Vísbending


Vísbending - 13.02.1992, Blaðsíða 4

Vísbending - 13.02.1992, Blaðsíða 4
V ISBENDING Hagtölur Hk;ní! '—7 hípkknn Fjármagnsmarkaður fráfyrratbl. Peningamagn (M3)-ár 14% 31. des. Verdtryggð bankalán 10,0% 11. feb. Overðtr. bankalán 14,6% 11. feb. Lausafjárhlutfall h&s 11,6% des. Verðbréf (VIB) 323,8 jan. Raunáv. 3 mán 5% ár 7% Hlutabréf (HMARK) 759 6. feb. fyrir viku 759 Raunáv. 3 mán -3% feb. ár 1% Lánskjaravísitala 3198 feb. spá m.v. fast gengi 3199* mars og ekkert launaskr. Verðlag og vinnumarkaður Framfœrsluvísitala 160,4 feb Verðbólga- 3 mán 1% feb ár 7% feb Framfvís.-spá (m.v. fast gengi, 160,8* mars ekkert launaskr) Launavísitala 127,8 des-mæl. Arshækkun- 3 mán -5% des-mæl. ár 6% des-mæl. Launaskrið-ár 1% des Kaupmáttur 3 mán -2% des -ár -1% des Dagvimudaun-ASÍ 79.000 91 3.ársfj Heildarlaun-ASÍ 105.000 91 3.ársfj Vinnutími-ASÍ (viku) 46,4 91 3.ársfj fyrir ári 45,8 Skortur á vinnuafli -0,4% nóv fyrir ári Atvinnuleysi 2,4% des fyrir ári 1,7% Gengi (sala síðastl. mánudag) Bandaríkjadalur 56,8 10. feb. fyrir viku 58,0 Sterlingspund 104,3 10. feb. fyrir viku 104,0 Þýskt mark 36,4 10. feb. fyrir viku 36,1 Japanskt jen 0,453 10. feb. fyrir viku 0,462 Erlendar hagtölur Bandaríkin: Verðbólga-ár 3% des Atvinnuleysi 7,1% des fyrir ári 6,1% Hlutabréf (DJ) 3.232 7. feb. fyrir viku 3.237 breyting á ári 17% 3. feb Liborvextir 3 mán 4,1% 3. feb Bretland Verðbólga-ár 5% des Atvinnuleysi 9,0% des fyrir ári 6,5% Hlutabréf (FT) 2.517 7. feb. fyrir viku 2.571 breyting á ári 16% 3. feb Liborvext. 3 mán 10,6% 7. feb. V-Þýskaland Verðbólga-ár 4% jan Atvinnuleysi 6,3% jan fyrir ári 6,3% Hlutabréf (Com) 1.945 7. feb. fyrir viku 1.934 breyting á ári 16% 3. feb. Evróvextir 3 mán 9,6% 7. feb. Japan Verðbólga-ár 3% des. Atvinnuleysi 2,2% des. fyrir ári 2,1% Hlutabréf-ár -8% 3. feb. Norðursjávarolía 18,5$ 7. feb. fyrir viku 18,1$ Hverjar yrðu tekjur ríkisins af nýjum fjármagnstekjuskatti? Vaxtagreiðslur fyrirtækja eru þegar skattskyldar eins og fy rr segir og er ekki ætlunin að hreyfa við því. Aætlað hefur verið að sparifé einstaklinga sé um 160 milljarðar króna, en þá er ekki talin með inneign í lífeyrissjóðum (sjá VÍB-fréttir, desember 1991). Þá er sparifé íslendinga skilgreint sem 75% innlána í bönkum og sparisjóðum, 50% spariskírteina ríkissjóðs og markaðs- virði hlutabréfaog allareignir verðbréfa- sjóða. Fjögur prósent raunvextir af 160 milljörðum eru 6-7 milljarðar. Vextir ríkisskuldabréfa yrðu skattfrjálsir að hluta og einnig raunvextir undir 1-2%. Skattstofn yrði því varla meira en 5-6 milljarðar. Hér til viðbótar kæmu svo leigutekjur af eignum. Rætt hefur verið um að lagður yrði tekjuskattur á fjármagnstekjur en ekki útsvar og því yrði skatthlutfallið 32,8%. Því er senni- legt að fjármagnstekjuskattur gæti orðið 1,5-2 milljarðar króna. Eignarskattar myndu þálækkaumþáfjárhæð. Ætlunin er að leggja af sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og rætt er um að afnema eignarskatt fyrirtækja og eignarskattsauka (,,ekknaskatt“) hjá ein- staklingum. Ekki verður þó hægt að gera allt þetta fyrir þær tekjur sem ríkið fær af fjármagnstekjusköttum. Óvíst að sparnaður minnki-en fjárfestingar breytast Stefna stjórnvalda er að lækka eignarskatta og hækka skatta af eignatekjum jafnmikið. Þessi breyting breytir ekki meðalávöxtun eigna eftir skatta og því er engin ástæða til þess að ætla að breytingin verði til þess að fólk leggi minna til