Vísbending


Vísbending - 29.02.1992, Síða 1

Vísbending - 29.02.1992, Síða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 29. febrúar 1992 9. tbl. 10. árg. Vandi í sjávar- útvegi Fyrirtæki, sem eiga um 60% lieildareigna í sjávarútvegi, eiga nú í slíkum erfiðleikum að lenging lánstíma nægir ekki til þess að bjarga þeim, samkvæmt lauslegu mati Þjóðhags- stofnunar. Tap á botnfiskveiðum og vinnslu er nú um 4% tekna, en í september var uni 1% hagnaður af rekstrinum og árið 1990 var 2,5% hagnaður. Sjávarútvegsráðherra greindi frá þessum niðurstöðum á alþingi fyrir skömmu. Þar reifaði hann einnig skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um útgerð. Þarkom fram að miðað við 8% ávöxtunarkröfu og að skip endist í 20 ár sé tap útgerðar líklega 50-60 milljarðar króna undanfarinn áralug, eða svipað þjóðarauðsmati fiskiskipaflotans 1990. Uotnfiskveiðar og -vinnsla Afkoma % af tekjum Rekstraryfirlit I990og rekstraráætlun m.v. rekstrarskilyrði í janúar 1992. Veiðar og vinnsla 1990 2,5 Janúar 1992 -4 Veiðar 3 2 Bátar -0,5 -1,5 Togarar 3,5 2 Frystiskip 10 11,5 Fiskvinnsla 1 ■8 Frysting 3 -8 Söltun -3,5 -8,5 Heimild: Þjóðhagsstofnun Misjöfn afkoma greina Sem fyrr segir telur Þjóðhags- stofnun að halli botnfiskveiða og vinnslu sé nú um 4% tekna. Eins og sést í töflunni er afkoma mjög misjöfn eftir greinum. Hagnaður er af veiðum, langmestur þó af frysti- togurum. Afkoma útgerðar hefur reyndarlítið versnaðfrá 1990. Hins vegar gengur vinnsla mun verr en áður. Bæði útgerð og vinnslabíða tjón af því að afli er minni en áður, en á hinn bóginn hel'ur fiskverð stórhækkað, um nálægt 30% frá 1990, og tekjur þannig færst frá vinnslu til útgerðar. Kröfur um gengislækkun Skipting botnfiskafla eftir verkunaraðferð, % Mun minna var flutt út af ferskum fiski í fyrra en árin á undan, en hlutur landfrystingar jókst. Sjófrysling vex jafnt og þétt. I framhaldi af þeim upplýsingunt sent fram komu hjá sjávarútvegs- ráðherra sagði formaður samtaka útvegsmanna að annað hvort yrðu laun að lækka eða lífskjör almennings að versna með öðrum hætti ef tryggja ætti viðunandi rekstrarstöðu sjávarútvegs. Með seinni kostinum hefur formaðurinn sennilega annað hvort í huga gengis- lækkun eða þær tillögur Vinnu- veitendasambandsins að sköttum verði létt af atvinnulífi og tekjuskattur almennings hækkaður í staðinn. Hann vill færa rekstur sjávarútvegs í fyrra horf með því að lækka raungengi krónunnar (framleiðslukostnað á Islandi miðað við kostnað í öðrum löndum), þannig að laun eða gengi lækki eða skattar færisttil. Enhvers vegna versnaði hagur sjávarútvegs? Astæðan er alls ekki sú að kostnaður á Islandi hafi hækkað meira en verð afurða á erlendum mörkuðum. Verðið hefur raunar hækkað miklu meira undanfarin ár en laun hér á landi. Ástæða þess að sjávarútvegi vegnar verr en áður er að afli er minni en áður. Togarar og frystihús eru því verr nýtt. Ur þessu verður varla bætt með skynsamlegu móti nema með því að leggja togurum og fækka frystihúsum í rekstri. VHeimild: Fiskifélag íslands, 1991: jan.-sepl. Halli á sjávarútvegi ekki endilega þjóðarvandamál Lengi vel var gengi krónunnar ákveðið með það að markmiði að afkoma sjávarútvegs yrði sem næst núl 1 i. Fyrirlæki í sjávarútvegi þurftu ekki að hafamiklaráhyggjurafkauphækkunum og lítil ástæða var til að safna í sjóði til að jafna sveiflur, því að afkoman var nánast tryggð frá degi til dags. Þetta öryggi sjávarútvegsfyrirtækja þýddi öryggis-leysi fyrir aðra. Launþegar máttu þola miklar sveiflur í kaupmætti og ytri skil-yrði annarra atvinnugreina voru nijög sveiflukennd. Fyrir kom að góðæri í sjávarútvegi yrði hcilum iðngreinum að aldurtila. Meðaltals- aðferðin ýtti líka undir offjárfestingu í sjávarútvegi. Ráðist var gegn halla í greininni með því að lækka gengi eða styrkja einstök fyrirtæki í stað þess að láta verst settu fyrirtækin fara á höfuðið. Minna má á að matvöruverslanir voru að meðaltali reknar með halla eftir að stórmarkaðir komu til sögunnar. Stjórnvöld reyndu þó ekki að bæta afkomuna, heldur leystist vandinn af sjálfum sér. Þær búðir sem ekki gátu boðið nógu ódýrar vörur lögðu upp laupana. Verslunum fækkaði og Sjávarútvegu r Launakerfi Vextir hér og erlendis

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.