Vísbending


Vísbending - 13.02.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 13.02.1992, Blaðsíða 3
undanþegin. Skatturinner 1,2% íupphafi en hækkar í stigum upp í 2,2%, en hjá félögunt er skatturinn 1,45%. Eignarskattur leggst nú með mestum þunga á húsnæði, því að þeir sem eru yfireignarskattsmörkum skiptamjög oft eignarskattssky ldum verðbréfum sínum yfiríríkisskuldabréf, semeru skattfrjáls. Eins og komið hefur fram eru vextir nú alveg skattfrjálsir hjá einstaklingum. Sömu sögu er að segja um arð af hlutafé, að vissu marki, en með nýjum lögum, sem alþingi samþykkti skömmu fyrir áramót, er unnið að þvf að afnema skattfrelsi arðs. Hagnaður fyrirtækja í einkaeign er skattlagður eins og laun og hið sama er að segja um leigutekjur. Hjá fyrirtækjum eru raunvextir skattlagðir með sama hætti og aðrar tekjur, og vaxtagjöld dragast frá. Auk þess mánefna að greiddurer 1,5% skattur af matsverði verslunar- og skrifstofuhúsnæðis. Eins og séstáþessu er fjarri því að ólík eignarform njóti jafnréttis gagnvart lögum. Hætt er við að slíkt misrétti valdi óhagræði í hagkerfinu. Hvers konar skattur? Ýmis álitamál koma upp þegar á að skattleggja fjármagn og tekjur af því. Hér skulu nokkur talin: *Getur eignarskattur komið í stað skatts á eignatekjur? *Á að skattleggja eignatekjur með öðrum tekjum eða sérstaklega? *Á að skattleggjanafnvexti, raunvexti eða nota aðra aðferð? *Eiga vaxtagjöld að vera frádráttarbær? *Á að staðgreiða fjármagnstekjuskatt eða greiða hann eftir á? *Hvað um undanþágur frá skattinum? Eignarskattur- eignatekjuskattur Að sumu leyti líkist eignarskattur fjármagnstekjuskatti. Það yrði líka einfaldara að láta hann nægja. Eitt prósent eignarskattur samsvarar því að af raunvöxtum eignarinnar færi fyrsta prósentið í skatt. En skatturinn er óháður afrakstri eigna, ekki er einu sinni víst að neinar tekjur séu af henni. Þetta þykir sumum óréttlátt. Á móti má benda á að eignarskattur hvetur fremur til góðrar nýtingar eigna en skattur á eignatekjur. En eins og komið hefur fram mun nú ætlunin að lækka eignarskatt og jafnvel ISBENDING hefur verið rætt að afnema hann með öllu hjá fyrirtækjum. Á að skattleggja eignatekjur á sama hátt og aðrar tekjur? Víða eru eignatekjur skattlagðarmeð öðrum tekjum. Á þvíeru þeir annmarkar að raunvextir verða misháir eftir því hvað menn greiða háan jaðarskatt. í Danmörku hefur því verið farin sú leið að leggja flatan skatt á allar vaxtatekjur, óháð öðrum tekjum. Hér á landi er sennilegast að eignatekjur verði skattlagðarmeð sérstakri skattprósentu, en talað hefur verið um að persónu- afsláttur gæti nýst á móti skattinum. Á að skattleggja nafnvexti, raunvexti eða eitthvað annað? Erlendis er venjan að skattleggja nafnvexti, en þar eð verðbólga hefur oft verið rnikil á Islandi má búast við að hér yrði reynt að heimta skattinn af raunvöxtum. En erfitt getur verið að skattleggja raunvexti, einkum ef skatturinn verður staðgreiddur. I frumvarpsdrögum Más Guðmundssonar var því lagt til að notuð yrði svonefnd hlutdeildaraðferð við skattlagningu óverðtryggðsfjár. Þáerfundiðhlutfall milli meðalraunvaxta og rneðal- nafnvaxta á öllum bankareikningum og skuldabréfumílandinu. Skatturinn fæst svo með því að margfalda þettahlutfall, raunvaxtaskatthlutfallið og vextina. Ef þessi nálgun yrði notuð my ndi skattur á háum raunvöxtum vera lægri en ef raunvextir væru skattaðir beint. Skattur á lágum raunvöxtum yrði aftur á móti hærri en ella. Bætt yrði að nokkru úr þessu vandamáli með því að hafa raunvexti undir 1-2% skattfrjálsa. Eiga vaxtagreiðslur að vera frádráttarbærar? Flestum finnst sanngjamt að draga megi vaxtagjöld frá skatti ef vaxtatekjur eru skattlagðar, en sjaldgæft mun að draga megi allar v axtagreiðslur frá skatti. IDanmörkuerþaðþóheimiit. Hjáþeim sem greiða meiri vexti en þeir fá dregst mismunurinn frá almennum tekjuskatti. Þetta dregur að sjálfsögðu mjög úr tekjum ríkisins af skattinum. Hér á landi eru greiddar vaxtabætur til þeirra sem eru að eignast húsnæði. Annað fornt vaxtaniðurgreiðslna eru húsnæðisbætur, en þær eru smám saman að hverfa. Alls er áætlað að vaxtabætur og húsnæðisbætur verði um þrír milljarðar árið 1992, en það nálgast það að vera jafnmikið og það sem ríkið fær nú í skatta af eignum og eignatekjum. Nú mun ætlunin að endurskoða skipan vaxtabóta, þannig að þær bæti aðeins raunvexti, en ekki nafnvexti og verðbætur eins og nú. Ekki er stefnt að því að vaxtagreiðslur verði frádráttarbærar að öðru leyti hjá einstaklingum. Hvernig á að innheimta skattinn? Nefnd sú um fjármagnstekjuskatt, sem starfaði á vegum fy rri ríkisstjómar, lagði til að reynt yrði að ná sem mestum hluta hans inn um leið og vextirnir væru greiddir, en leiðréttingar yrðu gerðar eftir á. Formælendur fjármagns- fyrirtækja, sem áttu að innheimta staðgreiðsluskattinn, hafa bent á ýmsa galla á þeirri aðferð. Þvíhefurnú verið horfið að því að innheimta allan skattinn eftir á. Það þýðir að ríkið mun ekki liafa tekjur af honum fyrr en 1994 ef lög unt hann taka gildi um næstu áramót. Undanþágur Nú em ríkisskuldabréf undanþegin eignarskatti og einnig bankainnstæður umfram skuldir. Slíkar undanþágur flækja skattkerfið og í flestum löndum stefna stjórnvöld að því að fækka þeim og einfalda skattlagninguna. Þær geta gert álagningu eignarskatts einkennilega. Til dæmis má lækka eignarskattsstofn með því að taka lán og kaupa spariskírteini fyrirandvirði lánsins. Ekki virðast vera nein áform um að hreyfa við eignarskattsfrelsinu. I greinargerð með frumvarpi Más Guðmundssonar segir að það sé tæplega verjandi að leggja skatt á vexti gamalla spariskírteina, þar eð þau hafi verið seld með þeim orðum að þau væru skatifrjáls. Öðru rnáli gegni um ný spariskírteini, sjálfsagt sé að skattleggja tekjur af þeim. Rætt er um að raunvextir sem eru lægri en 1-2% verði undanþegnir skattinum. Þá hefur verið talað um að hafa einhver skattfrelsis- mörk, þannig að fjármagnstekjur að einhverri fjárhæð væru skattfrjálsar, en einnig hefur sá kostur verið nefndur að látið yrði nægja að persónuafsláttur gæti nýst á móti fjármagnstekjum. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.