hliðar en áður. Eigna- tekjur fyrir skatta verða að öllum líkindum óbreyttar þegar á heildina er litið. Hins vegar breytast tekjur af ein- stökum tegundum eigna og fólk hagar fjárfestingum á annan veg en áður. Þær ei gnir sem gefa mikið af sér verða ekki eins eftirsóknarverðar og áður. Yfirburðir þeirra minnka þegar hluti afrakstursins er skattlagður í stað þess að miða skattinn við matsverð eignar- innar. A sama hátt mun hlutur þeirra eigna batna, sem litlar tekjur eru af. Ekki verður eins skaðlegt og áður að nýta eignir illa. A móti þessu vegur það að líkast til mun vaxtaróf breikka, þannig að vextir hækka á þeim eignum, sem nú þegar bera háa vexti, á meðan þeir gætu lækkað af þeirn eignum sem nú gefa lítið af sér. Útlit er fyrir að skattar á húsnæði léttist en skattar á sparifé vaxi. Þetta gæti hugsanlega lækkað húsaleigu áfrjálsum markaði, en hins vegar verða vextir fyrir skatta hærri en áður. Eins og fyrr hefur komið fram leggst eignarskattur nú með miklum þunga á húsnæði. Sú byrði léttist efeignarskattur verður lækkaður. Þetta myndi gera það fýsilegra að kaupa húsnæði til þess að leigja það út. Sömu áhrif hefði það að lækka skatta á leigutekjur. Þær eru nú skattlagðar með 40% jaðarskatti eins og laun, en munu sennilega bera 32,8% skatt eftir breytinguna. Ætlunin er að afnema sérstakan skatt af verslunar- og skrifstofuhúsnæði um leið og nýju lögin taka gildi. Ekki er þó víst að bygging slfks húsnæðis aukist mikið við þetta, því að mikið framboð er af því núna eins og kunnugt er. En allar þessar breytingar stuðla að lækkun húsaleigu á frjálsum markaði. Ef skattar verða lagðir á vexti af nýjum ríkisskuldabréfum hljóta kaup- endur þeirra að gera kröfu um hærri vexti en af skattfrjálsum bréfum. Söntu sögu er að segja unt sparifé í bönkum, sem nú er skattfrjálst, þar munu vextir hækka. Erfiðara er að segja til um áhrifin á verðbréf, sem þegarbera eignar- skatt. Áhrifin fara eftir því hvort vaxta- skatturinn verðurmeiri ennemurlækkun eignarskatts afbréfunum. Flest bendir til þess að álögur á slfk bréf aukist og vextir þeirra hækki. Þeir sem eiga þessi bréf núna greiða oftast nær ekki eignar- skatt af þeim, en þeir myndu aftur á móti greiða nýja fjármagnstekjuskattinn. Þá verður að athuga að skuldabréf bera jafnan hærri vexti en önnur sparnaðar- form og nýi skatturinn legðist því með meiri þunga á þau en annað sparifé. Með lögum sem samþykkt voru um jól var sem fyrr segir stigið fyrsta skrefið í þá átt að skattleggja arð af hlutabréfum tiljafns við aðrartekjur. Þettadregurúr yfirburðum hlutafélagsformsins yfir önnur rekstrarform (sjá Vísbendingu 9. ágúst 1991). Sjálfsagt er að reynt sé að jafna sköttun eignarforma sem kostur er. Ekki verður séð að nauðsynlegt sé að taka upp fjár- magnstekjuskatt til þess að ná því mark- miði, ýmislegt bendir til þess að skyn- samlegra væri að leggja fremur á al- mennan eignarskatt. Núna eru þó mestar líkur á því að fjármagnstekjuskattur verði tekinn upp hér á landi um næstu áramót, en verið getur að ekki verði farið að innheimta hann fyrr en 1994. Ritstj. og ábm.: Sigurður Jóhannesson. Útg.: Ráðgjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Myndsendir: 812824. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Prentsmiðjan Gutenberg. Öll réttindi áskilin. Ljósritun er óheimil en mikill afsláttur veittur ef keypt eru fleiri en tvö eintök. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.