármagns milli landa. Ætlunin er að skattleggja fjármagnstekjur íslendinga hér og erlendis á sama hátt og ekki mun stefnt að því að útlendingar greiði íslenska ríkmu skatt af vaxtatekjum sínum hér á landi. Þá er eftir þriðja röksemdin fyrir nýrri lagasetningu, en hún er sú að nú er mishár skattur af tekjum af ólíkum eignarformum. Misrétti eignarforma Nú greiða einstaklingar eignarskatt af hreinni eign (eignum umfram skuldir) umfram þrjár milljónir. Ekki eru allar eignir skattlagðar; ríkisskuldabréf og sparifé í bönkum umfram skuldir eru 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.