Vísbending - 13.02.1992, Blaðsíða 1
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
13.
febrúar
1992
7. tbl. 10. árg.
Sexföldun
innstæðna á
húsnæðis-
sparnaðar-
reikningum á
árinu 1991
Olafur K. Olafs_________
Megintilgangur laga nr. 49/1985 um
húsnæðissparnaðareikninga er að
hvetja fólk til sparnaðar áður en hafist
er handa um kaup á íbúðarhúsnæði. I
6.tbl. Vísbendingar 1990, „Húsnæðis-
sparnaðarreikningar: Gleymd leið til
lækkunar skatta", var fjallað um
meginreglur reikninganna og athygli
vakin á því hversu fáir höfðu í reynd
nýtt sér þessa ágætu leið til að lækka
skattana og fá um leið óvenju háa
ávöxtun. Á árinu 1991 var húsnæðis-
sparnaðarreikningum hins vegar gefinn
aukinn gaumur. Aukin kynning banka
og sparisjóða leiddi til stórfelldrar
aukningar í innlánum á þessa reikn-
inga. Þau tæplega sexfölduðust á árinu
1991, voru 610 millj. kr. í lok árs 1991
en 107 millj. kr. 1990. Raunaukning
varð 436%! Hlutdeild húsnæðis-
sparnaðarreikninga í innlánum banka
og sparisjóða var þó aðeins 0,45% í lok
ársins 1991 en 0,08% 1990. Tafla 1
sýnir að innstæður á þeim fóru
stigvaxandi á árinu 1991, einkum undir
lok ársins.
Ný markaðssetning______
Á árinu 1991 fóru bankar og spari-
sjóðir af stað með auglýsingaherferð
fyrir húsnæðissparnaðarreikningum.
Þeir markaðssettu þá öðruvísi en áður.
Hver stofnun nefndi reikningana
sérstökum nöfnum. Til dæmis nefnist
reikningurinn í Landsbanka Grunnur,
Islandsbanka Sparileið 5, Búnaðar-
banka Bústólpi en hjá sparisjóðunum
Húsnæðissparnaðarreikningar. I
auglýsingunum hefur einkum verið
lögð áhersla á fernt. I fyrsta lagi bestu
innlánskjör, í öðru lagi 25% skattafslátt
af hverju innleggi, í þriðja lagi lána-
möguleika í lok sparnaðartímans og í
fjórða lagi að skilyrði um reglubundinn
sparnað sé kjörin leið til að mynda
sinn eigin lífeyrissjóð. Það síðast-
nefnda hefur fæstum verið ljóst.
Samkvæmt ákvæðum laganna gefst
fólki ekki aðeins kostur á að fá mikinn
skattafslátt vegna húsnæðissparnaðar
heldur einnig vegna almenns sparnaðar.
Munurinn felst í mismunandi binditíma.
Tafla 2 sýnir verulega aukningu
innstæðna á húsnæðissparnaðar-
reikningum hjáöllum stofnunum á árinu
1991. Mest var lagt inn í Landsbanka en
hlutdeild hans varð þó minni 1991 en
1990. Töluverður munur var á bestu
ávöxtun eftir því h var reikningurinn var.
Hæstu vextir voru hjá sparisjóðunum
1991 og er svo einnig um þessar mundir.
Tafla2
Húsnæðissparnaðarreikningar
Stöðutölur í lok árs (milljónir kr.)
1990 1991 Hreyfing
LÍ 79 387 308
ÍB 6 108 102
BÍ 13 59 46
SP 8 56 46
Taflal ~\
Húsnæðissparnaðarreikningar Raunávöxtun (%)'
Stöðutölur í lok árs,milljónirkr. 1990 1991 11/2'92
1990 107 LI 5,75 6,6 7,0
1991 610 IB 6,30 BÍ 5,65 7,1 7,0 7,0 7,0
Hreyfingar SP 6,60 7,2 7,75
F91 44
H'91 101 ' Án skattafsláttar
IH'91 126
IV'91 233 inki íslands V
Heimild: Seðlab;
y
Ríkisuppbót á vexti
Húsnæðissparnaðarreikningar eru á
marganháttmjögóvenjulegirreikningar.
Þeir tryggja í senn bestu innlánskjör í
viðkomandi bankastofnun og skattafslátt
sem nemur fjórðungi af innleggi.
Raunávöxtun með slíkum niður-
greiðslum getur því orðið mjög há,
einkum af innstæðum bundnum til
þriggja ára. Sveiflur geta verið í raun-
ávöxtuninni eftir því hversu mikið er
lagt inn hverju sinni. Til dæmis væri
hægt að ná hærri ávöxtun ef lægri
fjárhæðir væru lagðar inn á fyrri hluta
sparnaðartímans en á seinni hluta vegna
þess að skattafsláttur reiknast aðeins
einu sinni af hverju innleggi. Mikilvægt
er því að stofna sem fyrst til húsnæðis-
sparnaðarreiknings enda þótt innlegg
séu ekki há í upphafi. Þannig minnkar sá
tími sem eftir er af binditíma reikning-
anna. Mat á raunávöxtun húsnæðis-
sparnaðarreikninga miðast við þær
forsendur sem gefnar eru. Ef gert er ráð
fyrir að ætíð sé lögð inn sama upphæð
ársfjórðungslega og að bestu inn-
lánskjör bankanna séu 5-7% að
meðaltali á ári væri meðalraunávöxtun
ásamt skattafslætti 22-24% miðað við
þriggja ára sparnað en 9-11% miðað
við 10 árasparnað.
Meira en 100 milljónir í
skattafslátt______________
Á árinu 1992 er áætlað að um 2500
einstaklingar fái töluvert á annað
hundrað milljónir króna í skattafslátt
vegna innleggs á hússnæðisspamaðar-
reikninga á árinu 1991. Það er margföld
aukning miðað við fyrri ár. Hins vegar
fá margfalt fleiri skattafslátt vegna
hlutabréfakaupa eins og töflur 3 og 4
sýna. Það má meðal annars rekja til
mikillar umfjöllunar fjölmiðla um
íslenska hlutabréfamarkaðinn. Hluta-
bréfakaup hafa verið tískufyrirbrigði
hér á landi. Á hinn bóginn hafa fjölmiðlar
lítið sinnt öðrum skattalækkunar-
leiðum, t.d. húsnæðissparnaðar-
reikningum.
• Húsnœðissparnaðar-
reikningar
• Skattur á eignatekjur